Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 11.07.1966, Blaðsíða 23
M Þegar Emma leit niður á and- litið á koddanum var auðséð að hún þorði ekki að treysta rödd 'sinni. En hún huldi starandi aug- un með annarri hendi sinni, blíð- lega, eins og hún væri að segja andvaka barni að tími væri til kominn að sofna. Milly lokaði hurðinni á eftir Emmu og fór aftur að rúminu. Herbergið virtist dimmra eftir að Emma var farin, dimmra og hljóðara. Jafnvel stærra. Er ég að ganga af göflunum, hugsaði Milly. Ég er svei mér að verða skemmtileg. Sakna Emmu, hugsa um Emmu eins og ein- hvern bjargvætt. Þetta var okk- ur sagt í skólanum. Þetta sögðu þeir okkur að myndi gerast fyrr eða síðar. Þeir sögðu að ein- hverja nóttina myndum við verða fyrir þvi, á sjúkradeild- um eða á heimilum, að okkur fyndist einhver vera að horfa á okkur. Ekki sjúklingur, einhver annar. Þeir sögðu að þetta væri eðlilegt og að við skyldum ekki óttast. Þetta sögðu þeir. En sumar eldri hjúkrunarkonurnar, gamlir stríðsjálkar, sem höíðu séð allt, þær sögðu að þetta væri dauðinn að horfa á mann. Hann biði eftir því að maður sneri sér undan ... Hún sneri sér hægt við, skimaði út i hvert horn á herberginu og hlustaði. Það sem hún sá var íburður og öryggi, það sem hún heyrði var þögnin. Hún laut yfir rúmið. „Látið aldrei sjúklinginn verða þess varan að þér séuð taugaóstyrk," sögðu þeir. Þeir gátu trútt um talað. Hún brosti. „Nú er kominn timi fyrir kvöldsopann," sagði hún, „og kannski drekk ég með þér.“ Hún tók lyfjaglasið og teygði sig eftir hitaflöskunni. „Ég ætla að ná í glas á bað- herberginu fyrir sjálfa mig. Ég gæti sannarlega haft gott af svo- litlum mjólkursopa. Ég er stað- uppgefin; það var of mikill gestagangur i dag.“ Hún brosti LEIKIÐ FJÓR- HEINIT stöðugt. „Að líkindum liður þér enn verr en mér — þú getur ekki sagt fólki að halda sér saman en það get ég.“ Hún vissi að Mrs. Manson horfði á hendur hennar meðan þær tóku thppann úr flöskunni og helltu í bollann. Hún lagði frá sér flöskuna, hristi eina töflu úr glasinu í lófa sinn, og talaði án afláts. „Ef sólskin verð- ur á morgun, þá ætla ég að aka þér út á svefnsvalirnar. Á morg- un er sunnudagur eins og þú manst og George gamli verður heima allan daginn. Kannski hangir hann í glugganum hjá sér með bundið um andlitið eins og Ljónið með tannpínuna. Hann segist hafa tannpinu. Jæja, við gerum gys að honum og látum hann ekki vita af þvi... Svona Opnaðu nú munninn.“ Mrs. Manson neitaði. Það var meira en uppreisn. Hún herpti varirnar svo þær urðu eins og beint, hvasst strik, og augun leiftruðu. Vöðvarnir í hálsi henn- ar voru eins og strengdir kaðl- ar. Milly starði og hélt á mjólk- inni i skjálfandi hendi. Hún glennti upp augun af fögnuði. Hálsvöðvar Mrs. Manson voru það fegursta sem hún hafði nokkurn tima séð. Þeir voru styrkir, lifandi og undir stjórn. í fyrsta skipti. Hún var yfirkomin. „Nei, vilj- ið þið nú bara líta á! Þú ættir að sjá sjálfa þig! Þú ert samt slæm stelpa, og þú skalt ekki halda að ég sé ekki reið við þig, því það er ég, en ég held svo sannarlega að þú sért að koma til! Heyrirðu það? Þér er að batna! Þú gazt ekki gert þig svo grimma á svipinn fyrir viku síðan. Þú gazt ekki einu sinni gert það í morgun. Ég er himin- lifandi!“ En hún fékk ekkert svarbros. Og það hefði hún helzt af öllu viljað fá. Svörun. Eitthvað sem gæfi til kynna samvinnu og við- tökuhæfni og skæri úr um heil- brigði heilans. „Mrs. Manson, brostu. Brostu, aðeins einu sinni og þá skulum við láta kvöldsopann eiga sig.“ Kvölin í augunum, sem horfð- ust á við hana, var nærri því rneira en hún gæti afborið. Mrs. Manson var að reyna að brosa, en hún hefði eins vel getað reynt að hlaupa. Milly sagði: „Jæja þá, jæja þá, vina. Hugsum ekki meira um það.“ Hún velti töflunni í holum lóf- anum; þetta var hylki og rann létt og liðlega. Hvað á ég nú að taka til bragðs? Ég get ekki neytt hana — ekki meðan hún er svona á svipinn. En ég verð að reyna að gera henni skiljan- legt að ég sé á hennar bandi, að það sem ég bið hana að gera sé hið rétta. Ég verð að komast að því hvað olli þessari skelfingu hennar. Hún getur ekki verið svona í alla nótt. Það get ég ekki heldur. Ef ég reyni mjólk- ina aftur; ef ég reyni að fá hana til að drekka mjólkina ... Upphátt sagði hún: „Mrs. Manson, gerðu svo vel að drekka mjólkina. Ég skal ekki nauða frekar á þér með töfluna. Ég veit að þér er illa við hana enda þótt þú hafir gott af henni. En drekktu mjólkina. Þetta er at- vinna mín, Mrs. Manson, og ég þarfnast hennar. Doktor Bab- eock kynni að senda mig burt ef hann yrði þess vísari að ég gæti ekki — gæti ekki talið um fyrir þér. Og ég vil ekki fara burt. Gerðu það, Mrs. Manson, min vegna, að drekka ofurlitla mjólk." Augu Mrs. Manson fylltust af tárum. Þau söfnuðust hægt og loddu við augnhár hennar. Það var ekki fyrr en þau voru orðin of mörg, sem þau byrjuðu að hrynja. Milly lagði mjólkina frá sér á borðið og stakk töflunni aftur í glasið. „Mig langar til að hjálpa þér,“ sagði hún vansæl, „en ég er ráðalaus sjálf. Ég get ekki fundið neina leið. Geturðu ekki gefið mér einhvers konar merki? Geturðu ekki horft á eitthvað í herberginu, sem gæti komið mér á sporið?" Vonin ljómaði í augum Mrs. Manson. Þetta augnaráð gat jafnvel barn skilið. „Svona, já,“ sagði Milly glöð. „Þarna sérðu. Við erum ekki svo vitlausar, við stöndum okk- ur. Nú ráðum við bót á þessu, er það ekki? Er það eitthvað í herberginu, sem þú ert hrædd við, eitthvað sem ég veit ekki um?“ Augun mættu augum henn- ar og héldu þeim föstum, eins og hendi sem rétt væri fram til að grípa um aðra hendi. Þau leiddu hana að náttborðinu. Á borðinu var ekkert nema mjólk- urflaskan, bollinn, sem mjólkin var að kólna í og lyfjaglasið. Og tveir línvasaklútar, snyrtilega samanbrotnir. Sömu hlutirnir og voru þar á hverju kvöldi. Það gátu ekki verið vasaklút- arnir. Þá átti hún sjálf og þeir voru merktir með upphafsstöf- um hennar N. M. í litlum blóm- sveig. Það var ekkert skelfilegt við vasaklút. Hún hristi úr þeim. Þeir voru hreinir, tómir, ilmandi. Hún snart aðra tárvotu kinnina og horfði aftur á borðið, fylgdi bendingu augnaráðsins, sem beint var að sérstökum stað. Töflurnar? „Þú getur ekki verið hrædd við þessar töflur, Mrs. Manson. Þú hefur tekið þær á hverju einasta kvöldi. Þetta eru sömu töflurn- ar; við höfum ekki skipt um.“ Hún velti glasinu milli fingra sér. „Sjáðu. Somi lyfsalinn og allt. Fjórar litlar töflur - fyrir fjórar nætur í viðbót... Nei, nú dámar mér ekki! Þarna hitti ég á það, var það ekki?“ Augnaráðið var breytt; það var fullt af ákefð, óþoli, hryll- ingi. Það kom nærri í stað orða. Það aðvaraði, bað og grátbændi. Mrs. Manson hafði verið í djúpi örvilnunar en nú var hún að koma aftur á yfirborðið. Allt í einu orðin hrædd við lyfið, hugsaði Milly furðulostin. Ég skal kippa því i lag undir eins. Hún náði í handtösku sína og lét lyfjaglasið í hana, og hélt þannig á töskunni að Mrs. Man- son gat séð hverja hreyfingu „Sjáðu," sagði hún. „Þetta er jafngott og að ég hafi fleygt því. Og á morgun segi ég Bab- cock að þér sé álíka vel við það og eitur.“ Eitur. Þessi kjánalega athugasemd, sem einhver hafði viðhaft um eitur, þegar þau höfðu verið með vínglösin í dag; hún gat hafa komið þessu af LEIKID FJÓR- HEMT stað. Hún hafði legið einsömul, milli svefns og vöku, hlustað á rigninguna, rifjað upp. Þegar Milly kom aftur að rúminu, sagði hún: „Það er allt í lagi með þessar töflur, kjáninn þinn. Ég er bara að gera þér til geðs vegna þess að mér er vel við þig. Liður þér nú betur?“ Nei, Mrs. Manson leið ekki betur. Hún horfði enn á borðið; augu hennar héldu áfram að tala. Varir hennar, þurrar og stirðar, streittust við að mynda orð. Mrs. Manson sá eitthvað, sem aðeins hún gat séð, og hún var að reyna að segja frá þvi. Það var vonlaust og hún vissi það, en hún var að reyna. Milly varð skyndilega gripin yfirþyrmandi uppgjafarkennd. Þetta var móðursýki, þetta var eitthvað sem hún gat ekki ráðið við ein. Manson? Cory? Hún leit á herbergishurðina, á glerdyrn- ar. George? Handan við gler- hurðina og svefnsvalirnar, hin- um megin við garðinn, var George öruggur i sínu húsi. Hún gekk að skerminum og í kring- um hann, án þess að vita af tryllingslegu augnaráðinu sem fylgdi henni. Það var kalt á svefnsvölunum og vindurinn var regnvotur og raunalegur. Hann kveinaði í trjánum og vafnings- viðnum, og strauk um andlit hennar með rökum fingrum. Það var dimmt í herbergl Georges, myrkur um allt húsið. Hún leit til vinstri, eftir endi- löngum svefnsvölunum. Svalirn- ar náðu allt að gafli hússins, breiðar og skuggalegar af slút- andi trjákrónum og vafnings- viði. Af þeim var innanger.gt í herbergi Mr. Manson, sömuleiðis i herbergi Bruce Cory. En í her- bergjum þeirra var einnig dimmt. Svo langt sem hún gat séð var hvergi ljós í glugga. Mrs. Manson hlaut að hafa verið róleg þegar þeir fóru að FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.