Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 3
HVADA JAPÖNSK MYNDAVÉL ER FULLKOMNUSTI DAG? MOTt) VEftft tft t>Atl I Skoöiö Konica Áuf° og þér muniö sannfærast Konica Auto vegna þess að hún hefur nýja gerð aí f'Nuspólu. NO eru mistök < iilmuþræðslu 35 mm filma úr sögunni Linsa Hexanon, Ijúsop 1,8 Nákvæmur CDS Ijósmælir Fjarlægðarmælir Sjálfvirk, eða hraði 1:500 sek. IGEVAFÓTÓ Austurstræti 6 S'imi 229551 Hún spennti greipar og lagði aftur augun. Svo sagði hún: — Gerðu þetta, Jónas minn! Ég er ekki að biðja þig mín vegna, en hana mömmu vantar svo tilfinn- anlega tengdason! ■K — Hvers vegna ertu að skæla? Spurði maðurinn konuna sína, er hún hafði grátið langa stund. — Ég man það ekki, svar- aði hún, — en ef ég hefði enga ástæðu til þess, mundi ég varla vera eins reið þér og ég er... Sendillinn hefur sagt hús- bóndanum ósatt og hann verður mjög reiður og les yfir stráknum: — Veiztu hvað verður úr sendlum, sem segja ósatt? Sendillinn: — Sölumenn! * Mjög horaður maður situr við hliðina á feitum bakara í strætisvagni og segir: — Eiginlega ættu farþegar að greiða farmiðann eftir vigt. — Þá yrðuð þér að fara gangandi, svarar bakarinn, því að engum mundi finnast borga sig að taka yður með. -x — Pabbi, er nokkur mun- ur á girnd og ást? — Já, það er eins og dag- ur og nótt, drengur minn. Kalli (sýnir Palla hörunds flúr á handleggnum á sér): — Líttu á! Palli: — Var þetta ekki sárt? Kalli: — Nei, — ekki fyrr en hann pabbi sá það. * Það hafði verið bruni í vefnaðarvöruverzluninni og hún auglýsti útsölu á lérefti, sem hafði skemmst í brun- anum. Frú Kjalfells kemur inn og spyr eftir léreftun- um, en þau eru uppseld. — Æ, hver skrambinn, segir hún. — Viljið þér gera svo vel að segja mér hvenær brennur hjá ykkur næst? Guðjón Mozart var sölu- maður og seldi píanó. Einu sinni þegar hann kom óvænt heim, sat gestur með konuna hans í fanginu og var að kyssa hana. — Hvað á þetta að þýða, öskraði Mozart, — og hver er þessi maður? — Æ, komdu sæll og blessaður, sagði hún. — Má ég kynna þig fyrir honum Sókrates Brandsen. Hann ætlaði að kaupa af þér píanó. — Segirðu það satt? Hróp- ar Guðjón Mozart himinlif- andi. — En hvers vegna er hann að kyssa þig? — Ég veit ekki, muldraði hún. Líklega hefur honum snúist hugur. ÁBSHÁTlÐIB BRÚÐKAUPSVEIZLUE FEBMIN G AE VEIZLUB TJARNARBÚÐ SlMl ODDFELLOWAHÚSINU SfMI 19000 19100 SÍÐDEGISDRYKKJUR FUNDAEHÖLD FÉLAGSSKEMMTANŒt FÁLKINN 3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.