Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 7
til óþæginda. Þá er víst, að yrði Gunnar í framboði myndu hægri menn telja hann sinn mann, en eins og fyrri daginn hafa svokallaðir vinstri menn ekkert tromp á hendinni, utan eitthvert hrafl af fyrrgreindum smáborgurum, sem gætu hugs- að sér að verða mátulega vinstri sinnaðir í tilefni dagsins. Óhætt er að fullyrða að nú þegar liggi eitt framboð ljóst fyrir, og það getur allt eins farið svo, að Gunnar Thoroddsen verði sjálfkjörinn í embættið. Vinstri menn eiga þó einn mót- leik, sem er í sjálfu sér álíka sundurleitur og vinstri öflin í landinu. Þessi mótleikur er framboð Jóns Helgasonar, pró- fessors, þess manns sem hefur lengst og mest rýnt í hinar fornu skræður. Við höfum áður sýnt Dönum sérstaka virkt með því að kjósa, við lýðveldistökuna, þann mann fyrir for- seta, sem með miklum ágætum hafði setið í Danmörku sem fulltrúi landsins á viðkvæmum tímum í sambúð þjóðanna. Danir sýna okkur enn mikla velvild með því að afhenda okkur handritin, sem næst frelsinu eru burðarásinn í tilveru okkar. Jón Helgason hefur lengi gætt þessara bóka. Hans starf hef- ur ekki verið stjórnmálalegs eðlis, og hann er íslenzkastur allra manna. Með framboði hans til forseta, myndum við sýna umheiminum hve mikils við metum fræði vor og þá menn sem bezt um þau sýsla. Jón er nógur alvörumaður í þjóðmálum til að halda vel og virðulega á þeim málum, sem forsetaembættið snertir. Hann er menntur betur en flestir íslendingar, og skapat, hvað stjórnmálin snertir, greinilega andstöðu við þann aðila, sem fullyrt er að verði í framboði. Aftur á móti mun framgirni hans svo skoplítil að eflaust verður erfiðleikum bundið að orða þetta mál við hann. Að minnsta kosti vildi ég ekki láta fela mér að hlera hann. Þó er lengi hægt að mæla menn rökum, og framboð Jóns Helga- sonar, prófessors, við forsetakjör myndi engan skaða, allra sízt hann sjálfan. Skáld eins og Jónas SUMIR verða skáld í augum almennings áður en þau byrja að yrkja. Jafnvel fyrstu tilraunir þeirra ei’u hendar á lofti og fjallað um þær af velþóknun þeirra, sem þui’fa að upp- götva menn í tíma og ótíma. En svo höfum við átt okkar leyniskáld sem hafa ort í kyi’rþey og orðið stórir seinna, þegar stói’skáld samtímans voru liðin undir lok. Þannig var um Jónas Hallgrimsson. Jón Helgason, prófessor, ber öll ein- kenni hins íslenzka leyniskálds. Menn tala gjarnan af kappi * Bið á skrifstofum Fálki minn góður! Ég tek undir með Grími sem skrifaði þér fyrir nokkru um bið á opinberum skrifstofum. Hann leggur til að maður eigi að heimta kaup fyrir biðtím- ann. Ég er meðmæltur því. Það er ósvífni að tefja fyrir mönn- um með Því að láta þá biða. En það er annað sem mig lang- ar til að jagast um. Það eru þessi óskaplega löngu andar- tök sem koma þegar maður hringir og spyr eftir einhverj- um skrifstofujaxlinum. Fyrst er ekki víst að manni sé svar- að strax, og svo kemur tyggi- gúmmíjóðlandi kvenpersóna í simann, síðan er manni vísað manna á milli með misjafn- lega löngum andartökum, og að lokum getur farið svo að sam- bandið slitni áður en nokkur botn er fenginn í málinu. Ég er ekki skapbetri en svo að ég bið fyrir mér útvortis eftir slík- ar viðtökur. Skalli. Svar: 1 erlendum fyrirtækjum er mikiö kapp lagt á aO rödd stúlkunnar sem svarar í símann sé viöfelldin og hún tali fag- urt mál. Á þessu er nokkur mis- brestur hér. ÞaO nægir ekki aO kunna aO segja „góOan dag- inn“. Annars þakka ég bréf Skalla. ÞaO er von aO honum leiöist biö og snúningar. Pennavinir Tveir ungir menn hafa skrif- SVART HÖFÐI SEGIR um hin og þessi skáld dagsins, en þegar þeir eru háttaðir, þá fletta þeir upp í ljóðabók, sem þeir eiga fyrir sig og hafa engin orð um við aðra. Þessi bók heitir Úr landsuðri og er safn ljóða eftir Jón. Síðan eru brot úr þessum ljóðum notuð til áréttingar í mæltu máli og rituð án alls yfirlætis eins og tungan sjálf, en viðhorfið til skáldsins kemur m. a. fram í því að hann er metinn til jafns við snotra hagyrðinga, við úthlutun listamannalauna. Þetta er þó varla vegna þess að hann sé talinn lélegt skáld. Þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við hann, frekar er sláttumaður við grænan álagablett innan um allan hálminn. Fram til þessa hafði lög- fræðingur og guðfræðingur setið forsetastólinn að Bessastöð- um. Nú mundi kominn tími til að hin lögfróðu og guðvísu element hvíldust um sinn, þegar þessu kjörtímabili lýkur, og upp hefjist tímabil skáldskapar og fræða. Laxness og prófessorinn EÐLILEGT er að komið hafi til orða að fá Halldór Laxness til að bjóða sig fram í forsetakosningum. Þar kemur til að láta sér notast af þeirri miklu frægð, sem Laxness á að fagna. Hins vegar eru ýmsir agnúar á því að blanda Nóbels- verðlaunaskáldi í Bessastaðapólitík, því ekki verður landið að nóbelslandi við það frekar en kýrnar hans Faulkners. Þá er alltaf gott í framsókn að tefla mörgum fram í sviðsljósið til þess að breiðfylkingin vei’ði sem sigurstranglegust. Og nokkur breiðfylking ýrði úr þeim Jóni Helgasyni og Halldóri Laxness, þegar Jón væri kominn í Bessastaði, annar virtur um öll Norðurlönd fyrir þau fræð ein, sem alltaf hafa verið íslenzkra manna, hversu vítt sem þau hafa borizt, og hinn aðlaður í heimi bókmenntanna fyrir endurnýjun margrómaðs íslenzks sagnastíls. Jafnágætur maður og Gunnar Thoroddsen fengi vii’ðulegan og verðugan keppinaut þar sem Jón Helgason er. Báðir eru þeir tengdir hinu síðara sjálfstæðismáli okkar, og Jón þó meir, þar sem hann hefur lifað og hrærzt innan um handritin í áratugi. Báðir hafa þeir skoðanir sem geta skipt mönnum í fylkingar. Tækizt vinstri mönnum að fá Jón Helgason í fram- boð mundi það verða fyrsta raunverulega samstaðan sem næð- ist í þeim sundurleita hópi. Slíkt yrði auðvitað harmsefni frí- múrurum oddfellóum og öðrum ginnheilögum smáborgara- klíkum, sem halda að öll menning og fræði séu ekki annað en vondur kláði á sálinni. að pósthólfinu og beðið fyrir nöfn sin tií birtingar. Svo vilja Þeir að einhverjir á þeirra reki, strákar eða stelpur, taki sér penna í hönd og skrifi þeim. Piltarnir heita: Herren Nagy Attila Postlagei'n 8000 Miinchen 32 Germany West. Herra Attila er tvítugur að aldri og áhugamál hans eru frímerkjasöfnun, segulbands- upptökur, landslagskort, eld- spýtnastokkar, peningar, kvik- myndir og bókmenntir. Árni Garðarsson Háholti 28 Akranesi. Árni óskar eftir bréfasam- bandi við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—16 ára. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.