Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 46

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 46
FEGURÐ - LÍFSGLEÐI - HAMINGJA ERU ÓSKIR ALLRA STÚLKNA — OG FAGURT UTLIT STYÐUR AÐ UPPFYLLINGU ÞEIRRA, snyrtivörurnar ásamt góðri umhyggju, er öruggasta hjálpin til aukins kvenlegs þokka. V A L 91 O i L, Laugavegi 25, sími 221 38. landi, sem hún hélt að hún hefðji þegar lagt að fótum sér. 3. KAFLI. Þetta kvöld var svalt á garð- svölunum. Paul gekk fram og aftur á meðan hann beið og Lotta sá glóðina í vindlingi hans hreyfast eins og eldflugu. Gras- ið var döggvott undir fótum hennar en henni var ekki kalt. Hún hafði farið úr svarta stofu- stúlkukjólnum og klæðst síðbux- um og þykkri peysu. — Þennan klæðnað myndi mamma ekki láta viðgangast, sagði Paul brosandi og kyssti hana snögglega eins og venja hans var þegar þau hittust. — Lætur hún viðgangast að við séum svona mikið saman? Spurði Lotta og fann á sér að það myndi ekki vera margt í fari hennar, sem Mrs. Gardiner geðj- aðist að. Paul hló. — Þú heldur þó ekki að mamma viti um þessar tunglskinsnætur okkar? Hún er ágæt og skilningsrík á margan hátt en hún getur aldrei skilið að ég er orðinn fullþroska karl- mnður. Ef hún vissi að ég er ástfangin af þér, myndi hún verða svo afbrýðisöm að ég er hræddur um að hún myndi senda þig heim. — Ertu það þá? Spurði Lotta og hélt niðri í sér andanum, því þótt hann hefði sýnt henrii tilfinningar sínar á þúsund misj; munandi vegu, þá var þetta i fyrsta skipti sem hann lýsti þeim berum orðum. Hann tók um hnakkann á henni og horfði djúpt í augu; hennar. — Vissirðu það ekki?; Strax í fyrsta skiptið sem ég sÉ þig ... þar sem þú stóðst þarna með sitt hárið slegið um herðarn- ar og horfðir á mig stórum blá- um augum ... þá þegar vissi ég að ég yrði að eignast þig. — Og nú áttu mig, hvíslaði Lotta og snart hár hans og vanga, sem enn voru mjúkir eins og á dreng. Hún lét fingurgóm- ana strjúkast við varir hans og hún brosti þegar hún fann hvernig hann herti takið utan um hana. — Á ég þig? tautaði hann og kyssti hana. — Þú ert svo heit og lifandi, Lotta. Aðrar stúlkur eru tilgerðarlegar og teprulegar, ef manni verður á að taka of fast á þtíim, en allt við þig er ósvikið. Þú kannt ekki að látast. — Hvers vegna ætti ég að gera það? Ég elska þig og þér þykir vænt um mig ... Hin fögru ástarorð voru stöðv- uð af mjög hversdagslegum hnerra. — Þú ert að kvefast, sagði Paul skyndilega. Er þér kalt? Eigum við ekki að fara upp í herbergið þitt í staðinn? Hún hristi höfuðið. Hún hafði ekki brjóst í sér til að segja hon- um að herbergið væri svo ljótt, því að hún vildi ekki gagnrýna neitt á heimili hans. Auk þess vissi hún að sokkar lágu á víð 46 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.