Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 38
Borðstofuhúsgögn úr tekki, palisander og eik Getum boðið upp á mjög fjölbreytt úrval af borS- stofuhúsgögnum inniendum og erlendum. Athug- ið að við seljum húsgögn frá flestum húsgagna- framleiðendum landsins og þekktum erlendum fyrirtcekjum, SKEIFAN • Sáifræði Framh. af bls. 19. gang refsingar, sem kemur til með að hafa í för með sér breytta afstöðu þess, sem refs- ingunni sætti, til þjóðfélagsins. Vandamálið er, eins og Gil- bert og Sullivan sögðu „að láta refsinguna falla að glæpn- um,“ en um þetta mál eru skoð- anir almennings ætíð breyti- legar. Auga fyrir auga var fljótleg og örugg leið, en þó frumstæð refsingar'aðferð, sem einu sinni hafði gildi, því ekkert heildar- magn samvizkubits eða pen- inga eða fangelsistíma gat fært þeim eineyga augað aftur (þó aað sé kannski mögulegt í dag, neð uppskurði). Vissulega get- r þjófur, innbrotsþjófur eða æningi skilað þýfinu aftur alveg eins og að vera að refsa honum fyrir að hafa tekið það, en árásarmaðurinn gæti haft gagn af þvi að finna hvernig það er að láta ráðast á sig, sam- kvæmt auga-fyrir-auga-refsing- unni. Hvort morðinginn verð- skuldar líflát eða lífstíðarfang- elsi er vafaatriði. En mun líf- lát hans gera fórnarlambinu kleift að eignast nýtt líf? Eiga skattgreiðendur skilið að þurfa að halda honum uppi það sem eftir er í fangelsinu? Á að láta hann lausan, ef hann iðrast gerða sinna? Á að reka hann úr landi? Hvaða refsing er bæði réttlát og raunhæf? Á síðari tímum hafa menn fremur aðhyllzt styttri fang- elsistíma, fyrst og fremst Vegna þeirrar kennisetningar að lengri fangelsisvistir geta breytt iðrun í algera uppgjöf, tækifæri þess ákærða til þess að byrja aftur nýtt líf og eru svo byrði fyrir þjóðfélagið. í flestum fangelsum er betrunar- starfið byggt á sálfræðilegum grundvelli til þess að komast fyrir rætur meinsins, lækning- ar til þess að hjálpa þeim, og ráðleggingar sem lúta að því að finna hentuga atvinnu fyr- ir þá, sem byrja nýtt líf, þeir geta í raun og veru undii’búið sig, meðan þeir eru að afplána dóminn. í einu tilfelli fékk ungur maður réttláta refsingu, en hann hafði rænt sparifé konu nokkurrar, sem hún ætlaði til góðgerðarstarfsemi. Ungi mað- urinn var dæmdur til þess að vinna verk konunnar í ár, en á þeim tíma gat hann unnið sér nóg inn til þess að endur- greiða það sem hann hafði hann öðlazt slíka þekkingu og virðingu fyrir þessu skipulagi, að hann hélt þessu starfi áfram, þegar hann var orðinn frjáls. Ef ríkur maður er sektaður, fær háa sekt, getur það gert hann löghlýðnari, vegna þess að honum þykir vænt um pen- ingana sína og er sæi’ður vegna þessarar refsingar, hún er ef til vill það eina, sem hann skilur. Svangi brauðþjófurinn þarfnast vinnu, — það þarf ekkert að vera nein fin vinna. Sá ungæðislegi, sem ólmur sækist eftir einhverju spenn- andi ætti að fá vinnu sem fall- hlifarhermaður eða kafari. En samt sem áður á allt refsingarréttlæti að vera undir ströngu eftirliti laganna, og allir eiga að vera jafnir, áður en lög fjalla um mál þeirra, jafnt herramaðurinn sem hinn aumasti betlari. Ef til dæmis 40 kílómetra hraði er löglegur á breiðgötu í ákveðinni borg, en sakir þess hve dreifðir þeir eru geta þeir, sem keyra á bifhjólum keyrt með 60 kílómetra hraða án þess að eiga það á hættu að vera teknir fastir, þá sjá hinir „hægfara“ bifhjólamenn það í hendi sér, að það borgar sig að sneiða hjá lögunum fremur en að láta hina bifhjólamenn- ina sneiða hjá sér. Ef að fjárhættuspil væru gerð að einhverjum glæp myndu þá fleiri veðja og fleiri veðbankar rísa upp heldur en ef það er ekki álitið löglegt? FALKJNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.