Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Side 22

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Side 22
O R S E T A RÖDD JÖNS F Ávarp til Islendinga Islendingar! Nú er þá að síðustu upp runn- inn sá dagur, að þér ættuð að vakna úr margra hundraða ára doðadúr, ef nokkur rödd tímanna nær yður til eyrna, ef margra alda kúgun og kvalræði hefur eigi gjördrepið svo allan hug og kjark yðvarn, að þér viljið helzt kjósa, að Danir, sem nú eru lausir frá einveldi konunganna og eiga að fara að stjórna sér sjálfir: að Danir af einberri náð og miskunn, sem konungarnir hingað til hafa sýnt landinu, taki að sér hina þöglu, dáðlausu aumingja úti á íslandi til stjórnar og umönn- unar héðan af eins og hingað til. Því svo þekkjum vér miskunnsemi og góðgirni hinnar dönsku þjóðar, að ekki sleppir hún af oss hendinni, ef vér með þegjandi samþykki ját- um oss og niðja vora undir hennar ótakmark- að einveldi, meðan landið byggist. . . . Það má einnig vera oss minnistætt, hvað bænar- skrár eintómar hafa áorkað hingað til hjá hinni dönsku stjórn. Vér skulum ekki seilast langt fram i aldirnar, þegar alþingisbækur vorar sýna árangurslausar bænarskrár. . . . Fyrir fjórum árum hafið þér ailir mjög sam- huga beðið um verzlunarfrelsi, en hversu hef- ur verið farið með þessa samhuga bæn þjóð- arinnar? Hversu mikils hafa verið metin ráð og tillögur og bænir alþingis, eigi síður kon- ungkjörinna þingmanna en þjóðkjörinna? Blökkumenn á Vestureyjum fengu nýlega frelsi sitt allt í einu., þegar þeir höfðu gert upphlaup og þóttu hafa unnið til dráps, og þar voru engar undanfærslur, engar fyrirspurnir, engar „mikilvægar, ýtarlegar rannsóknir", sem aldrei taka enda. En vér, sem biðjum 20 frelsis og sýnum með rökum, að vér bæði eig- um það og þurfum þess við, sýnum það með hógværð og stillingu, berum fram ósk vora samhuga, og skirrumst jafnvel vio að ítreka hana til að styggja ekki stjórnina, vér megum bíða fjögur ár og það erfið og þungbær ár án þess að njóta nokkurrar áheyrnar. Það er ekki án orsaka, þó vér segðum: Bænir vorar eru undir fótum troðnar og að engu hafðar, þær eru minna metnar en þó þær hefðu kom- ið frá herteknu landi blökkumanna, sem eng- an rétt þætti eiga á að fá bæn sína nema fyrir sérlega, fáheyrða náð. Ráð þingmanna er að vettugi virt, þar eð gengið hefur verið að kalla fyrir hvers manns dyr í Ðanmörk og hertogadæmunum til að fá álit um þetta mál. öll hin gömlu stjórnarráð, kansellí, rentukammer og tollkammer, stórkaup- mannafélagið í Kaupmannahöfn, ailir íslenzk- ir kaupmenn, allar bæjarstjórnir og kaup- menn í öllum bæjum í Danmörku og hertoga- dæmunum, að minnsta kosti þeim, sem til sjávar ná, og nú seinast stiptamtmaðurinn á Islandi: alla hefur þurft að kveðja til að rannsaka málið. Lítur það ekki svo út, sem stjórnin hafi iagt sig í líma til að hugsa upp, hversu lengi hún gæti flækt það og tafið fyr- ir því, með þvi að senda það í kring til allra manna, hvort sem þeim kom það nokkuð við éða ekki?.. að stjórnin hugsi: „.. ég má pkki gefa íslendingum frelsi, nema kaup- 'raenn leyfi, þeir eiga einkaréttinn yfir Islend- ingum, því þeir hafa svo lengi stjórnað land- inu í raun og veru og bundið það fastast við Danmörku“? . . En máske menn bíði þesá, að hinir svo nefndu fyrirliðar þjóðarinnar, yfirvöldin, STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.