Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 12
og túnin græn við silfurtæran sjó
og svalir fossar, dalablómin smá. —
Og samt á hér að búa þýlynd þjóð
og þræla, greiða auðsins drottni skatt,
og bera enn á klakann list og ljóð
og láta slokkna hjartans innstu glóð.
— Vér spyrjum þá, sem braska með vort blóð
Var borguð með því skuldin? Er það satt?
Það er svo létt um logna eiða nú,
því ljónið geymir stundum sína bráð.
— En hver vill hjara á þeirri nýju náð
til 1943?
Hvort myndi ei nær að hefja markið hæst,
er hættan ógnar, tákn í lofti sést?
Nær getur vorsins voldug hugsjón rætzt,
ef viljinn bregst, er dáðin skyldi mest?
Nær mun þeim opnast sólarsýnin glæst,
sem ,svíkja lífið — slá þess boði á frest.
Hvort vakir þú? Hvað viltu, íslenzk þjóð?
Er von mín aðeins hylling, draumur, ljóð,
að sjá þig stefna heila á sigurhæð,
er hvolfist yfir næsta syndaflóð?
... Að sjá þig rísa, opna þína æð
til æðstu fórnar, — breyta þinni smæð
í hjartans söng, í andans vökuóð,
unz óskin mikla verður hold og blóð?
Og er það aðeins hugans svikul sýn,
að sjá hinn prúða, glaða vinnulýð
í sveit, á firði, fagna nýrri tíð
og finna loks, hve mannsins skylda er brýn?
. .. Þú, rauða lið, sem hófst á hæsta stig
hið helga frelsiskall — ég treysti á þig!