Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 12
B.B_______________________________________________________ um að ala upp barn, fræða það og leiða. Ég get það ekki vegna þess að sjálf þarf ég einhvern, sem veitir mér stuðning, mann- eskju sem er sterkari en ég. Auk þess lifi ég frjálsu bóhem- lífi. Ég veit aldrei, hvað ég tek mér næst fyrir hendur. Ef mig langar til Saint-Tropez, en hefði ég barn á framfæri, gæti ég þetta ekki. Þá væri ég ekki óháð. Brigitte gengur um gólf, sýpur á viskíglasinu sínu og kveik- ir sér í nýrri sígarettu, sem hún heldur milli beinna fingra, eins og unglingur, sem er nýbúinn að læra að reykja. Hún heldur rólega áfram: — Þess vegna er það, að ég hef látið föður Nicolasar, Jacques Charrier, drenginn eftir. Eigin- lega ætlaði ég að hafa hann, en mér var frá upphafi ljóst, að ég mundi aldrei geta annazt uppeldi hans sjálf. — Sjáið þér Nicolas son yðar oft? — Já, við og við. En Nicolas á að vaxa upp í öruggu um- hverfi, meðan hann er svona ungur. Ég vildi' ekki sjá, að hann væri sex mánuði hjá mér og síðan sex mánuði hjá Jacques. Það er barni ekki hollt að vera á slíkum flækingi fram og aftur. Þegar hann er orðinn tíu ára, verður hann farinn að öðlazt skilning á hlutunum, og þá á hann að vera hjá mér í öllum fríum. — Hvað er Nieolas gamall? — Sex ára. Hann fer nú að byrja í skóla. Hann verður allt- af mjög kátur, þegar liann sér mig og kallar: — mamma, mamma ... — Gætuð þér hugsað yður að eiga fleiri börn? — Nei, ó nei. — Brigitte, hver er bezti eiginleikinn í fari yðar? — Ég veit það ekki. Ég hugsa að það sé, að ég er sjálfri mér samkvæm. Ég er trú sjálfri mér — og öðrum. Það er mikils virði í lífinu. Ég stikla ekki eins og köttur í kringum heitan graut og segi: ef til vill og ef til vill ekki. Ég segi já eða nei. — Hvaða eiginleika yðar er yður verst við? Nicolas litli sonur Brigitte Bardot og Jaques Charrier, Hann er nu sex ára og dvclur hjá föður sínum. — Óþolinmæði mína. Það er alveg lygilegt, hvað ég get verið óþolinmóð. Ef ég er t. d. að útskýra eitthvað fyrir einhverjum, og hann skilur það ekki um leið, verð ég öskureið. Eða ef ég hef valið mér hlut sem ég ætla að kaupa og fæ hann ekki um leið, þá vil ég ekki sjá hann. Brigitte lítur út eins og skólastelpa á þessari stundu. Skóla- stelpa í dúkkustofunni sinni. Hún er með slétt slegið hár, ómál- uð, að undanskilinni augnsvertu með snilldarhandbragði. Hún er í grænköflóttu pilsi úr riffluðu flaueli, þröngri grænni peysu, grófmynztruðum svörtum sokkum. Og eins og við sögð- um — það er gat á sokknum hennar. Hún hniprar sig saman og tekur höndunum um hnén. — Á hverju byggist hin mikla frægð yðar? — Ég held að þetta komi allt að innan. Annað hvort býr manneskjan yfir þeim hæfileikum, sem geta aflað henni braut- argengis í lífinu eða ekki. Hitt, hvort hæfileikarnir fá að njóta sín, er svo komið undir viljastyrk, vinnu og, hvort gæfan er manneskjunni hliðholl. — Trúið þér á gæfuna? — Já, það veit sá sem allt veit. Hvort eru nú augun í henni Ijósbrún eins og heslihnetur eða gulleit eins og í ketti? Ég skal ekki um það segja. — Þær stundir hafa komið í lífi yðar að þér höfnuðuð inni í vítahring. Þessi vítahringur leiddi til sjálfsmorðstilraunar. Að því er ég fæ bezt séð, hafið þér sigrazt á þessum erfið- leikum. — Ég held að mér hafi tekizt það. Ég skal segja yður, það eru til þau augnablik í lífi manns, að það er ekki lengur neinna kosta völ, jafnvel þótt maður standi traustum fótum í raun- veruleikaranum. Það er ákaflega þreytandi að vera þekkt kvik- myndastjarna, — mjög erfitt. — Hefur sú hugsun hvarflað að yður, hvernig líf yðar hefði orðið, ef þér hefðuð ekki hitt Roger Vadim? — Líf mitt er eins og það er, öðruvísi ekki. Ég hugsa aldrei um hið liðna og spyr ekki sjálfa mig, hvernig líf mitt hefði getað verið, verra eða betra. Það er eins og það er. Ég segi ekki við sjálfa mig: Drottinn minn dýri, hvað bíður mín, þegar að því kemur einn góðan veðurdag, að ég hætti að leika í kvikmyndum? Hvað geri ég, þegar æskublóminn fölnar? Nei, ég er gjörsamlega áhyggjulaus um framtíðina. Ég hugsa aldrei um hana. Sama máli gegnir um holdafarið. Ég segi ekki: ef

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.