Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 39
Á að hætta á það, að fólk taki eftir þessu sem nýrri „hættu,“ þegar það nú þegar er tiL Er þetta þess virði? Vegna þess að borgararnir sömdu lögin, þá er það á þeirra ábyrgð að þau séu hald- in. • Agatha Cristie Framh. af bls. 15. tuttugu og fimm ára auðkýf- ingur og amma hans hefur áhyggjur af því einu, að ríki- dæmið verði honum óhollt og að hann nenni ekki að hugsa um að koma sér áfram upp á eigin spýtur. HVERS vegna skrifa ég leynilögreglusögur? Vegna þess að ég hef gaman af því. Það er eins og að ráða krossgátur eða leika sér að raðmyndum. Sumir halda, að ég hugsi ekki um annað en glæpi, en það er misskilning- ur. Þó hef ég stundum spreytt mig á að leysa raunveruleg glæpamál, og ég verð að segja, að aðferðir leynilögreglumann- anna minna geta líka komið að notum í daglega lífinu. Ég hef ekki haldið mér við þá reglu að hafa þorparann alltaf ógeðfelldan — þvert á móti, enda væri það gagnstætt raun- veruleikanum. En ég hef ævin- lega leitazt við að sýna fram á, að glæpur borgar sig aldrei.“ • Undarlegir hiutir Framh. af bls. 31. Hver sem ástæðan svo er, þá er það víst, að mánuði seinna hætti Bentham næturheimsókn- um sínum. Jafn skyndilega og hann byrjaði. En hins vegar er ekkert líklegra en að hann hyggi aftur á stríð, verði hann þreyttur á vistarverunni í skápnum. • Brigitte Bardot Framh. af bls. 13. henni fylgdi. Það gerði mér ekkert illt. Þar er ég sýnd sem eins konar brúða, aumkunar- vert fórnarlamb, það er ég ekki. Þessi vesalings stúlka er mjög grunnfær. Fólkið, sem kemur inn í líf hennar, snýr henni að vild. Hún er leiksoppur í hönd- um þess — ekki ég. Ég reyni á- vallt, hvernig sem til tekst með það, að hafa sjálf stjórn á lífi mínu. Þeir, sem vilja gera hana að persónugerfingi mínum, hafa rangt fyrir sér. Líf mitt er allt öðruvísi. Ég veit, hvað ég vil. Augnaráð Brigitte er skyndi- lega orðið kuldalegt. Hún stendur upp, klappar hundin- um sínum og gengur út að glugganum. Og við kveðjumst. • Prinsessa Framh. af bls. 21. laus. Andlitið er slétt og barnslegt, augun stór, varirn- ar í þykkara lagi, svipurinn áhyggjulaus. Hún hefur alltaf lifað í munaði, hún er ættgöfug og rík og þarf ekki að vinna, en henni er farið að leiðast iðjuleysið, svo að hún vill gjarnan verða fræg stjarna til tilbreytingar. f framkomu er hún eins við alla. umgensjst valdamestu menn Evrópu, tiana aðalsmenn, lyftudrengi á hótel- unum og Dino De Laurentiis með sömu fjarlægu, óaðfinnan- legu alúðinni. Hreyfingar henn- ar eru mjúkar, og hún ber sig vel. Hún talar frönsku við einkabílstjórann sinn, spænsku við herbergisþernuna sína, portúgölsku við kokkinn, ensku við einkaritarann, þýzku við kennslukonu sona sinna. ítölsku talar hún í kvikmynda- verinu. MIG langar að gera eitthvað annað en skemmta mér daginn útt og daginn inn,“ seg- ir hún. „Mér er farið að leið- ast þetta munaðarlíf, þótt ind- ælt sé það og þægilegt. Það gerist aldrei neitt óvænt. Ég veit fyrir þegar ég fer á frum- sýningu eða dansleik eða í veizlu hverjir verða þar, hverja ég hitti, hvað við tölum um og hvað við gerum. Ég hef ferð* azt um allan heiminn og kynnzt. öllum hugsanlegum löndum, Synir mínir búa hjá pabba sín- um, og ég fæ bara að hafa þ£ . HEKLA hf Sími 21240 FJÖLHÆFASTA LANQ- ROVER BENZÍN EÐA DIESEL FARARTÆKIÐ A LANDI íg FALKINN 3f

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.