Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 14
Við livortveggja þessara tíma höfum við tengt minn-
ingar um nýtt líf með þjóðunum. Og það birtir enn yfir
hug okkar, þegar skáldin eru nefnd eða ljóðin, sem við
getum ekki gleymt frá þeim tímum. Og við erum alll
af sérstaklega sammála um þessi efni.
En er mönnum þá ljóst, að enn roðar af nýjum degi
í bókmenntasögu heimsins, svo sólbjörtum og heiðum,
að þeir tveir, sem ég nefndi, eru aðeins sem ljúfir vor-
boðar i samanburði við hann? Er það inönnum ljóst,
að við lifum einmitt nú uppkomu liins glæsilegasta
tímabils, er nokkru sinni hefir runnið í bókmenntum
heimsins? Ef svo er ekki og komi mönnum þessi full-
yrðing á óvart, og þykist menn t. d. ekki geta komið
auga á þau skáld nú, er borið gæti uppi slíka tíma, þá
er gott að rifja upp sögu liinna eldri skálda og dóma
samtíðarinnar um þau. Fulltrúum nýrra tíma er sjald-
an haldið liátt á loft opinberlega. Og svo er einnig um
skáld hins nýja dags. Mörg fara huldu liöfði, eru út-
lagar í föðurlandi sínu, sitja í fangelsum, eiga raddir,
sem varnað er að ná til fjöldans, er þær kveða fyrir,
þó smjúga þær gegn um múra, berast frá manni til
manns, vekja bergmál í fjarlægri álfu og þyt í hverj-
um skógi. Reynt er að einangra þær, þó syngja þær í
samstilltum kór um allan heiminn.
í rauninni er hið nýja tímabil ekki sambærilegt við
önnur, sem á undan eru gengin. Hinar eldri bókmennta-
stefnur náðu aðeins um nokkur lönd, sú, sem nú er að
hefjast, grípur um allan heim. Hún rís ennfremur af
dýpra grunni og er fullkomnara eðlis. Upptökum henn-
ar, sérkennum og þróun verður lýst hér á eftir, að svo
miklu leyti sem þekking nær til.
14