Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 32
á það minnst, að Rigmor hinkraði við hennar vegna. Þvert á móti fannst henni nokkur léttir að því að losna undan ábyrgð- inni af þessari nýju vinkonu, sem verið hafði klefanautur henn- ar frá Gautaborg. Hún dró djúpt andann og litaðist um með ævintýraþrá í blágrænum augunum. Henni fannst sem hún væri að gefa lífinu merki um að nú gæti það byrjað. — Miss Lotta Bergman? Nýja lífið byrjaði ekki beinlínis með glæsibrag. Konan sem rétti Lottu hendina var vissulega mjög ensk í útliti og hefðarkonuleg, en hún bjó þó ekki yfir þeim virðuleika, sem Lotta hafði átt von á eftir bréfið frá fjölskyldunni, sem hún átti nú að verða meðlimur í. Á hinn bóginn virtist hún blátt- áfram og alúðleg og Lottu veittnst ekki erfitt að tala við hana. Hún spurðist fyrir um sjóferðina... um leið og hún fylgdi Lottu að stórum, fallegum bíl, þar sem bílstjóri sat undir stýri. Lotta varð hálf vonsvikin þegar hún fékk neikvætt svar við spurningu sinni um hvort þetta væri Rolls Royce. Bílstjórinn var gamall og gráhærður og mælti ekki orð af vörum. Lotta minntist þess, sem hún hafði heyrt um enskt þjónustufólk og var fegin því að hún átti að teljast til fjöl- skyldunnar. — Ég er viss um, að mér á eftir að líða vel hjá yður í Kingswood Mrs. Gardiner, sagði hún og breiðleitt, freknótt andlit hennar ljómaði af stóru brosi. — Mrs. Gardiner! andmælti hin hneyksluð. Góða mín, ég er aðeins matráðskona hjá Gardinerhjónunum. Nafn mitt er Eileen Smith, en þú skalt bara kalla mig Eileen. Já, manni líður vel hjá Gardinerfjölskyldunni. Ég hef unnið hjá þeim í tuttugu ár. Ég byi'jaði þar sama sumarið og Paul fæddist. Paul var sonurinn í húsinu. Mrs. Gardiner hafði g'tið um UNG STÚLKA ÓSKAST TÚLKURNAR tvær stóðu hlið við hlið við borðstokkinn, þegar skipið fór að nálgast London. Séð aftanfrá virtust þær mjög áþekk- ar, háfættar, grannvaxnar með vindblásið hár. Báðar báru þær gul-bráröndótt merki í jakka- boðangnum, merkið sem hinir ensku gestgjaf- ar þeirra áttu að þekkja þær á. — Þú ferð þó ekki fyrr en ég er búin að finna mína fjölskyldu? Spurði Rigmor í þriðja skiptið áhyggjufull og pírði nærsýn, ljósblá augun bak við þykk glerin. Því er ég þegar búin að lofa, svaraði Lotta hálft í hvoru óþolinmóð og vorkunnlát. — En ef þín fjölskylda kemur fyrst... og vill svo kannski ekki bíða . . — Þá verða þau að gera það hvort sem þeim líkar betur eða verr, sagði Lotta djarfmannlega. Við erum þó fjanda- kornið au pair stúlkur en engir þrælar. Vertu nú ekki svona kvíðin. Allt hefur gengið vel hingað til. Þú varst ekki sjó- veik og við fengum ágætt veður og þetta fer allt vel. Haltu þig bara fast hjá mér þegar við förum niður landgöngubrúna, þá þarftu ekki að vera hrædd um að týnast. En mannþröngin á hafnai’bakkanum var svo mikil, að Lotta missti brátt meiri hlutann af hinu glaðbeitta sjálfstrausti sínu. Að leita að tveimur sænskum stúlkum hérna virtist álíka tilgangslaust og að leita uppi tvær nálar í heysátu. Því gaf hún frá sér feginsandvarpa þegar þær komust út úr mergðinni og rákust strax á holduga, gráhærða konu, sem spurði þær kurteislega seinmælt á auðskildri ensku, hver þeirra væri Rigmor Svensson. — Vertu þá bless og gæfan fylgi þér, við sjáumst á mið- vikudaginn á námskeiðinu, sagði Lotta og vildi ekki heyra hann í bréfi sínu. Sonur minn Paul, sem stundar nám í Ox- ford og kemur heim fyrsta júlí. Skólaárið var auðsjáanlega í lengra lagi í Englandi. Það voru Lottu vonbrigði að enginn úr fjölskyldunni skyldi hafa tekið á móti henni við skipshlið. Það stafaði af því að Mr. Gardiner var á viðskiptaferðalagi á meginlandinu og Rrs. Gardiner var á fundi hjá Hundaeigendafélaginu. Hún var mjög félagslega sinnuð, eða svo var að heyra á Eileen, sem fylgdi Lottu um hið stóra, hvíta hús, sem átti að vera heimili hennar í heilt ár. Húsið lá umkringt stórum, laufskrúðugum trjágarði sem einna helzt líktist skemmtigarði. Á garðsvölunum báru lit- skærir hvílustólar og borð með stórri glerplötu þess vitni, hvar fjölskyldan væri vön að koma saman og Lotta þráði þegar að setjast þar og hvíla sig eftir hið langa ferðalag. Á neðri hæðinni voru stórar og fagrar samliggjandi við-, hafnar- og samkvæmisstofur og á næstu hæð fyrir ofan voru svefnherbergin, herbergi húsbóndans, herbergi húsmóður- innar, herbergi Pauls og gestaherbergin. — En þú sjálf, býrð þú ekki hérna? Spurði Lotta og rödd hennar var lág og full lotningar yfir öllum íburðinum í kring- um hana. — Nei, síðan ég giftist hef ég búið niðri í bænum. Þú átt að fá gamla herbergið mitt. Það er einni hæð ofar. Lítið .þakherbergi getur vei’ið rómantískt og það varð það líka í bréfi Lottu heim til foi’eldranna, sem hún hafði skrifað síðar um kvöldið. Hún lýsti hinu dásamlega útsýni og blómstr- uðum húsgögnunum, en hún gat þess ekki að húsgagnaáklæðið væri upplitað og slitið, að gamaldagsjárnrúmið rambaði og að engin ábreiða væri á gólfinu. Hún veitti því heldur ekki athygli að ekkert eldstæði var í herberginu, enda var það ekki tiltökumál í enduðum júnímánuði. 32 FÁLKINM

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.