Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 13
B.B________________________________________________________ ég borða þetta, fitna ég. Mér þykja góðar kartöflur, og mér líður vel, þegar ég borða það sem mig langar í. Hún klappar ánægð á magann á sér. Ég lifi lífi mínu og það eina sem ég segi við sjálfa mig er: ég er eins og ég er. Kannski á ég eftir að breytast, en ég geri mér enga rellu út af því. — Þér hafið til að bera mikla „joie de vivre“ — lífsgleði. „Nei, það er ekki rétta orðið. Ég bara lifi lífinu til fulls hverja mínútu lífs míns. Oft getur þetta verið óþægilegt fyrir mig. Það þarf t. d. ekki nema smábólu á nefinu á mér til þess að ég sé alveg ómöguleg manneskja, jafnvel þó að ég viti, að hún verði horfin eftir tvo daga ... — Margir tala um yður sem eins konar tákn hins hold- lega. j Brigitte vætir varirnar með tungunni og segir: — Það hold- lega eða líkamlega held ég að sé ást á þeim gæðum, sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég hneigist að líkamlegum lystisemduin lífsins. Ég er mjög holdleg manneskja. — Þýðir það að það sé einkum líkamlegur glæsileiki sem hrífur yður? — Undantekningarlaust. Hún hlær og gengur að plötuspil- aranum. Göngulagið er fullkomið. Hún beygir sig, sama full- komnunin. — Kemur það yður í uppnám að sjá yður nakta í kvikmynd? — Ekki mér, í mesta lagi gæti það æst aðra. — Finnið þér til blygðunar, þegar þér afklæðizt fyrir fram- an myndavélina? — Frá mínum sjónarhóli er það eðlileg og sjálfsögð athöfn að afklæðast. Ég geri það ekki í skjóli hálfgegnsærra blæja. Slíkt álít ég vera skinhelgi. Nektin er fegurð í sjálfri sér — ef konan er fallega vaxin. Já ... hún þagnar hugsandi. Karlmaður verður að vera sterkur. — Auðvitað mundi ég ekki hátta mig, nema af því að það tilheyrir kvikmyndaatriðinu, sem verið er að taka. En þegar um ástaratriði, fallegt ástaratriði, er að ræða, verður maður að vera nakin — eins og í lífinu sjálfu. — Yður finnst sem sagt að það sé ofur náttúrulegt? — Já, tvímælalaust. Ég er hrifin af öllu náttúrulegu. Sjálfstæð. Lætur stjórnast af eðlishvöt. Náttúruleg. Opinská. Smám saman tekur myndin af Brigitte að skýrast. — Hvaða kvikmyndastjarna hefur haft mest áhrif á yður? > — Ég sá einu sinni kvikmynd með Gretu Garbo. Mér fannst ihún — það er kjánalegt að segja það eins og einhverjar frétt- jir, öllum finnst hún dásamleg — mér fannst hún stórkostleg. jHún var hrein, falleg og sterk. Og hún var nógu skynsöm til þess að hætta, þegar hún stóð á hátindi frægðar sinnar ... — Gætuð þér gert það líka? — Það getur vel hugsazt. Þegar sá dagur rennur upp, að ég hef enga löngun til að leika, þá hætti ég. — Hvað er það sem yður geðjast bezt að í fari karlmanns? — Það að hann er karlmaður. Sterkur. Ég krefst margs, ■ e. t. v. of margs. — Hvers til dæmis? — Ég veit ekki. En umfram allt má hann ekki vera heimsk- ur. Heimska er það versta, sem ég get hugsað mér. Ég vil einn- ig að hann sé umburðarlyndur og tilfinninganæmur. — Er glæsilegt útlit stórt atriði? — Ekki miðað við margt annað. Persónutöfrar skipta miklu meira máli. Hvort viljið þér heldur að hann sé félagi, verndari eða að- dáandi? — Ég vil, að hann sé allt þetta í senn. Ég vil einnig, að hann sé bezti vinur minn. — Verðið þér oft ástfanginn af mótleikurum yðar? Brigitte skellir upp úr. — Ó, það endurtekur sig í hverri einustu mynd. — Og stendur það yfir, þar til myndinni er lokið, eða lengur? — Á ég að segja yður, —hún hættir að hlæja — ástin er aldrei varanleg. Það er mjög sorglegt, en svona er það. Sjálf erum við líka forgengileg, hvert og eitt okkar, segir hún, og hláturinn hefur nú algjörlega vikið fyrir alvöru í svip hennar. — Ástin er í upphafi eilíf tilfinning, en svo endist hún í þrjá mánuði. — Hinn frægi franski kvenrithöfundur sagði eitt sinn, að þér væruð tákn nútímakonunnar. Hvað finnst yður um það? — Ég er eins og ég er. Ég er ekki með neinar vangaveltur yfir sjálfri mér. Ég er ekkert aumkunarvert fórnarlamb. — Sjáið þér einhvern tilgang í lífi yðar? — Ó, eigum við nú að fara að verða gáfuleg. Mér finnst lífið dásamlegt — það er verst að okkur skuli bara vera gefið eitt, og að það skuli eyðast svona fljótt. Aðalatriðið er að njóta þess til fulls og læra eitthvað þroskandi af hverri nýrri reynslu . . . en Guapa þó, það eru óþrif á þér. Þú ert húsmóður þinni til skammar. Guapa, svart-hvítflekkótt tík af blendingskyni, er komin 141 okkar. — Ég elska þetta dýr, segir Brigitte. — Ég fékk hana á Spáni. Hún beygir sig niður og leikur við hundinn. Hún er horfin í sinn eigin heim. — Starfið þér að einhverju um þessar mundir? — Já, ég er að leika í mynd hjá Reichenbach, sem nefnist: París, séð af Brigitte Bardot. Nú í sumar mun ég einnig leika í annarri kvikmynd — um ástina. — Er „Einkalíf11 uppáhaldskvikmynd yðar? — Nei, en hún hefur sérstöðu vegna alls þessa umróts, sem Framh. á bls. 39. „Karlmaðurinn verður að vera sterkur,“ segir Bri* gitte Bardot og hann verður einnig að vera umburðar* lyndur og tilfinninganæmur og persónutöfrar skipta meira máli en útlitið. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma getur uppskriftin átt við manninn á myndinni. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.