Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 6
26. tbl. — 39. árg. — 11. júlí 1966. EF Nl SVARTHÖFÐI SEGIR .................... ALLT OG SUMT ........................ HVERNIG EIGA KARLMENN AÐ VERA........ MEST LESNI HÖFUNDUR í HEIMI ......... JAMES BOND .......................... ÞJÁNING ............................. UPPREISN í KVENNAFANGELSI ........... PRINSESSA í ATVINNULEIT ............. LEIKIÐ FJÓFMENT, framhaldssaga eftir Hildu Lawrence ....................... HJÚSKAF ÆVINTÝRI .............. FURÐUR OG JARÐAR, eftir Hjört Hall- dórsson ....................... SLÁTRUN Á STEPPUNNl ................. UNDARLEGIR HLUTIR ................... UNG STÚLKA ÓSKAST, ný framhaldssaga eftir GuniIIu Hjelmars .................. STJÖRNUSPÁ .......................... í SVIÐSLJÓSINU ...................... BARNASAGA ........................... SNYRTING ............................ 6— 7 8— 9 10—13 14—15 16 17 18—19 20—21 22—24 25 26—27 28—30 31 32—34 35 36—37 47 48 FORSÍÐUMYND: Síldarsöltun á SeySisfirði. — Ljósmynd: W. Keith. í NÆSTA BLAÐI verður grein með teiknimyndum úr túristahringferð til Gullfoss og Geysis með „Lönd og Leiðir“. Þá er grein sem kallast Hinn fjólublái draumur, og er þar um að ræða frásagnir af LSD nautn með myndum af fólki sem er undir LSD- áhrifum. Ennfremur er mikil frásögn um Norðmenn sem fóru á báti yfir Atlantshaf fyrir um hálfri öld. Þá birtum við rússneska grein um gáf- ur og afrek höfrunga, en það er nú talið sannað að höfrungar og hnísur séu æðstu skepnur jarðarinnar fyrir utan manninn, ef hann stendur þeim þá ekki að haki. Sumartízkan verður kynnt og einnig verður kynnt leik- konan Raquel Welch sem leikur í kvikmyndinni „Milljón ár fyrir Krist“. Þetta er nú það helzta fyrir utan föstu þættina en þeir eru eins og venjulega. Ritstjóri: Sigvaldi H.iálmarsson (áb.). Blaöamenn: Steinunn S. Briem, Grétar Oddsson. Ljósmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Framkvcemdastjóri: Ilrafn Þórisson. Auglýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Kristján Arngrímsson. Útgefandi: Vikublaðið Fálkinn h.f. Aösetur: Ritstjórn, afgreiösla og auglýs- ingar: Grettisgötu 8, Reykjavik. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — Verð í lausasölu 30,00 kr. Áskrift kostar 90,00 á mánuði, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun meginmáis: Prentsmiðja Þjóðviljans. Myndamót: Mynda- mót h.f. 6 FÁLKiNN NOKKUÐ er síðan menn fóru að ræða næsta forsetafram- boð hér á íslandi. Er talið að núverandi forseti, herra Ásgeir Ásg son muni hætta störfum áður en kjörtímabili lýkur. Dönsk blöð birtu í vetur langan lista yfir hugsanlega frambjóðendur við forsetakjör og veit enginn hvaðan sá listi er kominn. Hins vegar varð séð á nafnatalningunni, að ekki er hugmyndafluginu fyrir að fara hjá okkur íslendingum frekar en fyrri daginn. Þarna voru tilnefndir nokkrir smá- borgarar, sem koma aldrei til með að bæta einum drætti við í þjóðarásjónuna, hversu sem þeir kunna annars að vera dyggðugir embættismenn. í kjölfar þessara tilgáta kom svo frétt um það, og enn í dönsku blaði, að Gunnar Thoroddsen ambassador í Kaupmannahöfn yrði frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins í forsetakosningunum. Þetta þóttu eðlilega nokkur tíðindi hér á landi, en dýrðin stóð ekki nema einn dag eða svo, því að Morgunblaðið svaraði að bragði og sagði að aldrei hefði komið til orða að Sjálfstæðisflokkurinn byði Gunnar fram til forseta. Gat tvennt verið til í þessum skollaleik. Annars vegar gátu féndur Gunnars hafa sett þetta á svið til að geta lýst því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekkert með hann hafa lengur. Hins vegar gat danska fréttin alveg eins verið komin frá vinum Gunnars, sem vildu fá fram svar, svo hægt væri, ef það yrði neikvætt, að snúa sér til manna úr öðrum flokkum og leita stuðnings þeirra við framboð Gunnars á þeim forsendum að formlegt samband hans við Sjálfstæðisflokkinn væri endanlega rofið. Fyrir utan að hverfa af vettvangi stjórnmála með nægum fyrirvara, settist Gunnar að í Kaupmannahöfn þegar rétt stóð á tungli í handritamálinu og verður nú sá ambassador sem að likindum kemur með handritin heim, eftir að Danmörk gistu höfðingjar á borð við Sigurð Nordal og Stefán Jóhann Stefánsson. Báðir voru miklir áhrifamenn okkur til hags í þessu máli, þótt með ólíku móti væri. Gunnar yrði því eins konar handritaforseti, ef hann næði kosningu og væri það mikill búhnykkur á brokkgengum stjórnmálaferli. Mótleikur vinstri manna GUNNAR THöRODDSEN myndi eflaust hafa mikið fylgi hér í Reykjavik og eflaust mundi forusta Sjálfstæðis- flokksins drattast tií að styðja hann, þegar til alvörunnar kæmi, eða a. m. k. íara út í neitt sérabjarnaáform honum Kvæði um ungan mann Kæri Fálki! Einu sinni heyrði ég kvæði um ungan mann sem ætlaði að fara að opinbera trúlofun sína með unnustu sinni. Hann var í öðrum landshluta, en þegar hann kom heim þá var hún dáin. En hann setti hringinn upp með henni þrátt fyrir það. Mikið langaði mig til að heyra þetta kvæði, ef það eru nokkur tök á því. Með fyrirfram þökk. Lísa,. Svar: Því miöur, Lisa, viö hér hjá Fálkanum Jiekkjum ekki ]>etta kvæöi. En vitaö er aö fyrir nokkrum áratugum voru róm- antísk kvæöi um raunálegar sögur algeng og vinsœl meö ál- þýöu manna. Ef til viil er þetta eitt þeirra. Ekki er okkur hér kunnugt hvort nokkur liefur tekiö sér fyrir liendur aö safna þeim, en ungar stúlkur skrif- uöu þau upp lvver hjá annarri og þannig breiddust þau út. Flest voru undir einhverjum lögum og voru oft rauluö. Meöal slikra kvœöa var „Hjálmar og Hulda". Ef einhver af lesendum Fálk- ans kannast viö kvæöiö um unga manninn sem opinberaöi meö unnustu sinni látinni þá vcerum viö þákklát aö fá aö vita um þaö.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.