Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 34
sportbíl, með blæjuna dregna niður. Lotta stóð út við glugga og sá hann; hún sá sólina stafa geislum sinum á jarpt hár hans og hjarta hennar æddi af stað með alla hennar heilbrigðu skyn- semi. Aldrei hafði neinn hlýtt bjöllunni jafn fúslega og hún þegar hringt var úr forsalnum. — Frúin hringdi, sagði hún með andköfum en leit ekki á frúna heldur á unga manninn, sem stóð þarna og brosti við henni undrunar og ánægjubrosi, kom til hennar og heilsaði með handabandi og sagði: — Sæl, ég er Paul. Og þú ert Lotta, sem mamma lét senda sér frá landi ísbjarnanna. — Lotta, ekki Lotte, sagði hún til að leiðrétta framburð hans og þau hlógu bæði þegar hann reyndi að hafa upp eftir henni. — Vildi Lotta gjöra svo vel að bera farangur sonar míns upp, srgði Mrs. Gardiner stuttaralega og sneri við þeim baki með van- þóknun og hvarf inn í bókastof- una. — Það er nú varla hægt að láta stúlku bera fyrir sig ferða- töskurnar, andmælti Paul og tók af Lottu ferðatöskuna sem hún var í þann veginn að lyfta upp. Hönd hans straukst við hendi hennar, hann brosti aftur og sagði: — Ég hélt að það væru ýkjur að allar sænskar stúlkur væru laglegar, en það virðist vera heilagur sannleikur. Eftir það leið ekki á löngu áður en Lotta stóð fyrir framan spegilinn í herbergi sínu og reyndi að sjá sjálfa sig með augum Pauls. Var hún í raun og veru iagleg? Heima í Broköp- ing í Smálöndum hafði hún aldrei efast um það. Hún hafði átt nóg af kunningjum bæði á skólaárunum og eftir að hún fór að vinna í Sparisjóðnum. Einn pilturinn hafði meira að segja sagt að hún væri eins og innrammað listaverk þar sem hún sat í gjaldkerastúku sinni. Hárið var reyndar ekki sem verst, gullbjart með rauðleitum blæ, sítt og hálfslétt með upp- sveigðum broddum. Og húðin var gallalaus ef hún púðraði yfir freknurnar. Munnurinn var í stærra lagi en það gerði ekk- ert til, það gaf henni aðeins skemmtilegan svip. Og tennurn- ar voru mjallhvítar og beinar. Glefsgjarnar myndi einhver hafa kallað þær. Hún hnykkti til höfðinu og brosti og reyndi að sýnast glefsgjörn, en siðan stik- aði hún niður til Mrs. Gardiner og sagðist ætla að taka eftir- miðdagslestina því nú þyrfti hún að fara á námskeiðið. Mrs. Gardiner hafði oftsinnis verið stutt í spuna en hún hafði aldrei áður sýnt af sér ómeng- aða vonzku. Það gerði hún núna. Hún stóð snögglega upp af dýr- indis chippendalbekknum og þrátt fyrir smæð sína tókst Framh. á bls. 41. HÖSEIGENDUR ALCON 1“ dæiurnar eru auðveldar í notkun, hafa lágan brennslukostnað, og eru mjög létt- ar. Við höfum selt tugi slíkra dæina, og aliar hafa reynzt framúrskarandi vei. ALCON 1“ dælan dælir 7000 ltr. á klst. Verð kr. 4.906,00. Slöngur, barkar og rafmagnsdælur í flestum stærðum fyrirliggjandi. ÚTVEGUM % g AILAR GERÐIR OG \ ™ CTIEDAIB » P aviiiia | | STÆRÐIR AF DÆLUM^ GiSLI JÓNSSON & CO.HF. SKÚLAGÖTU 26 S'lMI 11740 JAMES BOIVÐ - JAMES BOND - JAMES BOJXD Njósnarinn og kvennagullið JAMES B0ND 007 - 007 í nýrri sögu: I þjónustu hennar hátignar JAMES BOND sögurnar seljast nú meira um allan heim en nokkrar aðrar njósnarasögur. í þjónustu hennar hátignar er komin i bókaverzlanir um allt land. JAMES BOAD - JAMES BO XD - JAMES BO XD 34 FALKINM

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.