Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 16
iðu sína líf tugmilljóna manna, drakk blóð og merg;
heillar kynslóðar, og kippti úr skorðum allri gamalli
skipun heimsins, er áður var talin óraskanleg. Svo»
þungur var þessi viðburður i aðdraganda sínum einum
saman, í hinni allsherjar yfirvofandi nálægð, að jafn-
vel skáld, sem aldrei lifðu hann sjálfan, hafa túlkað í
ljóðum sínum hryllingu hans, þá rotnun og þann dauða,
sem honum fylgdi, og hina vitfirrandi draugastemn-
ingu hans. Þarf ekki annað en minna á kvæði Georgs
Heym, stórskáldsins þýzka, er dó 1912. Styrjöldin kom
ekki undirbúningslaust, og jafnvel störf ýmissa fræg-
ustu skálda eru samtvinnuð við undirbúning hennar. 1
þeirra tölu er snillingurinn Nietzsche. Og þegar til styrj-
aldarinnar kom, lirifust skáldin út í hana, i sömu fávizk-
unni og fjöldinn, jafn blindri og örlagaríkri. Funandi
ættjarðarljóð og hetjusöngvar, af stjórnlausri hrifn-
ingu: Það voru fyrstu áhrif styrjaldarinnar á skáldin..
Aðeins örfá hinna allra djúpsæjustu hófu þegar raust
sína móti heimsstyrjöldinni. En til slíks þurfti þrek og
sterka sannfæring á þeim dögum. Það þrek áttu Max-
im Gorki, Romain Rolland, Martin Andersen-Nexö,.
Stephan G. Stephansson og nokkur fleiri.
í striðinu sjálfu, eftir að það komst i algleyming,,
héldu mörg skáldin áfram að syngja því lof eða reyndu
a. m. k. að gefa fásinnu þess inntak óhjákvæmilegra
örlaga, er fælu i sér einhvern dýrðlegan ávinning. En
þó leystust innan skamms ljóð flestra þeirra upp í sund-
urslitin hróp, skilningslaus og lijálparvana, hávær vitni
um kaos og brjálæði tímanna. Þá varð Henri Barbusse,
fyrstur allra, af vígvellinum 1916, til þess að kveða op-
inberlega upp úr um hrylling og fásinnu styrjaldarinn-
ar, í sögunni „Le Feu“.
Stríðið heldur áfram. Tugur milljóna fellur i valinn,.
heilar þjóðir eru flakandi i sárum og sveltandi. Alþýð-
unni blæðir, en valdhafarnir halda stríðinu áfram. En
lirifningunni verður ekki lengur haldið uppi. Andmæl-
16