Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 47

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 47
Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAM H.F. Skúlagötu 57 — Sími 23200. r\ /1/^mt^s ii—Ti SKARTGRIPIR U WUX^/U^/ U^Li^ tpúlolunaphrlngar HVERFISGÖTL 16 SÍMI 2-1355 ULRICH FALKNER gullsm LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD og dreií um herbergið, hárburst- inn hennar var óhreinn og svo hafði hún aðeins einn stól. — Ég fer varla út fyrir dyr á daginn, kaus hún heldur að segja. Það er svo dásamlegt að anda að sér fersku lofti, jafn- vel þótt það sé nokkuð svalt. — Nú veit ég ... Bíddu hérna, ég kem strax aftur, sagði hann og hvarf inn í húsið en kom að vörmu spori aftur með stóra ábreiðu. Hann breiddi úr henni á litla körfusófann og þegar hún hafði sezt við hlið hans, sveipaði hann ábreiðunni um þau bæði, frá tám og upp að höku. — Þetta er alveg eins og að sofa saman í svefnpoka, sagði Lotta og hló lágt í faðmi hans. — Hefur þú gert það með nokkrum? Rödd hans varð æst og það gladdi hana vegna þess að hún túlkaði það sem afbrýði. — Ertu alveg frá þér, sagði hún. — Ég las einu sinni um fólk, sem svaf saman í svefnpoka ... það var í bók sem síðan var kvikmynduð, ég man ekki hvað hún heitir... það var bráð- skemmtilegt. Þau höfðu ekki nóg rúm til að láta vel hvert að öðru svo þau létu bara líkam- ana falla saman... svona ... Hann sneri henni að sér til þess að sýna henni hvað hann ætti við, en sófinn var of mjór og í ábreiðunni var ekki sama aðhald og svefnpoka. Þau lentu á gólfinu bæði og ástríðurnar enduðu i hlátri. Enn hafði Paul ekkert sagt um framtíðina, en Lotta var þegar hætt að hugsa um brúðkaupið og lét sig dreyma um hveiti- brauðsdagana. Þau myndu alls ekki fara til Parisar né neitt annað svo útþvælt, þau myndu liggja í tjaldi og sofa saman í svefnpoka. Tilhugsunin féll henni mjög vel i geð. Upp frá þessu kvöldi, þegar Paul hafði hreinskilnislega játað henni ást sína, fannst henni hún svo gott sem trúlofuð honum. Að þau urðu að halda ást sinni leyndri, gerði aðeins aðstæðurn- ar rómantízkari og meira spenn- andi. Það lá bjarmi af æsku- þrótti og áræðni um grannan líkama Lottu þegar hún lá á hnjánum og skúraði gólf, eða stóð í biðröðum í mjólkurbúð- inni. „Þið vitið ekki neitt, en bíðið þið bara,“ sögðu tindrandi augun og brosandi varirnar. 1 handtösku hennar lá nafn- spjaldið geymt og gleymt, sem John hafði fengið henni. Öðru hvoru kom hún auga á það, þegar hún leitaði að peningum eða vasaklút. Hún hafði ákveð- ið með sjálfri sér, að hringja til hans, þegar þar að kæmi. Hláturinn sauð í henni er hún imyndaði sér raddhreim hans, blandaðan sigurhrósi og með- aumkun. — Mér datt i hug að þér mynduð láta frá yður heyra... ég varð þess var, hve andstyggileg þau voru við yður, myndi hann segja, og hún ætlaði að svara: — Þér misskiljið mig alveg, herra Hewitt. Ég hringdi ekki til að selja viðtal. Það er trúlofunartilkynning, sem um er að ræða. En þér sjáið ef til vill ekki um auglýsingarnar? Er hún ímyndaði sér hve sneyptur hann myndi verða, Er hún ímyndaði sér hve sneyptur hann myndi verða, geðjaðist henni nærri vel að honum. Hann hafði ef til vill viljað henni vel, enda þótt hann kæmist klaufalega að orði. Að minnsta kosti gladdist hún yfir því hans vegna, að auðsjáanlega myndu ekki verða nein hjón úr honum og Patriciu, eins og Eileen sagði. Patricia Morris hafði dvalið heilan dag hjá systur sinni og þar sem hún krafðist stöðugrar þjónustu, hafði Lotta ekki getað varist því að heyra eitt og ann- að, sem hún síðan gat frætt Eileen um i eldhúsinu. — Nei, hún hefur engan trú- lofunarhring, tilkynnti Lotta. — Jú, hún hefur nefnt John nokkrum sinnum, en ekki oftar en hún nefndi Thomas og David og Mortimer ... reyndar havða nafn sem er. Hún virðist safna karlmönnum. Og þessa stund- ina virðist hún miður sín af hræðslu við einhverja frumsýn- ingu, hvenær sem hún á nú að verða. Er hún fræg? — Nei, en það vill hún víst verða, sagði Eileen áhyggjufull. — Ef hún aðeins vildi gifta sig og festa ráð sitt og losna við þessar leikhúsgrillur. En hún hefur alltaf viljað vera meiri en aðrir. Ég sá hana hérna fyrst þegar hún var skólatelpa. Hún var aðeins níu ára, þegar frúin gifti sig. Hún var þá þegar kát og fjörleg, en erfið í umgengni. einu sinni sló hún Paul, vegna þess að honum hafði orðið á að setja blett í kjólinn hennar. Hann var svo lítill og skildi ekki neitt. Það hef ég aldrei getað fyrir- gefið henni. Paul hafði aftur á móti gleymt og fyrirgefið. Hann var mjög hrifinn af hinni fögru frænku sinni. Þegar Lotta sá þau saman fannst henni hún utangátta á þann hátt sem gerði hana óró- lega. Það dugði ekkert þótt hún gerði sig háleita og teldi sjálfri sér trú um að enginn væri öðrum meiri. Hún fann til minnimáttar- kenndar þegar þau ræddu um fólk sem hún þekkti og notuðu orð, sem hún ekki skildi. — Það gæti verið gaman að kynnast vinum þínum, sagði hún við Paul á eftir, og óskaði þess að hann vildi taka hana með sér út einhvern tíma í stað þess að hitta hana aðeins á laun, meðan fjölskyldan svaf. — Þeir eru ekki þess virði að eyða tímanum í þá, sagði hann. Þeir allir nákvæmlega eins, þröngsýnir, leiðinlegir upp- skafningar. Þennan tima sem við Framh. á bls. 49. ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG GÆSADÚN OG DRALON SÆNGUR. Póstsendum um land allt. DÚN- OG FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. PANTIÐ STIMPLANA HJÁ FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHE SPlTALASTlG 10 V.ÚÐINST0RG SÍMÍ 11640 FALKINN 47

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.