Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 15
I.
Bókmenntir og félagslíf.
Við höfum séð stefnur risa, lieyrt talað um marga
isma, lirifist af voldugum skáldum, en vitað fátt um
það, hvaðan allt þetta kom. Við liöfum jafnvel verið
tilleiðanlegir til að halda, að gáfur snillinganna væru
ekki af þessum heimi og ismarnir væru öldur, sem guð-
legur innblástur þeirra liefði vakið liér á jörðu. En
flestir, sem annars halda áfram að liugsa, hafa snúið
baki við þessum fjarstæðum. Nú viðurkenna menn, að
skáldin og ljóðin eigi jarðlegan uppruna og komi fram
i sambandi við ákveðnar hræringar þjóðfélagsaflanna.
Oftast hefir frelsisþráin verið hinn mikli aflgjafi bók-
menntanna. Það var hún, sem tendraði lijörtu skáld-
anna um fyrri aldamót, og af frelsisbaráttu alþýðunn-
ar reis naturalisminn i lok siðustu aldar. Nú skilja
fleiri og fleiri, að hókmenntirnar eru straumar á djúpi
félagslífsins, að fjöldinn ber skáldin fram, og að öll
þau beztu, er hrifa liug okkar, eiga dýpstar rætur í fé-
lagslífi samtiðar sinnar. Enn á ný er það frelsisbarátta,
margfalt voldugri og víðtækari en áður, á alþjóðlegum
grundvelli, er vekur hina nýju stefnu. Upptök liennar
verða því ekki skýrð nema í sambandi við hin félags-
legu rök, sem liggja til grundvallar henni. Hin nýja
stefna markast af sköpun Sovétríkjanna, stéttabar-
áttu verkalýðsins í auðvaldslöndunum og frelsisbaráttu
nýlenduþjóðanna. Hinir stórfenglegustu atburðir tím-
anna hafa kallað hana fram eða sett dýpst mót á hana.
Því er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim. Þeir at-
burðir eru heimsstyrjöldin mikla, stofnun Sovétríkj-
anna, heimskreppan og valdataka fasismans á Þýzka-
landi.
Heimsstyrjöldin mikla.
Þessi örlagaríki heimsviðburður dró að sér hugsun
hvers einasta manns á jörðinni. Stríðið sogaði í hring-
15