Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 17
ÞJÁNING HVERS KONAR maður var hann, og hvcrs vegna er hann mér ógleym- anlegur, maðurinn, sem ég aldrei sá? Var hann skáld, málari eða hljóm- listarmaður — snillingur, er með list- töfrum einum nær valdi á sálum annarra manna, megnar að gefa þeim aftur trú, þá sem margir hafa glatað í þrengingum lífsins. Ég veit ekki með vissu, hvaða starf hann stundaði, áður en hann lagðist inn, þó minnir mig, að hann hafi verið bóndi. En á ganginum okk- ar, þessum breiða, bjarta sjúkrahús- gagni var hann ÓPIÐ. Nístandi kvalaóp dauðvona manns, sem mán- uðum saman háði miskunnarlaust helstríð — síðast á eins-manns-stof- unni, þar sem rauða ljósið yfir dyr- unum slokknaði næstum aldrei. „Hann hangir bókstaflega alltaf í bjöllunni, hann Grímur,“ sagði ein hjúkrunarkonan gremjulega. „Þetta er komið svo mikið á taugarnar á manninum.“ Hvað skyldi það nú hafa verið, ÞETTA, sem komið var svona á taug- arnar á manninum? Jú, aðeins þetta venjulega — krabbi. Krabbamein, sem át sig inn í hrygginn, lamaði manninn smátt og smátt og olli óbærilegum kvölum, unz yfir Iauk. En öll deyfilyfin á okkar tuttug- ustu öld? Maður með tannpínu tekur yfirleitt segjum tvær codcietöflur og honum batnar oftast í bili. Siðar fer hann að sjálfsögðu til tannlæknis- ins, sem gerir við tönnina eða fjar- lægir hana, sársaukalaust — svo er deyfingunni fyrir að þakka. En hvað um sjúklingana, sem þjást af lang- vinnum, kvalafullum sjúkdómum, fá þeir ekki sprautur? Jú, vissulega fá þcir sprautur með vissu millibili. En jafnvel sterkustu deyfilif verka tak- inarkað og of stuttan tíma, svo að áður en sjúklingurinn fær „næstu sprautu“ er hann oft búinn að kvelj- ast æði stund. „Það mega ekki einu sinni líða tvær mínútur fram yfir tímann, þeg- ar hann á að fara að fá sprautuna, þá verður hann alveg ærður“ and- varpaði hjúkrunarkonan, sem var á eilífum þveitingi fram og aftur að sinna sjúklingunum. „Hann fylgist svei mér með því, hvað tímanum líð- ur.“ Tíminn líður, það vitum við öll. En tvær mínútur geta verið tveim manneskjum með ólíkindum mislang- ur og ólíkur veruleiki. Skáld nokkurt heyrði ég eitt sinn tala með góðlátlegu kæruleysi um líkamlegar þrautir, sem það kvað leik einn að þola í samanburði við andlegar þjáningar, en slíkum þján- ingum lýsti það af fjálgri innlifun. Heyrt hef ég haft eftir ónefndum Iækni, hvort sem það er rétt hermt eða ekki, að vísindamenn viti enn ekki nákvæmlega, hvað sársauki er í raun og veru. Ef til vill er þar að finna skýringuna á því, hvers vegna mannlegar verur verða enn að þjást jafnóbærilega og Grímur Grímsson og hans likar. Því að þótt læknar og hjúkrunarkonur geri vissulega sitt bezta, þá eru þeim enn ekki lögð þau tæki eða lyf í hendur, að þau fái Iinað miklar þrautir nema að nokkru leyti. Við lesum stundum í blöðunum um „ný, dásamleg lyf, sem deyfa sársauka miklu betur en áður hefur þekkzt og án þess að hafa nokkrar aukaverkanir, sem heitið geti.“ Það er afar ánægjulegt að lesa þessar fréttir — en því miður eru þær enn aðeins prentsverta á blaði — a. m. k. hér á landi, eftir því sem ég veit bezt — og fjöldi sjúklinga hcldur áfram að þjást. tunglferðir og annað geimsport er stjórnendum stórþjóðanna trúlega girnilegra viðfangsefni en að hvetja og efla vísindamenn til að finna upp ný og fullkomnari deyfilyf, sem mega firra helsjúkar manneskjur óheyrileguin þrautum. En hvað um „sálina“ segja máske sumir? Er ekki andinn efninu æðri? Er ekki unnt að kenna fólki yoga- æfingar, jafnvel sjálfsdáleiðslu, svo að það verði sjálft þess megnugt að yfirvinna sársaukann? Ekki skal þessu neitað hér, því að til eru dæmi, sem sanna mátt hugans til að losna úr viðjum þrauta og þjáninga saman- ber „Kóngsbréfið“ hennar Karen Blixen. En hitt virðist nokkurn veg- inn augljóst, að eins og við venju- legar manneskjur erum úr garði gerðar, þá er það tvímælalaust þrennt, sem beinlínis LAMAR anda og sál og gerir þau óstarfhæf að meira eða minna leyti — og þetta þrennt er hungur, þorsti og þjáning. Og þótt „Kóngsbréfið" hennar Karen Blixen gæti dáleitt svo frumstæðan mann, sem skilyrðislaust trúði á töframátt þess í höndum hennar, að að honum hvarf öll sársaukakennd, þá er mér mjög til efs, að ég gæti almennt orðið hungruðum manni brauð, þyrstum svölum og þjáðum líkn, þótt til þeirra kæmi spekingur, er segði eitthvað á þcssa leið: „Taktu öllum erfiðleikum óttalaust, og þá verða engir erfiðleikar til.“ Eða: „Það er afstaða þín til þjáningarinnar, sem ÖIIu máli skiptir — ekki þján- ingin sjálf.“ En menn, scm þjást óbærilega geta ekki aðeins hugsað um þjáninguna og tekið AFSTÖÐUR til hennar, hvorki heimspekilegar né vísindalegar. Þeir LIFA ÞJÁNING- UNA í RAUN OG VERU, OG EIGA AÐEINS EINA ÓSK. — ÞÁ AÐ LOSNA VIÐ HANA. Eru þá engin ráð til úrbóta, önnur en þau að bíða — bíða eftir þessum undralyfjum, sem enn eru bara frétt- ir í blöðum og tímaritum. Nú á öld sérfræðitækninnar, þegar við liöfum marga sérfræðinga, hjartasérfræð- inga beinasérfærðinga og svæfingar- lækna svo nokkuð sé nefnt, þá verð- ur manni á að spyrja — hvar er sársaukalæknirinn, sérfræðingur í notkun kvalastillandi lyfja? Er hans ef til vill engin þörf? Eru deyfilyfin máske svo fábrotin og ómeðvandfar- in, að læknar almennt, jafnt skurð- læknar sem lyflæknar hafi tíma og aðstæður og þá fullkomnu þekkingu á öllum nýjungum, sem til þess þarf að geta hagnýtt þau sem bezt má verða I hverju einstöku tilfelli? Þetta er spurning hins fávísa, en fróðlegt væri samt að heyra, hvað læknarnir sjálfir hafa um þessi mál að segja. (í sumum tilfellum mætti ef til vill gera meira af því að kenna afslöppunaraðferðir, sem lina kunna þann sársauka, scm stafar af of mik- illi vöðvaspcnnu?) Hann Grímur er dáinn fyrir löngu. Dag eftir dag, en einkum þó nætur bergmáluðu kvalaópin gegnum hurð- ir og veggi. „Þeir segja, að hann muni ekki lifa til morguns" sagði litla ganga- stúlkan okkar með dökku augn- skuggana, þegar hún var að laga um okkur eitt kvöldið. Mánuði síðar, Framh. á bls. 40. FÁLKLNN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.