Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 45

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 45
GERVITENNUR? Á sama hátt og milljónir manna um allan heim, sem hafa gervitennur, gefst yður nú kostur á meiri þœgindum, meira sjálfsör- yggi og meiri ánœgju við matborðið vegna þess að gervitennurnar bíta betur. Aðeins smáskammtur af Corega-dufti í gómana og þér mœtið önnum dagsins með öryggi og sjálfstrausti. Yður er nú unnt að tyggja jafnvel „erfiðan" mat, drekka reglulega heita drykki, brosa, tala og gera að gamni yðar við hvern sem er, án þess að þurfa að hugsa um gervitenn- ur yðar. Biðjið lyfjaverzlun yðar um Corega strax. COREGA Denture Fixative Powder pharmaco Inc, P. O. Box 1077 Reykjavík, Iceland. henni með ískulda. Og auk þess mun ég þurfa yðar við aiit kvöld- ið. Paul bjargaði málinu við með því að segja við hina fögru móð- ursystur sína: — Það er fallegt á kvöldin hérna úti á svölunum. Lotta skildi boðin og sagði ekki meira. En hún var mjög rjóð í kinnum og augu hennar voru dökk af bræði á meðan hún tók fram af borðinu og bar inn ábætinn. Venjulega var ékki borið fram vin með ábætinum, en nú hafði Eiieen tekið tappann úr rykfall- inni portvínsflösku, sem Lotta var send með upp. Konurnai fóru inn í setustofuna til að drekka kaffi en karlmennirnir urðu eftir við matborðið. Lotta var í þann veginn að helli í glösin þegar síminn hringdi og Eileen tilkynnti að einhver vildi taia við Paul. John sat einn eftir við hið stóra matborð; hann rétti Lottu tómt glas sitt um leið og hann sagði brosandi: — Þá erum við loksins ein. Setjist hér hjá mér og segið mér eitthvað um yður sjálfa. Mér var sagt að þér vær- uð frá Svíþjóð. Ég hef alltaf haft áhuga á því landi. — Ég heid ekki að það eigi við að ég setjist hérna, sagði Lotta og skaut augunum til dyra. Hann hló eins og hún hefði sagt eitthvað bráðfyndið. — Yður hlýtur að líða bölvanlega hérna. Ég gat ekki varizt því að heyra hljóðið í hinni ágætu húsfreyju okkar. 1 rauninni er það regin- hneyksli hvernig farið er með margar af þessum útlendu au pair stúlkum. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa grein um það. Ég myndi gjarnan vilja eiga viðtal við yður... — Þakka yður fyrir, en þá hafið þér snúið yður til rangrar manneskju sagði Lotta í flýti. Ég hef alls ekki undan neinu að kvarta, þvert á móti. Hún hugsaði með hryllingi til þess hvað Paul myndi segja, ef hún léti hafa eitthvað óviður- kvæmilegt eftir sér um hina eiskuðu móður hans. Enda þótt ekki væri búið að taka hana inn i fjölskylduna ennþá, þá yrði þess ef til vill ekki langt að biða. Og það var ekki hægt að tala illa um sina nánustu, hversu mjög sem manni sinnaðist við þá. — Það leyfi ég mér að efast um, sagði John hægt og leit rannsóknaraugum á hana. Þegar hún svaraði ekki, bætti hann við: — Ef yður snýst hugur, getið þér leitað mig uppi. Hann dró nafnspjald upp úr vasa sinum og hún tók við þvi og las: John H. Hewitt, Morning Express, London. Helzt af öllu hefði hún viljað rífa spjaldið í tætlur til að sýna honum hve iítinn áhuga hún hefði fyrir hon- um og viðtölum hans en hann var þó gestur í húsinu og greini- lega verðandi mágur Mrs. Gardi- ner. Þess vegna stakk hún spjaldinu i vasánn á litlu svunt- unni — sem ætluð var fyrir þjór- fé haíði Eileen sagt — pg ætlaði að draga sig í hlé. — Þér fáið auðvitáð greiðslu fyrir viðtalið, heyrði hún glað- lega rödd John H Hewitt segja að baki sér. Lotta sneri sér snarlega við; hún gleymdi allri glæsimennsk- unni í kringum sig, lagði hend- ur á mjaðmir og sagði æst: — Mér skuluð þér ekki reyna að múta til þess að Ijá yður efni í hneykslisgreinar. Ef ég þarfn- aðist hjálpar mynduð þér verða sá síðasti sem ég sneri mér til. Ef ég þarf á peningum að halda, get ég unnið fyrir þeim. — Sei, sei, það vantar ekki dugnaðinn í stúlkuna, sagði hann með drafandi hæðnisrómi. — Nei, finnst þér það? Það var rödd Pauls sem heyrðist úr dyragættinni. Hann brosti ofur- lítið til Lottu um ieið og hann fór framhjá henni til sætis síns. Hann gat ekki hafa heyrt móðgandi raddblæ gestsins, hugsaði Lotta á meðan hún hellti í glasið hjá honum. Þá hefði hann orðið bálreiður. Hann myndi hafa tekið málstað hennar og fleygt þessum blaðasnáp á dyr. En Paul var sjálfur svo göf- ugur og góður. Hann gat vitan- lega ekki grunað að gestur á hans eigin heimili.væri að reyna að ginna. hana til að tala illa um fjölskyldu hans. Hún var í uppnámi þegar hún sneri aftur til eldhússins þar sem Eileen beið forvitin og spurði hana út úr um John. Þetta var greinilega í fyrsta skipti, sem hann var gestur í húsinu. — Heldurðu að þau séu að draga sig saman, hann og Miss Patri- cia? Hvernig er hann? Lítur hann vel út? Virtist hann ást- fanginn i henni? Lotta varð að hugsa sig um til þess að geta lýst útliti hans. Grá, skarpskygn augun voru svo áberandi í andliti hans að drætt- irnir virtust ekki skipta máli. — Hann var langur og mjór, sagði hún. Nema breiður um herðarnar. Hann er blaðamaður, en hann ieit samt ekki út fyrir að vera skrifstofuþræll, heldur þvert á móti, skilurðu hvað ég á við? Og svo var hann rauð- hærður. — Hamingjan hjálpi okkur, hann er þó aldrei íri? spurði Eilenn af slíkii einlægni að Lotta gat ekki gert að sér að reka upp hlátur. — f hátterni minnti hann meira á Ameríkumann, sagði hún og hún gat einmitt vel hugs- að sér John H. Hewitt sitja með fæturna upp á skrifborðinu og hattinn á höfðinu, eins og blaða- menn gerðu í amerískum mynd- um. — Þá vona ég sannarlega að ekki verði hjón úr þeim, sagði Eileen kvíðin. Það vonaði Lotta einnig. Hún myndi eiga i nógum brösum við hina nýfengnu fjölskyldu sina þótt hann færi ekki að giftast inn í hana líka. Það gæti svo sem verið nógu skemmtilegt að sitja sem jafningi hans við mat- borðið. Þá yrði komið að henni að setja upp þennan glaðklakka- lega illkvittnissvip. Hún myndi aldrei þurfa að minna hann á þessa ómerkilegu tilraun hans í dag, en hún myndi helöur aldrei ieyfa honum að gleyma henni. — En hvað það er nú annars sp"nnandi að iifa, sagði hún vfir uppþvottinum og gleymdi því gjörsamlega að hún hafði þegar verið tvær vikur í Englandi án þess að hafa svo mikið sem látið innrita sig á námskeiðið, sem átti að veita henni aukin rétt- indi og þar með launahækkun þegar hún kæmi aftur heim til Broköping. Broköping virtist henni eins fjarlægt og það væri í öðrum heimi. Þegar hún færi þangað aftur yrði það aðeins stutt heim- sókn, meðan foreldrar hennar undirbjuggu brúðkaupið. Hún velti því fyrir sér með kviða hvort gamli presturinn þeirra myndi kunna nóg í ensku til þess sð þýða vígsluorðin. Alvariegri áhyggjur hafði Lotta pkki og enn hafði hún enga buamynd um þá erfiðleika sem biðu hennar í þessu nýja FÁLKINN 45

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.