Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 24
hátta, hugsaði hfln, annars hefðu þeir ekki farið. Þeir hefðu beðið éftir henni eða hringt til Bab- éocks. Þá vissi hún hvað hún Vildi helzt gera. Hringja í Bab- cock. Kiukkan var aðeins kortér yfir eitt. Hann myndi ekki hafa neitt á móti því, hann var vanur símhringingum á nóttunni. Og það var lengra áliðið en nú, nóttina sem hann kom til henn- ar og bað hana að taka starfið að sér. Hann dáði Mrs. Manson. Hún fór aftur inn í herbergið og brosti eðlilega. „Ég ætla að fara niður og ná þér í vatn að drekka. Isvatn. Þér er sama þótt ég fari frá þér svo örstutta stund." Hún beið ekki eftir svari í augum Mrs. Manson. Hún vildi komast burt, hún viidi heyra hughreystandi rödd doktor Bab- cocks, glymjandi hlátur hans. Hann myndi segja henni að of- sjónir væru algengt fyrirbrigði Í tilfeilum eins og hjá Mrs. Man- son; hann myndi segja að hann kæmi undireins. Hún lokaði dyrunum hljóð- lega og gekk niður á fyrstu hæð- ina, héit sér fast í stigahandriðið en kveikti ekki ljósin. Hún vildi ekki vekja hin. Ekki nema að nauðsyn bæri til. Aftarlega í anginum þreifaði hún eftir eid- úshurðinni. Hvergi heyrðist minnsta hijóð. Og ég var að gera mér hugmyndir um Bruce Cory, hugsaði hfln spottandi. Ég hafði tilsvörin á reiðum höndum. Hann veit ekki einu sinni að ég er til. Þegar hfln var komin heilu og höldnu innfyrir, lét hún aftur hurðina á eftir sér og fann ijós- rofann. Eldhússíminn var fögur sjón í sterkri, skærri birtunni. Ráðskona doktor Babcocks svaraði í simann eftir langa mæðu. Miliy kannaðist lítillega við konuna, en sagði ekki til sín. „Gæti ég fengið að tala við doktor Babcock?" „Hann er ekki við.“ Henni féll allur ketill í eld. „Vitið þér hvar hann er? Þetta er töluvert áríðandi." „Nei, ég veit það ekki. Það var hringt til hans um tíu leytið og hann hefur ekki komið siðan. Viljið þér að ég taki skilaboð?" „Nei. Nei, þökk fyrir. Ég. — Sagði hann hve lengi hann myndi verða?" „Hann sagðist ekki vita það. Hann sagði að það gæti orðið seint og að ég ætti að loka hús- inu. Mér virðist ekki ótrúlegt að það muni vera fæðing." „Nú, svoleiðis, ég býst við — jæja, ef hann kemur innan stund- ar" — Hún hugsaði sér Babcock hringja dyrabjöllunni, vekja allt húsið, Emmu Hattie, Mr. Man- son, Bruce Cory. Hún sá fyrir sér Emmu og Hattie gægjast út um dyragættir, Mr. Manson og Bruce Cory í baðsloppum með úfið hár hendast niður stig- ann. Það fóru að renna á hana tvær grimur. Þeim gæti fundizt það ósvífni af henni að kalla á lækninn án þess að ráðfæra sig við þá. Og setjum nú svo, að eftir allt þetta umstang færu þau upp og fyndu Mrs. Manson sofandi. Að hún hefði sofnað þrátt fyrir allt, uppgefin af sín- um eigin ímyndunum. Það kom stundum fyrir. Þeir myndu halda að það væri hún sjálf, sem ekki væri með réttu ráði. „Jæja?“ Rödd konunnar var óþolinmóð. „Eruð þér enn þarna, og ef þér eruð það, hvað viljið þér þá að ég geri?" „Æ, fyrirgefið. Ekkert, þakka yður fyrir. Ég tala við doktor Babcock í fyrramálið." Hún lagði heyrnartólið á. Hún gæti hringt aftur. Eftir klukkustund eða svo, ef Mrs. Manson væri enn vak- andi. Hún fyllti glasið af vatni úr flösku í kæliskápnum og fór aftur sömu leið og hún kom. Hún horfði á dyrnar og beið eftir að Miss Sills kæmi aftur. Miss Sills var búin að vera leng- ur en hún þurfti til að ná í glas af vatni, og það var gott. Það var gott ef það merkti að Miss Sills hefði staldrað í eldhúsinu til þess að búa sér til kókó. Hún gerði það stundum. Ef hún gerði það í nótt, ef hún drykki kókó, sem hún hefði búið til sjálf, þá myndi hún ekki verða þyrst, þá myndi hún ekki drekka mjólk- ina úr hitaflöskunni. Stundum drakk hún það sem eftir var af mjólkinni í hitaflöskunni. AHir vissu um það. Miss Sills sagði öllum frá þvi og hló. Ef hfln ' drykki mjólkina i nótt... Þegar hendurnar höfðu kom- ið, hafði hún reynt að æpa. Hún hrópaði þögul af hjarta og sál meðan Emma svaf við eldinn. Hún horfði á dökka, ólögulega hrúguna, sem skreið framundan skerminum og veltist um gólfið, dró á eftir sér digrar, gular hendurnar. Hendur þar sem fæt- ur áttu að vera. Það var nógu stórt til að standa upprétt, nógu sterklegt, en það gerði það ekki. Það reis og hneig eins og þykkt, svart hlaup og gaf frá sér hljóð sem líktist hlátri. Síðan fór það leiðar sinnar. Klukkan á arinhillunni tifaði áfram. Mínútur liðu, ótaldar. Hún hafði augun á skerminum. Þá opnuðust dyrnar að her- bergi hennar hljóðlega og hún leit þangað í von og vítiskvöl. Emnia, Eninia. Reyndu að heyra til mín, Emnia. Hún horfði á þögla hreyfing- una yfir mjúkt gólfteppið, sá tvö lyfjahylki opnuð lipurlega og innihald i þeirra bætt í mjólkur- flöskuna. Hylkin fyllt á ný úr talkúmbrúsanum hennar, helm- ingana skeytta saman og látna aftur í lyfjaglasið. Hún var ekki virt viðlits, fremur en hún væri ekki til. Eins og hún væri hvergi nærri. Á þeirri stundu var hún svo gott sem dáin ... Framh. í næsta blaði. Dönsku HAMMERSHOLM vindsæng- urnar aftur fáaniegar í fimm mismunandi gerðum, — mikið litaúrval — árs ábyrgð — verð frá kr. 558.00. Loftdælur fyrir vindsængur — tvær stærðir — verð kr. 84.00 og 98.00. Höfum einnig alls konar viðleguútbúnað svo sem; Svefnpokar — bakpokar — picnic-sett og m. fl. PÓSTSENDUM U M LAND ALLT BURÐAR GJALDSFRÍTT SPORTVAL Laugavegi 1,8 >> | \Tf HafnarfirSi sími 11,890. ' ' ^ Sími 51SS8. 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.