Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Síða 21

Fálkinn - 04.01.1965, Síða 21
Þorsteinn Thorlacius hefur brugðið sér í þægilegan frakka frá Elg er kostar kr. 2.685.00. Hann er með amerískan hatt á höfði úr svínaskinni; vinsælt höfuðfat, sem gott er að þrífa. Verðið er kr. 820,00. Á höndum hefur hann hanzka úr fóðruðu svína- skinni er kosta kr. 446,00 og um liálsinn trefil úr ull og silki er kostar kr. 300,00. FÁLKINN NÆSTA MÁNUDAG DAGDR FLUGFREYJUNNAR Ferð til Glasgow og Kaupmanna hafnar með Svölu Guðtmunds- dóttur flugfreyju hjá Fhigfélagi Íslands Steinunn S. Briem brá sér til Glasgow og Kaupmanna- hafnar fyrir skömmu á vegum Fálkans. Steinunn lýsir einum degi í lífi flugfreyjunnar, allt frá því að hún vakn- ar árla morguns á dimmum og köldum vetrarmorgni og þar til hún gengur til náða á Hótel Imperial í Kaupmanna- höfn. Greininni fylgja margar myndir úr ferðinni. f þessari ferð kom Steinunn víða við og aflaði fróðlegs og skemmtilegs efnis fyrir Fáikann og mun það efni birt- ast í næstu blöðum. ★ ★ ★ Ýmsar breytingar eru á döfinni hjá okkur og koma þær fram í næstu blöðum. Of snemmt er að gera grein fyrir þessum breytingum enn sem komið er, en ef lesendur hafa einhverjar kvartanir fram að færa í sambandi við efnisval þá viljum við gjarnan fá að heyra tillögur lesenda. Við getum skýrt frá því strax, að bráðlega hefst í blað- inu ný framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur er nefn- ist Röndótti trefillinn. Þetta er spennandi sakamálasaga er gerist í Reykjavík. Sá vandi fylgir útgáfu vikublaðs að gera sem flestum til hæfis. Við munum reyna af fremsta megni að velja fróð- legt, en um leið skemmtilegt efni, sem allir meðlimir fjöl- skyldunnar geta notið. í febrúar ætti að sjást í stórum dráttum hvernig við hugsum okkur að vinna blaðið í framtíðinni. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.