Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 33
„Hvað sagði ég ekki?“ lauk hún bréfinu sigri hrósanúi. „Þið voruð svo hrædd við að sleppa mér að heiman, en þetta bless- ast alít.. Sömu orðin hafði hún notað til að hughreysta Rigmor, sem var feimin og uppburðarlítil gagnvart öllu nýju. Lotta hafði reynt að reka af henni feimnina. „Maður verður að hafa trú á sjálfum sér, annars þora engir aðrir að trúa á mann,“ hafði hún sagt, og fundizt hún vera vitur og lífsreynd með sín nítján ár. Eins og hana renndi þegar grun í þá erfiðleika sem biðu hennar í nýja landinu, sór hún þess eið að bera höfuðið hátt, hvað sem á dyndi. Það sem skeði næst var það, að Eileen bauð henni að koma og drekka te niðri í eldhúsinu. Lotta ieit forviða í kringum sig í þröngu og dimmu, ótízkulegu kjallaraeldhúsinu. Það varð henni hálfgert áfall eftir allan íburðinn og þægindin sem hún hafði orðið vör við í hinum hluta hússins. En teið var gott ef hún gætti þess að hella ekki út í það upphitaðri mjólk eins og Eileen gerði. — Og hvað er ætlast til að ég geri? Spurði Lotta, sem var svo full af eirðarlausri starfsorku, að hún hefði með ánægju hafizt handa á stundinni. — Það mun frúin sjálf skýra yður frá, sagði Eileen með undanfærzlum og nærri lá að meðaumkunar gætti í rómnum. Einmitt í þessu hringdi bjalla og Eileen leit í skyndi á gamaldags ljóskassa yfir eldhúshurðinni. — Þegar kviknar á eitt, þýðir það að hringt hafi verið úr bókastofunni, útskýrði hún. Ég skal fylgja þér þangað upp því að það ert þú sem frú- in vill tala við. Yfir diskaskápnum var lítill spegill og Lotta flýtti sér nú að lagfæra á sér hárið og setja upp mátulega auðmjúkt bros. „Erigin húsmóðir með viti lætur þig ganga með hárið svona sítt. nema þú setjir það upp,“ hafði móðir hennar sagt. Þá hafði hún látið sig einu gilda, en þegar hún stundarkorni seinna stóð andspænis Mrs. Gardiner var hún óþægilega vör við ljósa hárlokkana, sem féllu niður um axlir hennar. Mrs. Gardiner var lítil, þokkafull kona með vel hirtar en ólakkaðar neglur, brúnt stuttklippt hár og lítið en smekklega förðuð. Hún leit út fyrir að vera töluvert yngri en hún hlaut að vera þegar tekið var tillit til þess að hún átti tvítugan son. — Kæra barn, hvað þér eruð stór sagði hún og kom Lottu til að^ finnast hún vera tröllvaxin. — í Svíþjóð er ég talin vera af meðalhæð. — Þér misskiljið mig. Ég átti við það að þér eruð miklu þroskaðri en ég hafði átt von á. Þá brosti Lotta því þetta var einmitt það sem hún gerði sér far um að sýnast. Að minnsta kosti var hún enginn skóla- krakki Iengur. Hún hafði séð fyrir sér sjálf í þrjú ár. Það að hún hafði aldrei áður farið út í heiminn stafaði eingöngu af smáborgaralegum ótta foreldra hennar og ekki af skorti á framtakssemi af hennar hálfu. Mrs. Gardiner nefndi ekkert frekar um störf þau sem vænzt var af Lottu. í stað þess hafði hún skrifað lista yfir hin ýmsu verkefni, á þykkan, bleikfjólubláan pappír, með fallegri og æfðri en að því er Lottu viðkom ólæsilegri rithönd. En hún vildi ekki spilla þessum fyrsta fundi með því að benda á að hún gæti ekki lesið orðin. Hún gæti spurt Eileen um þau á eftir. Eftir fyrirsögn Eileen skrifaði Lotta annan lista og upp- götvaði þá sér til skelfingar, að dagar hennar voru skipulagðir frá morgni til kvölds og það jafnvel miðvikudagarnir, þegar hún átti að sækja námskeið í London. — Mrs. Gardiner hlýtur að hafa gleymt því, en ég ætla að minna hana á það á morgun, sagði Lotta ákveðin og hún missti ekki kjarkinn þótt eina svarið sem hún fékk frá Eileen væri lítið meðaumkunarandvarp. Hún fékk þó ekki tækifæri til að ræða málið frekar morgun- inn eftir, þar sem Mrs. Gardiner snæddi morgunverð sinn í rúminu og hvarf síðan út í bilinn, sem bilstjórinn hafði ekið að húsdyrunum. Það verður þá að biða til hádegisverðar, hugsaði Lotta á meðan hún sópaði og þurrkaði ryk og furð- aði sig á því að venjuleg ryksuga skyldi ekki vera til í húsinu. Vélar hlutu að vera litnar tortryggnisaugum f þessu landi, hugsaði hún og samdi í huganum nokkrar skoþlegar setn- ingar um þetta efni, sem hún gæti notað í næsta bréfið sitt heim. — Hvað í ósköpunum ertu að gera? spurði Eileen hissa þegar hún sá Lottu leggja tvo diska á bakkann sem hún átti að bera upp í borðstofuna til þess að dúka borðið þar. — Hús- bóndinn kemur ekki heim fyrr en á morgun. — En þá verðum við tvær, sagði Lotta og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. — Þú heldur þó ekki að þú eigir að borða með frúnni? — Það segir sig sjálft. Ég á að vera eins og fjölskyldu- meðlimur... Lotta var öldungis viss um að Eileen hefði á röngu að standa, en á méðan hún var að dúka borðið með hinu fagra blárósótta postulíni og þungu silfrinu, varð hún þess vör að einhver horfði á hana. Hún sneri sér snögglega við. f dyrunum stóð Mrs. Gardiner og virti hana fyrir sér með lyftum brúnum. — Ég á ekki von á neinum gesti í dag, sagði hún stutt í spuna. — Ég veit það, en hvað með mig? — Þér borðið í borðkróknum inn af eldhúsinu ásamt Eileen og Brown. Brown er bílstjórinn. AÐ dimmdi í augum Lottu. — Ég hélt að stúlka, sem ráðin væri Au Pair væri talin ein af fjölskyldunni, byrjaði hún reiðilega. — Þér munuð ekki fá tilefni til að kvarta yfir atlæti yðar hér. Mrs. Gardiner brosti allt að því móðurlega. Góða barn, sinn er sið- ur í landi hverju og maður verður að lagá sig eftir staðháttum. — Það er þó að minnsta kosti líka siður hér, að allir eigi frídag einu sinni í viku, sagði Lotta af móði. Ég á að sækja námskeið á miðvikudögum en eftir listanum á ég að fægja borðbúnað . .. — Á miðvikudaginn kemur sonur minn heim, svo þá getið þér ómögulega fengið frí, en síðan verðum við að sjá til .. Ég held að Eileen sé tilbúin með matinn núna, ef þér vilduð vera svo góðar að bera hann fram. Og takið aukadiskinn með yður niður aftur. Það lá slíkur myndugleiki í orðum hennar og látbragði að Lotta gat ekki komið sér að því að reiðast fyrr en hún hafði borið fram matinn og stóð aftur niðri í eltlhúsinu hjá Eileen. En hjá matreiðslukonunni var engan stúðning að fá, þvert á móti. Skárra væri það, ef svona stelpugægsni ætti að borða með húsmóðurinni, sagði Eileen hneyksluð. Auk þess hefðu þær það miklu skemmtilegra héi'na niðri í eldhús- inu. Hér væri hægt að tala saman eðlilega og óþvingað. En sú sem talaði var Lotta og þau sem voru eðlileg og óþvinguð voru Eileen og Brown. sem borðuðu þegjandi og brostu hvort til annars við <pg við, eins og hinir gömlu og vitru brosa að barnalegum heimskupörum. — En á miðvikudaginn fer ég alla vega . .. hyrjaði Lotta æst og æsti sig enn frekar upp til þess að fá einhverja svörun frá hinum. En síðan varð hún aftur hljóð og spurði: — Hvern- ig er Paul eiginlega? Hún hafði verið forvitin um hann alla tíð síðan hún las um hann í bréfinu. Brown rétti sig ofurlítið í bakinu. — Hann! sagði hann og enda þótt orðið væri stutt fólst þeim mun meiri merking í raddhljómnum. — Segðu ekkert um Paul, þusaði Eileen út úr sér. Dreng- ir eru drengir og þeir hafa allir sína galla, en hann cr reglu* lega indælí strákur. Bíddu bara þangað til þú hittir hann .. Þetta var óþörf hvatning. Lotta beið með vaxandi cftirvænt- inigu. „Ég er viss um að hann er alveg ægilega spennandi," skrifaði hún heim til sín og óskaði þess að hún hefði haft símanúmer Rigmor svo að hún gæti hringt og sagt henni fréttirnar . . Það var ekki bílstjórinn sem sótti Paul Gardiner. Hann kom í sínum eigin bíl, litlum og rennilegum, sítrónugulum EFTIR GLMILLA HJELIVIARS FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.