Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 48

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 48
ÁÐUR KR. 1DB NÚ KR. BB SAMA STÆRÐ Sf\i Y R T IVÖRIJR HF. LAUGAVEGI 2.0 ^ÍMAR 11D2D • 11 □ 21 - 3 S □ 3 3 Til hreingerninga og i uppþvottinn Heildsölubirgðir Kristján Ó. Skagfjörð Sími 24120 IDLIT lli; HÁLS AÐ er ekki sjaldan að kona eða ung stúlka með slæma húð, reynir allt mögulegt til að bæta útlit sitt. Þetta er ein- mitt það sem ekki má koma fyrij'. Konan á aðeins að nota vörur sem eru sérstaklega ætlaðar þeim. Áður en nokkuð er látið á húðina þarf konan að vita um ástand húðarinnar. Farið gætilega með húðina, verndið andlit og háls jafnt og líkaminn er klæddur. Eðlileg húð er mjúk, fíngerð og hrein en getur fengið smá bólur stöku sinnum. Húðin er hvorki feit né þurr og „make up“ helzt mjög vel á húð- inni. Eðlileg húð heldur áfram að vera eðlileg að- eins með réttri umhugs- un. Þurra húð skortir líf, viðkvæm gagnvart veðr- áttunni, roki og sól og hrukkast auðveldlega, eldist oft fljótt. Mjög þurr húð flagnar iðulega og eru óþægindi í húðinni algeng. Öll húð þornar með aldrinum, að vísu geta verið undantekningar eins og í öllu öðru. BLÖNDUÐ HÚÐ Þessi húð getur verið eðlileg eða afar þurr t. d. í kringum augun, kinn- um og enni með fitu nið- ur miðandlitið um nef og höku. Það er afar mis- jafnt, hversu mikil fita eða þurrkur er á hverjum andlitshluta. Þessi húðgerð er algeng og þarf að hugsa um hana sem eðlilega húð eða þurra húð og sérstök at- hygli veitt feitu hlutun- um. FEIT HÚÐ Þar sem húðin er afar feit er auðvelt að sjá fit- una á yfirborði húðar- innar. Feit húð er frek- ast grófgerð með stórum svitaholum og húðormum (fílapenslar). „Make up“ helzt illa á húðinni. Feit húð hrukkast seint. Venjulega er að finna feita húð hjá konum og körlum innan við 35 ára aldur. Það má gera mikið fyrir feita húð með ná- kvæmri umhugsun mat- aræðis og góðri hreinsun húðarinnar. Það skal tekið fram að hér er ekki rætt um húð- tegundir þær sem eiga að vera undir eftirliti lækn- is. MEÐFERÐ OG NOTKUN Á SNYRTI- 'VÖRUM Að kvöldi: Öll húð þarf hreinsun, notið ann- að hvort hreinsunarkrem eða hreinsunarmjólk. Það er gott að breyta til öðru hvoru. Berið á húðina með fingrunum, frá miðand- liti og út og upp á við, upp ennið og kringum augnkrók, niður hálsinn. Þurrkið með andlitsserví- ettu á sama hátt. í sum- um tilfellum er æskilegt að nota volgan barna- svamp til að taka krem- ið eða mjólkina af and- litinu. Þetta hreinsar yfirborð húðarinnar, þ. e. a. s. ryk make up og svita sem liggur ofan á. Notið gott andlitsvatn, sem hæfir húðgerðinni til að taka óhreinindi sem liggja ofan í svitahol- unum. Andlitsvatn dreg- ur húðina saman eftir SIMYRTIIMG eftir Þórdísi Ámadóttur snyrtisérfrœðing að hreinsunarkrem eða mjólk hefur opnað hana og stemmir húðina af. „Uppfrískun". Látið andlitsvatnið í bómull, fremur litla til að ekkert fari til spillis. Þrýstið á andlit og háls, en gætið þess að andlits- vatn sem inniheldur eitt- hvert magn af alkoholi má ekki leggja undir aug- un. Næringarkrem er nauð- synlegt hverri konu. Veðrátta okkar er afar breytileg og alltaf verður andlitið að þola mest. Við klæðum líkamann mörg- um lögum fata og slíkt hið sama verður að gera fyrir andlitið. Berið nær- ingarkrem á andlit og háls á sama hátt og hreinsunarkrem. Létt og lipurlega, leikið við húð- ina. Maður kaupir ekki nýja, húð. Að morgni er nóg að dúmpa andlitsvatni á húð ina, en ekki setja hreins- unarkrem eða mjólk. Látið því næst eitthvað til að verja húðina við utanaðkomandi óhrein- indum t. d. mjólk, sem er sérstaklega ætluð húð- inni. Létt krem eru líka mikið notuð að deginum, sérstaklega ef húðin á það til að flagna. Notið samt ekki feit krem að degi til. Mjólkin er borin á á sama hátt og fyrr er greint frá. Frá miðandliti út og upp á við. Upp enn- ið. Kringum augun inn að innra augnkrók og niður hálsinn. Framh. á næstu síðu. 48 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.