Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 15
leysist á nokkrum seinustu síðunum. Smáatvik varpa ljósi á ílókna atburðarás, hugar- heimur glæpamannsins birtist loks í skýrum dráttum. Og alltaf er jafnörðugt að geta sér til hver muni vera hinn seki. Það er ekki einu sinni hægt að fara eftir reglunni, að hann hljóti að vera ólíklegasta per- sónan, því að Agatha Christie beitir aldrei sama bragðinu tvisvar og hefur ráð undir rifi hverju. Hugmyndaflug hennar virðast engin takmörk sett. AGATHA MILLER fæddist í Suður-Englandi fyrir sjötíu og fimm árum. Faðir hennar sem dó þegar hún var lítil telpa var Bandaríkjamaður, en móðirin ensk. Árið 1914 giftist Agatha Archibald Christie of- ursta og átti með honum eina dóttur. Þau skildu árið 1928, og tveim árum síðar giftist hún prófessor Max Mallowan, kunn- um fornleifafræðingi sem er þrettán árum yngri en hún. En hún hélt áfram að skrifa undir nafninu Agatha Christie, því að það var þegar orðið heimsþekkt. Hún er hlédræg kona og forðast fréttamenn. Einkalíf sitt vill hún fá að hafa i friði. En hún talar frjálslega um bækur sínar þegar því er að skipta. Iiún byrjaði að skrifa sér til afþreyingar í fyrra stríðinu. „Ég vissi ekki hvað ég vildi, en mig langaði til að skrifa eitthvað,“ segir hún. „Fyrst orti ég ljóð. Svo samdi ég leik- rit sem átti að vera mjög dramatískt — aðallega um sifjaspell. Eftir það langa skáldsögu, flókna og óhugnan- lega, en ekki sem versta á köfl- um. Loks tók ég mig til og skrifaði fyrstu leynilögreglu- söguna mína, The Mysterious Affair at Styles. Ég hafði lítið lesið af slíkum bókmenntum nema Sherlock Holmes sem ég kunni næstum utan að. Enginn útgefandi vildi líta við þessari frumsmíð minni þangað til John Lane keypti hana af mér fyrir 25 pund, og gleði mín var takmarkalaus." BÓKIN kom út árið 1920, og tvö þúsund eintök seldust „Og ég hélt áfram að skrifa leynilögreglusögur, ég gat ekki hætt því aftur þegar ég var einu sinni byi’juð. Hefði mig grunað, að ég ætti eftir að skrifa svona margar bækur, myndi ég hafa valið mér yngri aðalpersónur. Poirot var fai’inn að eldast árið 1920, og guð má vita hvað hann ætti að vera orðinn gamall núna! Ég er hrædd um, að hann hafi orðið fjarstæðukenndari með hverju árinu sem leið, blessaður karl- inn. „Fólk heldur alltaf, að mað- ur hljóti að skrifa um raun- verulegar persónur, en það hef ég aldrei gert. Stundum fæ ég hugmyndir þegar ég les um at- vik eða fólk í blöðunum og bý til langa sögu út frá því, án þess að ég þeklri nokkuð til þess persónulega. Þegar mig vantaði leynilögreglumann í fyrstu bókina mína var tölu- vert af belgísku flóttafólki í Englandi — þá datt mér í hug að láta leynilögreglumanninn minn vera belgískan flótta- mann, þó að ég þekkti engan þeirra sjálf. Þannig varð Poi- rot til, og mig óraði ekki fyrir, að hann yrði eins lífseigur og raun bar vitni. Ungfrú Marple er aftur á móti nauðalík þess- um gömlu frænkum og ömmum sem við eigum öll. „Fyi’stu bækurnar mínar voi’u ósköp venjulegar og fátt nýstái’legt í þeim. Atburðarásin var of flókin og full af útúr- dúrum. Ég þóttist þurfa á mín- um Watson að halda og kallaði hann Hastings höfuðsmann, en ég varð fljótt leið á honum og sendi hann í útlegð til Argen- tínu. „Þegar ég les gömlu bækurnar mínar undrast ég alltaf þá mergð af þjónustu- fólki sem í þeim kemur fram; enginn vii’ðist nokkurn tíma vinna neitt, og fólkið er stöð- ugt að láta færa sér te út í garð. Maður hálföfundar þessa slæpingja af allri velsældinni.“ GATHA CHRISTIE á sum- arhús í Devonshire, íbúð í London og lítið hús skammt frá Oxford þar sem eiginmað- ur hennar kennir fornleifafræði við háskólann. Hún kýs frem- ur að lifa kyrrlátu lífi þar sem hún getur sökkt sér niður í ritstörf sín en að ferðast um og hitta margt fólk. Heimili hennar er vistlegt, og sjálf er hún róleg í framkomu, glað- leg og ótrúlega ungleg. Húxx er ekki vitundarögn lík ung- frú Marple í bókum sínum, þótt það sé útbreidd skoðun meðal lesenda hennar. Fyi’ir hver jól sendir hún frá sér nýja bók, og það þýðir, að handritið verður að vera til- búið í marz. „Það er prýðilegt fyrii’komulag,“ segir hún. „Ég nota þessa dimmu, köldu vetr- ai-mánuði til skrifta og tek mér frí á vorin. Það er líka betra aö verða að skila handritinu fyrir ákveðinn tíma, því að ég er ægilega löt og dugleg að búa mér til afsakanir þegar ég nenni ekki að skrifa. Meðan ég er að semja bók tala ég aldrei um efni hennar við neinn; þá fer allt í vaskinn. Eftir að ég er búin með hana læt ég fjöl- skylduna og nánustu vini lesa hana og segja álit sitt. Flesta tekst mér að gabba, en aldrei dóttur mína — hún finnur alltaf út hver sökudólgurinn er löngu áður en bókin er á enda. „Stundum hugsa ég með mér, að nú sé komið mál til að hætta þessum skrifum, en þá fæ ég nýja hugmynd og get ekki ann- að en byrjað á bók Mér finnst ég ekkert þarna upp, þó að ég sé orðin gömul, og meðan ég hef nóg um að skrifa tími ég ekki að hætta.“ UM þessar mundir er hún að skrifa sjálfsævisögu sína sem verður ekki gefin út fyrr en að henni látinni. „Ég hef gaman af að hripa niður hitt og þetta sem hefur gerzt í lífi mínu, sumt frá bernskudögun- um, sumt síðar, eitthvað um bækurnar, en þó engin ósköp. Agatha Christie í samsæti sem henni var haldið þegar leik- rit hennar, Músagildran, hafði gengið í þrettán ár samfleytt fyrir fullu húsi í London. Með hcnni er aðalleikarinn: Richard Attenborough. Tvær bækur á ég fullgerðar sem ekki koma út meðan ég er á lífi — önnur er um seinasta málið sem Poirot tók að sér og hin auðvitað um seinasta málið sem ungfrú Marple tók að sér. Ég hef arfleitt manninn minn að annarri bókinni og dóttur mína að hinni. Þau geta þá gefið þær út og fengið ágóðann sem síðustu gjöfina frá mér.“ Hinar gífurlegu tekjur af bókum sínum gefur hún til ættingja sinna og góðgerða- stofnana („Óþarfi að láta það allt fara í skatta“.) Stærstu gjöfina fékk dóttursonur henn- ar, Matthew Prichard, fyrir þrettán árum þegar amma hans gaf honum réttindin og allan ágóða af Músagildrunni. Eng- um datt í hug þá, að leikritið myndi ganga í þrettán ár eða lengur, en nú er Matthew Framh. á bls. 39. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.