Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 43

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 43
fengi varizt henni eða spyrnt á móti. Það heíði hún heldur alls ekki viijað. 2. KAFLI. „.. .og málið veldur mér eng- um eríiðleikum," skrifaði Lotta i annað bréf sitt heim til Bro- köping. „Mrs. Gardiner talar svo hægt og settlega og Eileen er indæl og skýrir allt fyrir mér. Það er aðeins bílstjórinn sem erfitt er að skilja, því að hann tautar í barm sér. Og þegar ég tala við Paul gleymi ég þvi satt að segja að ég noti framandi tungumál, það kemur alveg af sjálfu sér...“ Hún gerði sér ekki grein fyr- Ir að þessi .sjálfsagði skilning- ur sagði meira um vaknandi ást hennar en hún vildi láta uppi, en foreldrarnir lásu bréfið mörg- um sinnum og litu kvíðafull hvort á annað. Lotta fann til löngunnar hinn- ar nýástföngnu stúlku eftir að tala við einhvern um þann sem tilfinningar hennar snerust um. Hún óskaði þess að hún ætti vildarvinkonu, sem hún gæti skrifað til. En hún hafði ávallt litið niður á þessa þörf stúlkna á því að para sig saman og skiptast á trúnaðarmálum. Nú hlakkaði hún til miðvikudagsins þegar hún myndi hitta Rigmor á námskeiðinu. Ekki vegna þess að hún hefði neinn áhuga á hinni litlausu og feimnu Rigm'or held- Ur aðeins fyrir að hún þarfnað- }st áheyranda. Einhvers sem gæti andvarpað af öfund og sagt: i— Þú segir ekki satt... Enn hafði Paul ekki minnst á ást, en hann hafði sagt að hann hefði aidrei kynnst neinni stúlku eins og henni. Hans vegna gat hún sætt sig við drambsemi og yfirlæti móður hans. Já, hún gat meira að segja stundum kennt í brjósti um Mrs. Gardiner þegar hún hugsaði til þess hve iðrandi og full blygðunar hún myndi verða er hún kæmist að því að það var tilvonandi tengda- dóttir hennar, sem henni fórst svona skammarlega við. Enn hafði Paul vissulega ekkert tal- að um framtíð þeirra, en hann var heldur ekki lögráða ennþá og þau^. höfðu aðeins þekkzt I tæpa viku. Þau höfðu tímann fyrir sér... Og Lotta reyndi ekki að drepa tímann, heldur nota sér hann með þakklátum huga. Starfið varð henni ánægja þegar hún leit á það sem æfingu í skyld- um þeim, sem hún yrði einhvern tíma að gegna. Þegar hún gift- is Paul ætlaði hún að vera búin að kynna sér allt það sem húsmóðir í Englandi þurfti að kunna. Hún horfði á með ákefð, þegar Eileen matreiddi uppáhaldsrétti Pauls, og hamingja hennar átti sér engin takmörk þegar faðir hans sagði einu sinni: — Hún er dugleg, sænska stúlkan. Hann gerði þessa athugasemd við matborðið, eins og hún væri hvergi nærstödd, en henni fannst það síður en svo óviðkunnanlegt. Aðalatriðið var að hann hafði hælt henni. Á daginn sá hún Paul sjaldan. Hann þuríti að umgangast vini sína og hann hafði tennisleikinn og golfleikinn og útreiðartúrana og — svo hafði hann móður sína. Oft sat Mrs. Gardiner við hlið hans í litla sportbílnum og þá var enginn vottur af drambi í fari hennar. Þá ijómaði hún af gleði og hreykni eins og ung stúlka. Sambandið milli móður og sonar var óvenjulega innilegt. Góður sonur varð einnig góður eiginmaður, það hafði Lotta les- ið einhvers staðar. Hún dáðist að þvi hvernig Paul gat tekið hennar málstað án þess að and- mæla móður sinnj. Hann hefði átt að vera sendiheiVa svo sveigj- anlegur og nærgætinn sem hann var. En hann ætlaði að verða mála- flutningsmaður. Það sagði hann henni einn morguninn, þegar hann sat og lék á gitarinn sinn og Lotta gekk um með rykþurrk- unarkústinn, en móðir hans sat inni I bókastofunni og skrifaði bréf. Sennilega hafði aldrei verið eins vel þurrkað af hinum gömlu húsgögnum. Lotta strauk kúst- inum blíðlega yfir sama stólbak- ið hvað eftir annað en hann brosti við henni og söng visur, sem hún skildi ekkert i, nema hvað þær fjölluðu um love og kisses, en það var líka nóg. Jafnvel i nærveru foreldranna tókst honum að sýna henni merki um ást sína. Þegar hún bar íram kaffið eftir kvöidverð- inn gat hann setið með Mahjong, hinn kynhreina pekinghund fjöl- skyldunnar, i fanginu og horft á Lottu en lyft síðan hundin- um upp til hennar og sagt: — Ég held að hann þurfi að fara út. Hundurinn bar henni blíðuatlot hans. Áður en hún sleppti hundin- um út, hélt hún honum upp við brennheitan vanga sinn og strauk mjúkan feldinn sem fing- ur hans höfðu snert. En á næsta augnabliki fór hundui'inn að urra. Eiginlega geðjaðist Lottu alls ekki að honum. Hann var eyðilagður af dekri og mislyndur og silkislaufan um hálsinn á honum gerði hann afkáralegan. Hún óskaði þess að hann hefði heldur verið köttur, en það var ekki eins fínt að hafa kött. Og Gardiner fjölskyldan var afar nákvæm með það, hvað var fint og hvað ekki. — Ef ég ætti svona stórt hús þá skyldi ég halda fjöldann allan af stórveizlum, sagði Lotta við Eileen. Hugsa sér að geta dúkað borð fyrir fimmtíu manns án þess að þurfa einu sinni að færa til húsgögnin. Og í salnum er prýðilegt dansgólf ef gólftepp- ið er vafið upp. — Veizlur eru ekki haldnar á þessum tima árs, sagði Eileen, en teppið geturðu fengið að vefja upp strax á morgun því þá á að bóna gólfið. Eins og á stóð hirti Lotta ekki um að benda á að hún væri ekki ráðin sem hreingerningakona. Hana sakaði ekki þótt hún þyrfti að gegna hinum grófustu og erfiðustu störfum. Hún var ung og sterk og góiffægingin varð HUNANGSGULT-DÖKKGRÆNT-GULTOKKUK LJÓMAGULT ^ÍMflVÍTT SptGfífNT FALKINN 43

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.