Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 11
C.B.LEYSIR FRA SK.KHUJMM BRIGITTE roðnar eins og skólastúlka. Brigitte er með gat á sokknum sínum. Brigitte vill heldur borða kartöflur en kaví- ar. Brigitte stundar engar líkamsæfingar. Brigitte hagar lífi sinu ekki eins og margra-milljóna-stór-stjarna . .. Og nú situr hún andspænis okkur í litlu, rauðu stofunni sinni, sem er yfirfull af alls konar skrautmunum. Það er mjög kyrrt í íbúðinni. Enginn hávaði frá götunni, engin tónlist, engin hundgá, eng- inn barnshlátur. Nicolas, sonur Brigitte, horfir á okkur al- vörugefnum augum úr pírumpáruðum myndaramma. Brigitte hefur fylgt augnaráði mínu. Hún fer svolítið hjá sér. — Segið mér Brigitte, þykir yður vænt um börn? Hún andvarpar, síðan segir hún hálf'brosandi: — Ég get ómögulega sagt, að þau séu mitt mesta yndi. Þetta er ærlegt svar. Og óvænt — því að hvaða móðir mundi viðurkenna það hikstalaust, að hún kærði sig ekkert um börn? — Barni fylgir geysimikil ábyrgð. Fólk eignast börn, án þess að hugsa út í, hvílíkur ábyrgðarhluti verknaður þess er. Mér óar við því að eiga barn, þ. e. a. s. því að ala það upp, styðja það og bera ábyrgð á því, að það valdi lífinu. — Það skelfir yður? — Já, ég hata ábyrgð. Þann kann að vera vegna þess, að ég er sjálf ekki orðin fullorðin. í mörgu tilliti vantar sannarlega ekkert upp á þroska minn, en á öðrum sviðum aftur á móti er ég hreinasti krakki. Ég er — í hreinskilni sagt — ófæv

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.