Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 26
mmta BBBHHBB9BBEBEBB9BS&BBBSB3 BnBHBBGaBBHBHaBaBBBBBBBSBBBSBBt HJDRTUR HALLDDRSSDN FUft HIM §•( UM LJÚS OG LOFTHVOLF SÚLAR LOFTHVOLFID SÉ horft á sólina gegnum litað gler, virðast utanmörk henn- ar vera skörp og ákveðin. En þetta eru mörk hins svo- kallaða ljóshvolfs sólar því að þaðan stafar mest af hirtu hennar. En sólin takmarkast þó ekki við yfirborð ljóshvolfs- ins fremur en jörðin okkar við yfirborð láðs og lagar. Hún hefur einnig dauft, ytra lofthvolf, sem sést bezt við almyrkva á sólu, (þ. e. þegar tunglið ber í beina stefnu milli jarðar og sólar og byrgir þannig fyrir ofsabirtu Ijóshvolfsins. Þykkt ljóshvolfsins er um 700,000 km. LOFTHVOLFIÐ - LITHVOLF OG KOROINiA NEÐRI hluti lofthvolfsins — allt upp í 10,000 km hæð yfir ljóshvolfi — er kallað lithvolf, en efri eða ytri hluti loft- hvolfsins kallast kóróna sólar. Lofthvolf sólar er stjarneðlisfræðingum furðu flókið við- fangsefni, og til að gera sér nokkra grein fyrir því, hvers vegna svo er, er bezt að hugsa sér, hvað menn mundu halda um ytra borð sólar, ef það hefði aldrei sézt í raun og veru (þ. e. a. s. fyrir tilverknað sólmyrkva). Þá hefði beinlínis verið gert ráð fyrir því, að sól ,.endaði“ á venjulegan og óskáld- legan hátt, þannig að sólefnið þynntist mjög fljótlega með aukinni fjarlægð frá ljóshvolfinu, unz það fjaðraði alveg út í tvö eða þrjú þúsund km hæð. Þar sem ljóshvolfið er nú svo þykkt sem áður segir, hefði lofthvolfið ekki verið álitið annað en þunn skán utan um sólu. Af myndinni má þó sjá að lofthvolf sólar er vissulega annað og meira en þunnt skæni. Það er gríðarlega þykkur hjúpur og viðfangsefnið verður þvi að skýra eðli og tilveruorsakir þessa hjúps. HUGTAKIÐ HITI ÁÐUR en reynt er að svara þessari spurningu, gæti verið hentugt að hnika nokkuð við þeim skiiningi, sem almennt er lagður í hugtakið hiti. í þeim skilningi, sem hér er um að ræða, táknar hiti meðalhreyfingarhraða frumeinda eða agna sólarhvolfsins. Þegar hugtakið hiti er notað í þessari sérstöku merkingu, er það oft nefnt „kínetiskur" hiti, sem ég kýs að nefna flughita á voru máli. Það sem sagt var i síðustu máls- grein bendir til þess, að meðal-hreyfingarhraði lofthvolfsagn- anna aukist því hærra sem dregur frá ljóshvolfinu. í loftteg- undum þeim, sem á myndinni sjást, fara frumeindirnar með hraða sem nálgast Wi milljón km á klukkustund. Hugtakið hiti er stundum notað á annan veg og táknar Þá afl og eðli þeirrar útgeislunar, sem efni sendir frá sér. Þegar rætt er um hita þess efnis, sem falið er djúpt í iðrum sólar, er orðið notað í þeirri merkingu. En þannig verður það ekki notað í sambandi við lofthvolf sólar. Hefði lofthvolf sólar 100,000° C „geislahiti" væri það miklu bjartara en ljóshvolfið. Útgeislanin mundi í rauninni verða svo sterk að Plútó — fjarlægasta piánetan — ieystist upp í gufumökk. Það er því heppilegt fyrir okkur, að lofthvolfshiti sólar er ekki nema flughiti. ROIVTCEIXI-LJOS OC IJTFJÓLUBLÁIR GEISLAR 1 Þetta viðfangsefni er öllu snúnara fyrir þá sök, að loft- hvolfið byrjar eins og það ætli að haga sér eins og búast mætti við. Fyrstu eitt eða tvö þúsund kílómetrana upp frá Ijóshvoifinu þynnist efnið í raun og veru mjög með aukinni hæð eins og vænta mátti. En þá hættir þessi þynning skyndi- lega og verður mjög óveruleg þótt hærra dragi. Samfara þess- ari breytingu á hegðun efnisins koma 1 ljós furðulegar stað- reyndir varðandi hitastig þess. Fyrstu 2000 km er hitastigið mjög svipað því sem það er í Ijóshvolfinu, en er hærra dregur, tekur það til að aukast í stað þess að minnka eins og ætla mætti. í 3000 km hæð er hitinn sennilega um 7000° C. í 4000 km hæð kemst hann sennilega víða í lofthvolfinu yfir 20,000° C, og efst í lithvolfinu, í 10,000 km hæð. rís hitastigið skyndi- lega upp í 100,000° C. Þessi hitaaukning heldur svo áfram með aukinni hæð, og í 100,000 km hæð — í kórónunni — nálgast hitastigið 100,000° C. Hvað getur nú valdið þessari íiitaaukningu, sem verður með svo furðulegum hætti? EKKI er þetta þó svo að skilja, að ljóshvolf sólar hafi enga útgeislan. Það hefur ekki aðeins nokkra útgeislan, held- ur og útgeislan, sem er mjög sérstaks eðlis. Efri hluti loft- hvolfsins varpar frá sér röntgengeislum, ásamt venjulegu ljósi, en neðri lögin senda frá sér útfjólubláa geisla. Það er þessi útgeislan, sem myndar hin kunnu, jónuðu háloftalög í lofthvolfi jarðar. Auk þeirrar útgeislanar lofthvolfsins, sem nú hefur verið nefnd, er einnig um mikla ljósdreifingu að ræða. Auðvelt er að gera sér grein fyrir, hvað átt er við með því, ef maður hugsar sér rykagnir þær, sem glampa í sólargeisla, sem brýzt gegnum mjóa rifu. Arið dreifir ljósinu en geislar því ekki, þ. e. að ljósdreifing er einfaldiega stefnusveiging geislanna. Á svipaðan hátt dreifa frumagnirnar í lofthvolfi sólar litlum hiuta af því ljósi, sem Ijóshvolfið sendir frá sér. Þegar loft- hvolfið er ljósmyndað við almyrkva á sólu, er mikið af því ljósi, sem á myndinni sést útgeislan ljóshvolfsins, sem endur- varpast af frumögnum lofthvolfsins. Meðfylgjandi mynd var tekin í þessu dreifða ljósi, en ekki við röntgen- eða útfjólubláa geisla þá, sem áður voru nefndir. Þessi síðarnefnda útgeislan verður ekki heldur fundin við yfirborð jarðar þar sem hún eyðist í efri hlutum okkar lofthvolfs — jónuðu lögunum — sem betur fer má segja! En hún verður fundin með ljós- 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.