Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 40

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 40
HVERNIG ER HREINLÆTI HÁTTAÐ Á VINNUSTAÐ YÐAR? VINNUVEITENDUR! Handklæði notuð af mörgum eru hættuleg og hæfa ekkl nútíma hreinlætiskröfum. Stuðlið að færri veikindadögum starfsfólks yðar og not- ið pappírshandþurrkur; þær eru ótrúlega ODÝRAR og bÆGILEfiAR í notkun. hjá mér í fríum. Ég get keypt hvað sem mig langar í, en ég á allt til alls og girnist ekkert fleira. Ég bragða ekki áfengi af neinu tagi, ég nenni ekki að iðka íþróttir, ég hef lítinn áhuga á bókmenntum og vís- indum, les ekki annað en blöð og timarit. Ég er letiblóð, það skal ég játa. Ég á fáar vinkon- ur, því að mér geðjast yfirleitt ekki vel að kvenfólki. Ég er orðin lífsleið aðeins tuttugu og sex ára gömul. Og mér fannst tilhugsunin ógnarleg að eiga fyrir höndum að láta mér leið- ast það sem eftir væri ævinn- ar. Aðalvandamálið var, að ég hafði þegar upplifað allt — giftingar, börn, ástir, ferðalög, skemmtanir, samkvæmislíf o. s. frv. Allt nema vinnu. En hvaða starf átti ég að velja? Kannski væri gaman að gerast blaðamaður, t. d. við Harper’s eða Vogue, kannski að vinna við sjónvarpið. Þegar ég var að hugleiða þetta bauð Dino De LatTrentiis mér hlutverk í kvikmynd, óg ég sagði: því ekki það? Nógu gaman að reyna sig við leiklistina, það er ágætt starf að vera kvik- myndaleikkona, og þetta er prýðisfólk sem starfar við kvik- myndefe S, gáfað og skemmti- legt '• Hún lærn iramsögn og leik- tækni hjá Nonu Medici, en hún veit ekki enn um hvað fyrsta kvikmyndin hennar á að fjalla. Titillinn er Matchless, það er gamanleikur úr nútímalífinu og búningarnir stórkostlegir, en handritinu er ekki að fullu lokið ennþá. VERÐTJR hún fræg stjarna eða öllum til vonbrigða eins og fyrirrennari hennar, Soraya? Reynslukvikmyndin tókst með afbrigðum vel, og leikstjórinn, Alberto Lattuada, er vongóður. „Hún er ung og töfrandi," segir hann, „lifandi, hlý og geðþekk. Það er auð- velt að vinna með henni, og ég held, að hún hafa mikla möguleika. En aðeins reynslan getur sýnt hvort hún verður bara umtöluð dægurfluga í kvikmyndaheiminum eða raun- veruleg stjarna.“ ★ ★ • Þjáning Framh. af bls. 17. þegar ópin bergmáluðu enn, andvarpaði vökukonan: „Það er veslingurinn hann Grímur að láta vita af sér — verst, að ég skuli ekki hafa tíma til að sinna honum meira. Hann má ekki fá sprautuna fyrr en eftir klukkutíma." Og hún hraðaði sér sem hún mátti hljóp við fót til að geta lokið sem fyrst því, sem hún enn átti ógert. Vormorgun einn í maí mán- uði síðar, þegar hvít ský liðu hljóðlega um bláa himinhvelf- inguna, kom litla útlenda hjúkr- unarkonan inn til okkar, ó- venju fjarhuga, líkt og eitthvað óvænt hefði lokizt upp fyrir henni og skilið þó eftir spurn. „Það hefur ekkert heyrzt í Grími í morgun,“ sagði ein- hver. „Grímur er dáinn,“ sagði hjúkrunarkonan. „Loksins er hann dáinn. Ég var með fröken K. að þvo líkið í morgun.“ Allir þögðu. LOKSINS. „Það var merkilegt, svo merkilegt,“ sagði litla hjúkr- unarkonan og var enn utan við sig. „Hvað er merkilegt,“ spurð- um við í kór. „Hann Grímur, hann var svo fallegur, þegar hann var dáinn — engin gretta allt farið — alveg sléttur eins og ungur maður. Skrýtið — mikið skrýt- ið.“ Og hún fór að búa um á öðrum stofum. Já, þannig var það — loks- ins dó Grímur Grímsson. En það lifir enn þetta nístandi óp, sem tíminn hefur enn ekki máð mér úr minni. Osýnilegt — orðvana er það ein af þeim réttmætu kröfum lífsins um líkn og bræðralag, sem ætti að valda hverju sönnu skáldi dá- lítilli andlegri þjáningu og vera stjórnendum þjóða og vísinda- mönnum ærin hvatning til að vinna af alefli að því að eyða óbærilegum, líkamlegum þján- ingum. Geimvísindamenn kom- ast vafalaust brátt að enn ná- kvæmari niðurstöðu um það, hvað tunglið er, bæði efnislega og stjarnfræðilega séð, og bak- hlið þess verður víst hverju skólabarni kunn af myndum og kortum innan tíðar. En hvenær komumst við að SERVA-MATIC STEINER COMPANY ^VPPÍRSVÖRUR‘% SKÚLAGÖTU 32. — SÍMI 21530. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.