Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 44

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 44
bókstaílega eins og dans á rós- um þegar hún batt tuskur ura fæturna og renndi sér yfir bón- ið eins og skautasvell. — Þetta er eins og bezta skemmtun, sagði Paul og náði í gítarinn. Hann hallaði sér upp að dyrastafnum og lék fyrir hana en hún dansaði fyrir hann og gólfið varð sífellt hálla og meira gl.iáandi. Hún gleymdi stóru svuntunni, sem hún var með og fannst eins og hún kæmi fram á leiksviði. Þrátt fyrir þá fullyrðingu Eileenar að þetta væri ekki tími veizluhaldanna, komu gestir á miðvikudaginn. — Ef keriingin segir nú að ég geti ekki heldur farið á námskeiðið í dag, þá segi ég upp starfinu, hótaði Lotta þegar hún sá gegnum glugga hvar bill stanzaði við garðshlið- ið. Tii öryggis sagði hún þetta á sænsku, þar sem það tjóaði ekki að kalla tilvonandi tengda- móður sina „kerlingu" og auk þess hafði hún enga löngun til að segja upp starfinu. Þennan dag var teið borið fram á svölunum. Lotta ók vagn- inum með brauði, smjöri og kökum út í sólskinið og gætti þess jafnframt að virða gest- ina fyrir sér. Annar þeirra var tíu árum yngri systir Mrs. Gardiner sem Eileen hafði sagt henni frá. Patricia Morris hét hún og var ieikkona að atvinnu. Það var nærri hægt að sjá það á henni, svo glæsiiega búin var hún, með silfurhvitt hár og stór, dökk dádýrsaugu og húð sem minnti á eplablóm. Hún hélt áfram samtalinu við systur sína án þess að virða Lottu viðtals. öðru hvoru tók hún fram í fyrir sjálfri sér með því að snúa sér að manninum, sem sat við hiið hennar og kurra: — Er það ekki satt, John elskan? John elskan tuldraði eitthvað til sam- þykkis en hann hlustaði ekki á þær. Hann horfði á skrúðgarð- inn og á hundinn og á Lottu, sem stóð þarna með litla hvíta mittissvuntu og hjákátlegan, fallandi borða um höfuðið. Þann- ig yrði hún að vera, þegar gest- ir kæmu, hafði Eileen sagt, og í flýtinum hafði Lotta ekki haft tækifæri til mótþróa. Lotta átti ekki auðvelt með að lesa úr augnaráði hans. 1 því var sambland af kátínu, viður- kenningu og nokkurri illkvittni. Að sínu ieyti var hann ekki ólaglegur en hann átti einhvern veginn ekki við í þessu umhverfi. Hann virtist of hrjúfur og ófág- aður og langir fótleggir hans sköguðu allt of langt fram. Án þess að taka út úr sér pípuna, virti hann Lottu fyrir sér gegn- um ský af bláleitum reyk og sagði: — Eru svona fyrirbæri til ennþá? — John, elskan, geturðu ekki talað við fólk í fimm mínútur án þess að vekja athygli á þvi að þú sért af almúgaættum? sagði Patricia brosandi og við systur sína sagði hún: — Allir 44 FÁLK4NN blaðamenn þjást vist af þjóð- félagslegum komplexum, eða hvað það nú heitir. Þeir ota þeim fram. En ég verð að samsinna John í því að það er ekki oft, sem maður rekst á ósvikna, lif- andi stofustúlku nú á dögum, jafnvel ekki hjá fólki af ykkar stétt. Lotta gat ekki fundið neina ástæðu til að tefja lengur á svöl- unum, en þegar hún fór heyrði hún Mrs Oardiner skýra frá því að reyndar væri þetta nú ekki ósvikin stofustúlka, heldur því miður aðeins sænsk au pair stúlka. Hvort þessar upplýsingar voru nóg til að vekja athygli Johns á henni, eða hvort Mrs. Gardiner hafði sagt eitthvað fleira vissi Lotta ekki, en þegar hún bar fram kvöldverðinn fann hún að hann horfði á hana með áber- andi áhuga. Það var eitthvað hvasst og skarpskygnt í gráum augum hans, sem gerði hana ringlaða. Henni fannst eins og kastljósum væri beint að sér meðan hún hellti rauðvíni í glös- in og það gerði hana svo óstyrka og klaufalega að hún hellti niður á dúkinn. — Afsakið sagði, hún og sendi Mrs. Gardiner snöggt, biðjandi augnaráð. Það er vegna þess að ég er dálítið að flýta mér til þess að komast á námskeiðið í kvöld... — Gestir mínir hafa engan áhuga á kvöldáætlunum yðar, tók Mrs. Gardiner fram í fyrir skip -sérstaklega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar þvottur meS Blæfagur fannhvítur Skip Sjálfvirka þvottavélin yðar verður fyrst full- komin, er þér notið Skip —því það er ólíkt venjulegu þvottadufti. Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin auðveld og fullkomin. Pvottahcefni Skip er svo gagnger að þér fáið ekki fannhvítari pvott. Notið Skip og sannfærist sjálf.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.