Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 25
HJÚSKAPUR ER ÆVINIYRI eftir Ruth Stafford Peale - •• SEM eiginkona prests, er ég oft beðin að halda fyrirlestra hjá kirkjufélög- um og kvennaklúbbum. Oft á tíðum kemur einhver kvennanna til mín á eftir og kvartar sáran yfir því hvað líf hennar sé einhæft. Henni finnst hún vera aðþrengd og haldið niðri og hæfilek- ar hennar vanmetnir. En hvað um það, segir hún og yppir öxlum í vonleysi. Hvað get ég gert? Þegar allt kemur til alls er ég ekki annað en eiginkona! Ekki annað en eiginkona! Stundum langar mig til að taka í öxlina á svona kon- um og hrista þær duglega til. Mig langar til að segja við hana: Hér stendur þú og ert á kafi í dásamlegasta ævintýri sem nokkur kona getur lent í, en hefur ekki hugmynd um það! Þrjátíu og sex ára reynsla i hjónabandi hefur alger- lega sannfært mig um að engin vinna, tómstundaiðja eða yfirleitt nokkrar fram- kvæmdir hér á jörðu komast í samjöfnuð þá sorg og þá gleði, sem felst í því að búa með karlmanni, elska hann, reyna sitt bezta til að skilja hið flókna gangverk, sem hann er gerður úr og fá það til að snúast á þann hátt, sem ætlunin var, í upphafi. Er þetta auðvelt? Auðvit- að ekki! Það kostar hæfi- leika og sjáifsafneitun. Þú verður að nota bæði hjarta og heila og það ér fram- kvæmanlegt og þegar það hefur tekizt — nú hvað ér þá ævintýrið? Það er ’uþp- götvun nýrra krafta og víð- ari sjónhrings, tækifærið til sjálfsprófunar og gleðin sem felst í góðum árangri. Þess- ir möguleikar eru fólgnir í hverju hjónabandi, ef konan aðeins hefur fyrir því að notfæra sér þá. Ef ung eiginkona byði mér upp á kaffi í eldhúsinu hjá sér og við ræddum um hvað hún gæti gert til að halda hjónabandi sínu fersku og skemmtilegu, þá eru hér nokkrar af þeim uppástung- um, sem ég myndi koma með. Rannsakaðu mann þinn, eins og hann væri ókunnugt, sjaldgæft og heillandi villi- dýr, sem hann vissulega er. Rannsakaðu hann látlaust, vegna þess að hann breyt- ist í sífellu. Vertu stolt af styrk hans og því sem hann kemur í framkvæmd, einnig hans veiku hliðum. Áður en dætur mínar tvær gengu í hjónaband, sagði ég við þær: „Þið eruð ástfangnar. Þið hafið látið heillast af snilld mannsins, sjálfstrausti hans og sjarma. En þið eigið eftir að kynnast efasemdum hans og takmörkunum og það er einmitt á því sviði, sem þið getið raunverulega elskað hann, hjálpað honum og ver- ið honum góð eiginkona. Þið skuluð þess vegna ekki missa kjarkinn, þegar þið standið andspænis þessum eiginleikum hans.“ Berið virðingu fyrir at- vinnu hans. Þegar þið gift- izt manni, giftizt þið einnig vinnu hans og stundum get- ur ykkur jafnvel fundizt að hann taki vinnuna fram yfir ykkur. Sú er þó ekki raun- in, en það að vinna verk sitt vel hefur álíka mikla þýð- ingu 'fyrir hann og móður- hlutverkið fyrir konuna — og að miklu leyti af sömu ástæðum. Lærið hina flóknu og ’ heillandi list umburðar- lyndisfhs' Fjöldi óhamingju- sámrá eiginkvenna líta á sjálfa sig sem eins konar guðdómlega móttaká.ra fyrir ást. Þær eru sýknt og héilagt að mæla þá eftirtekt og urh- hyggju, sem þær verða að- njótandi. Auðvitað á eigin- kona heimtingu á ást og tryggð, en hún verður líka að geta umborið tímabundna vanstillingu eiginmannsins og bræðisköst, sem stafa af því að hann er óánægður með sjálfan sig. Einhvers staðar verður þetta að fá útrás og ef eiginkonan get- ur hugsað sér að vera eins konar eldingavari, sem leiðir ótta og öryggisleysi í jörð og gerir það óvirkt, verður hún ekki aðeins ómetanleg manninum, heldur mun hún einnig vaxa gífurlega sjálf. Og hafið hugfast: Jafnvel þegar manninum gengur vel og veit af því, þarfnast ein- hver leyndur, viðkvæmur og óöruggur þáttur í honum skilyrðislauss stuðnings og tryggðar elskandi eiginkonu. Kannski á þetta rót sína að rekja til litla drengsins, sem eitt sinn leitaði til móður sinnar eftir stuðningi. Hvað sem það er, þá er það stað reynd. Þjálfið ykkur í að hlusta. Flestir menn þurfa að geta leitað til einhvers með nýjar hugmyndir, vonir, drauma, metnað, vandamál og hugarangur sem þeir geta ekki ráðið fram úr einir. Þeir þarfnast kvenlegs hlust- anda, einhvers sem þeir geta trúað fyrir leyndustu hugsunum sínum, án þéss að eiga á hættu að hlegið sé að þeim, eða þeim vísað á bug. í vakandi hugsun felst m. a. viðbrögð, samband og skipti á hugmyndum. En stundum verður eiginkonan að halda aft,ur af sér, bíta á jaxlinn og segja ekki þau orð, sem breyta myndu rifr- ildi í slagsmál og slæmu ástandi í annað verra. Auð- vitað er bóndi hennar ábyrg- ur, en í grundvallaratriðurn held ég, að hlutverk mann- anna sé að gera- jörðina sér undirgefna og hlutverk kon- unnar að hafa stjórn á sjálfri: sér og manni sínum óbeint. Látið hann finna að þið þarfnist hans. Ekki alls fyr- ir löngu kom til mín æva- reið ung kona og sagðist vera búin að fá nóg af kven- semi mannsins sxns. Hún ætl- aði að hella sér' yfir hann og hóta honum skilnaði ef hann svo mikið sem liti á aðrar konur. Við hana sagði ég: „Langar þig raunveru- lega til að fá lausn á þessu máli? Þá ættirðu að fara til mannsins þíns og biðja hann að taka utan um þið. Þegar hann hefur gert það, segir þú við hann: Elskan, ég er sæið. Ég er óhamingjusöm og ég held að þú vitir hvers vegna. Ég er konan þín. Haltu utan um mig og hjálp- aðu mér. Meira þar ekki til. Viður- kenningin á að þú þarfnist ástar hans, getur gei’t krafta- verk þar sem reiðin fær engu áoi'kað. Reyndu þetta og sannaðu til.“ Notaðu hæfileikana. Hjú- skapur þarf ekki að þrengja sjóndeildarhringinn. Ef þú hefur hæfileika til að teikna myndir, skreyta eða yrkja eða bara hvað sem er, þá skaltu ekki láta hann ryk- falla. Notaðu hann til að betrumbæta hjónabandið. Gáfuð stúlka, sem ég þekki og sem útskrifaðist með láði úr menntaskóla, hefur nú eignast þrjú börn og verður að annast allar húsmóðurskyldur, hefur sagt við mig: „Ég þarfnast alls þess sem ég læi’ði i skólan- um til að skilja starf manns- ins míns, hugsa um heimili hans á fullnægjandi hátt og vera vakandi yfir því, sem fram fer í heiminum.“ Það er svo óteljandi margt, sem konan á ekki að gera til þess að hjónabandið verði að ævintýri. T. d. ættt hún ekki að stagast á smá- atriðum, heldur að ganga fram hjá þeim og hún mun komast að raun um að orð hénnar eru miklu þyngri á metaskálunum í stærri efn- um. Hún á ekki að vera hrædd' við að semja Það þarf ekki endilega að vera uppgiöf. heldur er það hátt- ur þroskaðs fólks til að við- urkenna að til eru fleiri skoðanir á hlutunum en Framh. á bls CL. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.