Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 36
« í SVIÐSLJÓSINU BtNEUIKT VICGÓSSOIM SKRIFAR FYRIR UIMGA Atriði úr kvikmyndinni Help.. George Harrison í litskrúðugum einkennisbúningi THE BEATEES liNDIRBIJA SÍiMA ÞRIÐJU KVIKMYND The Beatles hafa eins og kunnugt er leikið í tveim kvik- myndum, A hard day’s night og Help. Báðar hafa þessar mynd- ir notið fádæma vinsælda hjá unga fólkinu. Nú þegar er farið að athuga möguleika á þriðju myndinni og hefur m. a. komið til tals, að myndin verði gerð eftir handriti Richard Condon, A talent for loving. Við skulum athuga, hvað Walter Shenson, kvikmyndaframleiðandi segir um þetta: Beatles er ekki nauðsynlegt að leika í sinni þriðju kvik- mynd. Alla vega verður sú áætlun athuguð vandlega, áður en hafizt verður handa af fullum krafti. Því eins og piltarnir segja: „Ef við erum ekki ánægðir með eitthvað sérstakt lag, þá er sú upptaka ekki notuð á plötuna." En á þennan hátt er ekki hægt að hafa á með kvikmynd, hún verður veskú að birtast á hvíta tjáldinu, hvort sem hún er léleg eða frábær. Hinar tvær myndirnar tókust mjög vel og það, sem meira er, piltarnir komu skemmtilega á óvart með sínum prýðilegu leikhæfileikum. Hingað til hafa piltarnir leikið sjálfa sig ef svo má segja, en þessi þriðja mynd verður frábrugðin, hvað þetta snertir. f myndinni er gert ráð fyrir, að þeir flytji 6—7 lög, en hvernig þær senur verða teknar, veltur á því, hvaða kvikmyndahandrit verður fyrir valinu. Mér hafa borizt yfir 40 handrit, en enginn endanleg ákvörðun hefur verið tekin um það, hvaða handrit verði notað. Það hefur komið fram sú hugmynd að láta einn úr Beatles leika aðalhlutverkið, en ekki þá alla. Persónulega er ég ekki hrifin af þeirri hugmynd. SINATRA Náði efsta sætinu Það vakti óhemju athygli, þegar góði gamli Frank Sin- atra komst í efsta sæti vin- sældarlistans í Bretlandi með lagið Strangers in the night og ýtti þar með Rolling Stones laginu Paint it black til hliðar. Það er orðið langt síðan Sinatra hefur átt lag í efsta sætinu, en þetta sýnir svo ekki er um villzt, að lengi lifir í gömlum glæðum, og EIMAR ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ FÓLKID einmitt um sama leyti er dótt- ir hans, hún Nancy Sinatra með lag ofarlega á listanum, en það eru litlar líkur til þess, að hún hrekji pabba gamla af toppnum. EIIXIAR JÚLÍLSSOIM: Hún verlur að kunna a5 laga gott kaffi Ég vil hafa hana frekar hlédræga og umfram allt, að hún hafi áhuga á músík og þá sérstaklega klassískri. Ég hef ekkert við það að athuga, þó hún fari út að skemmta sér án mín, en það er í alla staði heppilegra, að það sé á þeim dansstað, er Pónik leikur, svo ég geti haft auga með henni. Stúlkan mín á að vera ljós- hærð, stuttklippt, með blá augu. Já og ekki má gleyma því, að ég vil hafa hana frek- ar granna og ekki það há- vaxna, að ég þurfi að líta upp til hennar. Þá verður blessuð hnátan að hafa góða kímnigáfu. Ef það er nokkuð, sem mér leið- ist í fari stúlku, þá er það, ef hún er hlæjandi í tíma og ótíma. Nauðsynlegt er, að hún eigi gott með að halda uppi samræðum og þá á ég við, ef hún talar um allt annað en hljómsveitina, hitann og þrengslin á dansgólfinu. En ég vil umfram allt, að hún bendi mér á mína galla í sambandi við sönginn, fram- komu O. fl. Hún þarf að vera kurteis, en þægileg í viðmóti og hafa frjálslega framkomu, og auð- vitað þarf hún að vera fyrir- myndar húsmóðir og barngóð. Það er algert frumskilyrði, að hún kunni að laga gott kaffi, því ég er forfallino kaffi- drykkjumaður. 36 FÁLKJNN o

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.