Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 41
því, hvað náungi okkar er — í raun og veru? Meðan hann er aðeins óp gegnum lokaðar dyr — óp hungurs eða kvala — og við sjáum hann ekki, þá vitum við ekki, hver þessi jörð er, né heldur hver við erum sjálf. María A. Skagan. • Hjúskapur Framh. af bls. 25. þess eign og að stundum geta þær verið réttari. Látið ekki á ykkur fá, þó að þið og mennirnir ykkar séu ekki alltaf sammála. Hjú- skapur er félag, ekki samruni persónuleika. Ein hamingju- samasta kona sem ég þekki er harðsnúin Repúblikani, en gift manni sem sagði upp góðr'i stöðu til að vinna fyrir Demó- krataflokkinn. Hún segir: „Það er ekkert vandamál. Ég giftist karlmanni, en ekki pólitízkum skoðunum.“ Og hann tekur hlutunum með álíka mikilli ró. Vertu ekki sífellt að klifa á óafturkallanlegum mistökum. Þau henda alla. Bezt er að reyna að læra af þeim og gleyma þeim síðan. Og það verð ég að segja: Sumar kon- ur virðast alls ekki geta þetta, sérstaklega ef maðurinn þeirra á í hlut. Og það er svo margt sem þú átt að gera, ekki síður en það sem þú átt að láta vera. Þrosk- aðu með þér hæfileikann til að njóta sameiginlega, einnig í smáu. Láttu hann njóta með þér bókarinnar, serrt þú ert að lesa, skrýtlunnar sem þú heyrð- ir í gær, sólarlagsins og þess sem hann litli kútur sagði fyrr um daginn. Sameiginleg geðvonzka getur líka verið skemmtileg! Líklega einfaldasta ráðið til að geðjast eiginmanninum er þetta: Reyndu að skemmta honum og gera honum til hæfis. Vill hann hafa þokka- legt í kringum sig? Taktu til- lit til þess. Unir hann sér vel í vinahópi? Lærðu að skemmta gestum hans. Vinnur hann taugaslítandi starf? Gerðu þá heimilið að rólegu afdrepi í há- vaðasamri veröld. Vill hann hafa þig hjá sér? Þakkaðu þá guði og vertu til taks. Svona tillitssemi sýnir ástina í verki og það er ekki hægt að komast hjá að þú fáir hana endur- goldna. „Að eiska og virða þangað til dauðinn aðskilur okkur . . .“ Þetta er hið stórkostlega hlut- verk konunnar og dragðu mikilvægi þess aldrei í efa. Þegar hjónabandsfleytan er annarsvegar má segja að mað- urinn sé aflvélin, en eiginkon- an stýrið — og það er undir stýrinu komið hvar skipið ber að landi! • Ung stúlka óskast Framh. af bls. 34. henni að mæla Lottu út eins og hún væri höfðinu lægri. — Þér hafið greinilega mis- skilið stöðu yðar hér í húsinu, sagði hún með járnkaldri rödd. Hvað þér gerið eftir að þér haf- ið þvegið upp eftir kvöldmatinn kemur mér ekki við, en þegar vinnan er fyrir hendi, verður ekki um neinar skemmtanir að ræða. — Ég hef ekkert minnst á skemmtanir... — Gjörið svo vel að mótmæla ekki, slíkt á ekki við. Þér getið farið núna. Lotta stóð þarna með hálf- opinn munn, en hún virtist allt annað en glefsgjörn. Það vant- aði ekki mikið á að neðri vörin byrjaði að titra.. En nærvera Pauls neyddi hana til að halda sér í skefjum. Hún gaut augun- um snögglega í áttina til hans — og þá skeði hið ótrúlega: Það var ekki nóg með að hann brosti til hennar heldur depiaði hann til hennar öðru auganu. Það var ekki daðurslegt augnatillit, held- ur merki um samúð og skilning. Augu hans sögðu: Kærðu þig kollótta um mömmu, ef þú bara tekur hana eins og hún er, þá ættum við að geta haft það skemmtilegt saman. Já, það var hughreysting og loforð, og þegar Lotta bar fram kvöldverðinn sýndi hann að loforðið var ekki innantómt. Án þess að líta á hana fékk hann sér sneið af lambasteikinni og sagði við móður sína: Það er dásamlegt að vera kominn aftur heim. Það er enginn staður á jarðriki eins fallegur og gömlu fallegu garðsvalirnar okkar. Hér heyrist ekki í neinum bílum, að- eins fuglasöngur... Mrs. Gardiner iagði hendi sína yfir hönd háns. — Elsku drengurinn minn, sagði hún hlý- lega. Það gleður mig að þú kannt enn að meta gamla heim- ilið þitt. Ég vildi aðeins að hann faðir þinn hefði það í jafnmikl- um metum. Mr. Gardiner var kominn aftur úr ferðalagi sinu, en Lotta hafði varla séð hann. Hann kom og fór og lá ailtaf jafnmikið á. Enn hafði hann ekki borðað eina ein- ustu máltíð heima hjá sér að undanteknum morgunverðinum, sem hann snæddi í herbergi sínu eins og kona hans. Lotta hafði borið inn bakkann, vakið hann með því að bjóða hæversklega góðan dag, og sótti siðan bakk- ann aftur, þegar húsbóndinn var horfinn til skrifstofu sinnar. — Ef pabbi væri heimakærari, þá myndi hann ekki hafa efni á að halda slíkt heimili sem þetta, benti Paul á og á meðan móðir hans fékk sér af steikinni, leit hann beint framan í Lottu og bætti við: — En þvi miður lætur þú mig alltaf sitja einan á svölunum, mamma litla. Þú hugsar meira um fegrunarsvefn þinn en næturgalana ... og þeir byrja ekki að syngja fyrr en um tíu leytið. Lotta tók dansspor niður stig- ann. Klukkan tíu á svölunum, hugsaði hún, lagði frá sér tómt steikarfatið og vafði sjálfa sig örmum til þess að rifja upp fyrir sér hvernig það væri að vera föðmuð. — Segðu mér eitthvað um Paul, bað hún meðan Eileen lagði fram eftirréttinn. Ekkert var Eileen betur að skapi. Hún elskaði drenginn, sem hún hafði séð vaxa úr grasi og ávallt hafði getað vafið henni um litlafingur sinn. Brún augu hans voru nákvæmlega eins og flauel, sagði hún, og hann var svo brjóstgóður að hann gat grátið yfir vængbrotnum fugli. öll dýr og öll smábörn hændust að honum. — Og stúikur? Skaut Lotta inn L — Stúlkurnar elnmg, ja, &V- ar, hann er hi’eint og beint ómót- stæðilegur. Jafnvel meðan hann gekk í kjól var hann sannkall- aður herramaður. Hann var van- ur að koma og setjast í kjöltu mína og betla um sætindi. Frúin var hrædd um tennur hans, en hjá mér var alltaf eitthvað góm- sætt að fá. Já, það var þegar ég bjó uppi í herbei’ginu, sem þú hefur núna. Enn í dag get ég heyrt tiplandi fótatak hans í stiganum. Lotta varð alvarlega hneyksl- uð á sínum eigin hugsunum, er hún heyi'ði í anda fótatak Pauls í stiganum upp að herbergi sínu. Og þó, hugsáði hún og hnykkti óafvitandi til höfðinu. Ef mað- ur var ástfanginn af einhverj- um, var þá nokkuð eðlilegra en slíkar hugsanir? Þótt hún væri auðvitað enn ekki orðin ástfang- in af Paul. Hún þekkti hann varla neitt. En í kvöld ætlaði hún að kynnast honum. Klukkan tíu á svölunum, þegar Eileen væri farin heim og frúin sofnuð sinum þyrnirósarsvefni og næt- urgalarnir byrjaðir að syngja. Það var meira að segja tungl- skin og Lottu fannst hún vera eins og kvenhetjan í einhverri rómantízkri kvikmynd, þegar hún smeygði sér út um eld- húsdyrnar. Gripin skyndilegri feimni gekk hún niður í skrúð- garðinn í stað þess að fara upp á svalirnar. Hversu vingjarnleg- ur sem hann virtist þá væri ekki vitui’legt af henni að hlaupa eftir minnstu bendingu frá honum, hugsaði hún og vildi breyta feimni sinni i heilbrigða skyn- semi. En dynjandi hjartsláttur- inn átti ekkert skylt við heil- brigða skynsemi. Ef hann blístrar, þá kem ég ekki, hugsaði hún og vissi að hún myndi koma samt. En hann blístraði ekki. Hann hafði kom- ið auga á ljósan kjól hennar milli vel hirtra skrautrunnanna og allt í einu stóð hann fyrir framan hana og sagði með vel leikinni undrun: — Gazt þú ekki heldur sofið? En sú heppni að ég skyldi koma auga á þig. Alveg síðan ég sá þig í morgun hefur mig langað til að kynnast ■þér. Segðu mér eitthvað um sjálfa þig ... Hver ertu? Aldrei hafði Lotta, með sín nítján ár, hitt svo kurteisan og nærgætinn ungan mann. St.nsk- ur piltur myndi hafa tekið um herðar henni og sagt umbúða- laust: — Jæja, þú komst þá ... En Paul gekk aðeins við hlið hennar og lét hana ræða um sjálfa sig og þegar hún hafði lokið máli sínu, sagði hann: — Mamrna hagaði sér illa við þig í dag, en ég vildi ekki veita þér lið. Ég vildi að þú yrðir kyrr heima í kvöld, svo ég gæti séð þig aftur. Mamma virðist nokk- uð snúin stundum, en hún mein- ar ekkert illt með því. Hún er alin upp á gamaldags vísu ... FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.