Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Page 15

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Page 15
Jóhannes úi Kötlum: ÍSLENDINGALJÓÐ 17. júní 1944. Land míns föQur, landið mitt, laugað bláum straumi: eilíft valúr auglit þitt ofar tímans glaumi. Þetta auglit elskum vér, — ævi vor á jörðu hér brot af þínu bergi er, blik af þínum draumi. ') c Þegar svalt við Sökkvabekk sveitin dauðahljóða, kvað í myrkri um kross og hlekk kraftaskáldið hljóða. Bak við sára bœnarskrá bylti sér hin forna þrá, þar til eldinn sóttu um sjá synir vorsins góða. Hvíslað var um hulduland hinzt í vesturblœnum: hvítan jökul, svartan sand, söng í hlíðum grænum. Ýttu þá á unnarslóð Austmenn, vermdir frelsisglóð, fundu ey og urðu þjóð úti % gullnum sænum. Síðan hafa hetjur átt heima í þessu landi, ýmist borið arfinn hátt eða varizt grandi. Hér að þreyja hjartað kaus, hvort sem jörðin brann eða fraus, — flaug þá stundum fjaðralaus feðra vorra andi. STÚDENTABLAÐ Nú skal söngur hjartahlýr hljóma af þúsund munnum, þegar frelsisþeyrinn dýr þýtur í fjalli og runnum. Nú skal fögur friðartíð fánann hefja ár og síð, varya nýjum Ijóma á lýð landsins, sem vér unnum. Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum, hennar sögur, hennar Ijóð, hennar líf vér kjósum. Ein á hörpu íss og báls aldaslag síns guðamáls æ hún leiki ung og frjáls undir norðurljósum.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.