Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 31
I UNDARLEG-IR HLTJTIR OLDUNGURINN j GLERSKÁPNUM GAMALL, lotinn maður með sítt, hvítt hár niður undan barðabreiðum hatti, staulaðist óstuddur eftir ganginum, en studdist þó þunglega við staf sinn. Hann hefði vel getað verið háskólaprófessor á heimleið, ef aðeins eitt hefði ekki spillt þeirri fullyrðingu: Klukkan var rúmlega 12 á miðnætti og maðurinn hafði verið dauður í 120 ár. Jeremy Bentham, — hinn sérvitri heimspekingur og rit- höfundur um stjórnmál og vísindi, — var, eftir því sem maður bezt gat séð, kominn aftur til þess háskóla, sem hann hafði stofnað, til þess að viðhafa persónulegar mótmæla- aðgerðir gegn því, á hvern hátt fólk meðhöndlaði allt það, sem hann gerði í lifanda lífi. Veturinn 1955 átti sér stað fjöldi óútskýranlegra hluta í gömlu, gorgísku álmunni í háskólanum, og allt var þetta út af veru, sem birtist. . Ekki minnsti vafi lék á því, að þetta var Bentham, sem þarna læddist um í skjóli nætur- innar, og það voru a. m. k. 12 manns, sem sáu hann ... Allir voru sammála um, að sá upprisni hlyti að vera mjög illgjarn ... Hinzta ósk hans. Nokkrum vikum áður höfðu háskólarektorarnir ákveðið, að hinum þyrrkingslegu erfðaskrárákvæðum Benthams skyldi ekki lengur fylgt. Og það var þetta, sem prófessorinn vildi ekki fallast á. Jeremy Bentham hafði átt marga andstæðinga, meðan hann var og hét. Hann hafði á margan hátt verið braut- ryðjandi. og á undan sínum tíma og margar af hugmynd- um hans höfðu þess vegna verið óvinsælar. Til dæmis hafði orðið mikið uppistand, þegar hann vildi gefa líkama sinn til stúdentanna, til þess að þeir gætu gert tilraunir, það var einnig eitt af því, sem hann hafði stofnað til. Þegar hann svo lézt árið 1832, þá 84 ára gamall, var farið í hvívetna eftir erfðaskrárákvæðum hans. Líkið hafði verið lagt á skurðborðið og samkvæmt hinztu ósk Benthams hafði doktor Soutwood Smith haldið fyrir- lestur í tilefni atburðarins. Eftir þetta var beinagrind hans útbúin og uppstoppuð. Hún var færð í föt Benthams, og þekktur, franskur lista- maður bjó til vaxhöfuð með andlitsdráttum prófessorsins, og það var síðan sett efst á beinagrindina, og þar á ofan hinn frægi, gamli stráhattur, sem hann hafði alltaf notað. Fígúran var síðan sett í uppáhaldsstól Benthams, og önn- ur höndin látin halda um stafinn. í va,sa hans var settur fimm punda seðill og kassi með snilum. Að lokum var figúran sett í mölþéttan glerskáp og stað- sett í einum af aðalsölunum, svo að Bentham samkvæmt erfðaskránni gæti verið viðstaddur sem flesta af veigamestu viðburðunum, sem kynnu að gerast innan háskólans. Og í rúmlega 100 ár var mynd prófessorsins geymd þarna, og forvitnir gestir gátu virt hana fyrir sér. Prójessorinn ennþá á ferðinni. En í janúar 1955 var þessi útstoppaða fígúra flutt úr salnum og sett í rykugan skáp í hinni afskekktu suður- álmu. Höfuðið var tekið af, og sett í pappakassa ofan á skápinn. En það leið ekki á löngu þangað til prófessorinn lét í ljós óánægju sína með þennan nýja verustað sinn ... Menn heyrðu stöðugan hávaða úr skápnum. Bókum var fleygt út um allt, og a. m. k. í fjórum tilfellum komu menn að skápnum opnum. Fleiri menn fullyrtu að hafa orðið fyrir aðkasti frá ein- hverjum ósýnilegum krafti á leið sinni í gegnum herbergið. Hitinn í herbergjunum átti það líka til að lækka að til- efnislausu og alveg óskiljanlega. Og svo dag einn í febrúar heyrði einn af rektorunum umgang frammi á ganginum og sem staf væri slegið í gólf- ið. Sá gangandi virtist stanza fyrir framan hverjar dyr. Rektorinn hljóp fram á ganginn. Þar í endanum gat hann séð lotna veru í dökkgrænum frakka fara í áttina að bóka- safninu. Maðurinn hljóp á eftir, en þegar hann kom að horninu var veran horfin. Síðar voru það fleiri, sem sáu veruna. Og hvað eftir ann- að, þegar húsvörðurinn kom á morgnana inn í lestrarsalinn, var þar allt á rúi og stúi, bækur út um allt og borð á hvolfi. Kvöld eitt, þegar einn af háskólalektorunum sat við að leiðrétta prófúrlausnir, heyrði hann hljóð, sem minnti hann á eins konar vindhviðu. Úti í forstofunni heyrði hann hljóð, sem var eins og vængjatök, eins og fuglahópur flygi fram hjá. Sá upprisni gerir árás. Lektorinn stóð upp frá borðinu og gekk að ryrunum. Þegar hann opnaði heyrði hann fótatakið og að staf var drepið á gólfið. í gegn um forstofuna kom Jeremy Bentham, með hvíta hanzka og stráhatt. Hann gekk nær og tautaði eitthvað með sjálfum sér. Þegar hann sá lektorinn standa í dyrunum, virtist það fara í taugarnar á honum. Hann stanzaði, en skyndilega sló hann til lektorsins. Frekari slagsmál urðu ekki, og hinn upprisni hvarf sína leið. Þessa nótt urðu bækur og húsgögn fyrir óvenjumiklu hnjaski. Það er sagt, að Bentham hafi verið stoppaður upp á móti vilja sínum, og að hann hafi aðeins verið að hræða yfir- menn háskólans, til þess að þeir sæju honum fyrir almenni- legri gröf að hvíla í. Framh. á bls. 39. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.