Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 20
Sorctyct œtlaði sér að verða kvik- myndastjarna, en hana skorti hœfileika. Nú er Ira prinsessa Fiirstenberg að byrja að leika í sinni fyrstu kvikmynd, og aðeins reynslan getur sýnt hvort hún fellur á prófinu eins og fyrirrenn- ari hennar eða verður raunveru- * leg stjama. HÚN segist vera hamingjusöm. En hún er það ekki. Hún brosir glað- lega til ljósmyndaranna sem umkringja hana hvar sem hún fer og felur sig bak við rándýr sólgleraugun frá Courréges, hvít og gul, aðeins til sjö pör í heim- inum. Hún sekkur sér niður í dagleg störf, fer yfir kvikmyndahandrit, les inn á segulband, gengur til tannlæknisins reglulega til að láta rétta framtennurn- ar, mátar búningana sem hún á að nota í nýju kvikmyndinni sinni, lærir á bíl, af því að hlutverkið krefst þess, að hún kunni að aka, en hingað til hefur henni þótt þægilegra að hafa einkabílstjóra. Hún kvartar ekki, þó að henni iíði illa. Hamingjusöm er hún ekki. Hvað amar að henni? Ira Fúrstenberg er á megr- unarkúr. Henni hættir alltaf til að fitna, og hún er gríðarlegur sælkeri. Alla sína ævi hefur hún orðið að neita sér um að borða eins og hana langaði til, af bví að það eyðilagði fegurð hennar, og síðan hún ákvað að gerast leikkona hafa ún- urnar skipt enn meira máli en áður. Og Ira er mesti mathákur. Hún vildi Ira Fúrstenberg hefur alltaf lifað í munaði, hún er ættgöfug og rík og þarf ekki að vinna, en henni er farið að leiðast iðjuleysið og vill gjarnan verða fræg stjarna til tilbreytingar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.