Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 13
KRISTINN E. ANDRÉSSON
NÝ BÓKMENNTASTEFNA.
Sú löggróna hefð, þá er lýst er nútímanum, að gera
samanburð við fortíðina, skal ekki að öllu leyti brotin.
í fagurri liillingu sjáum við enn þá tíma, fyrir einni
öld síðan, þegar leiftraði fram úr myrkri svartrar næt-
ur dagur Goethes, Schillers og Heines. Reyndar skild-
um við aldrei gildi þeirra, en fundum aðeins, að líf-
ið var bjartara og innilialdsrikara eflir. Og okkur bár-
ust til eyrna ný, lirífandi nöfn, eins og rómantik og
klassik. Geislar þessa dags hér heima voru ljóð þeirra
Jónasar og Bjarna. Grár veruleikinn ljómaði í óþekktri
fegurð, og óskirnar, sem ekki liöfðu þorað að láta á
sér bæra, fengu allt í einu mál. Það var hin íslenzka
endurreisn. Og svo varð kvöld eftir þennan dag, en roð-
inn hvíldi lengi á tindunum.
Og enn risu nýir tímar, fyrir hálfri öld síðan, þegar
Emile Zola leiddi fram úr fylgsnum Parisar nýjan veru-
leik, og naturalisminn varð hið máttuga orð. Margar
þrumuraddir kváðu þá við i bókmenntunum: Ibsen,
Tolstoj, Brandes. Yið hlustuðum, undruðumst eða dáð-
umst, skildum, að mikil hræring var í heiminum, en
vissum þó ekki, hvað um var að vera. Hér lieima lcváðu
Geslur og Þorsteinn, framandi og lieillandi í senn.
13