Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 17
in gegn stríðinu eru vakin, glýjan fellur af augunum.
Hin nýju áhrif styrjaldarinnar koma i ljós: skilningur
á veruleik hlutanna. I fjöldagrafirnar lirynja hugsjón-
irnar, æskan og lífið. Þær kvarnast niður, ögn fyrir ögn.
Menn standa varnarlausir, villtir og sturlaðir, frammi
fyrir tortíming, kvölum og dauða. Menn sjá allt týnast,
er þeir liafa byggt á líf sitt, framtið, ást og vonir. Him-
ininn var hruninn og jörðin titraði af kvölum. En óbæri-
legast var allt í skynjun þeirrar voðalegu staðreyndar,
að öll fórnin liafði verið til einskis, allt hefði verið
svik og blekking. Og skáldskapurinn breytist i nakin
liróp: liróp á mannúð, réttlæti, tilgang, hróp á nýja
jörð og miskunnsamara líf. Expressionisminn hlossar
upp. Aldrei liöfðu lieyrzt i hókmenntunum jafn kvala-
full ljóð, með jafn hrópandi þrá og óhjúpuðum, lit-
sterkum tilfinningum, eins og lijá þeirri kynslóð, sem
stríðið rændi frá allri æsku og öllum æskudraumum.
Sígilt vitni þessa er „Die Menschheitsdámmerung“, er
út kom í Berlín 1920, safn af kvæðum 23 ungra skálda.
Lolcs neitar alþýðan að herjast. Það eru endalok
stríðsins. Byltingar í ýmsum löndum: Það eru ályktan-
ir þær, sem alþýðan dregur af reynslu þess. Hinn mikli
lærdómur styrjaldaráranna kveikist í vitund milljóna
manna: hið gamla þjóðfélagsskiimlag leiðir út í glötun,
heimurinn verður að umskapast frá grunni.
Stofnun Sovétríkjanna.
Og þá gerðist sá mikli viðburður, upp úr fásinnu
þessarar styrjaldar, að nýtt ríki, með gersamlega nýju
skipulagi og nýju innihaldi, var grundvallað, riki, sem
táknar nýtt uppliaf í sögu mannkynsins og innleiðir
hinn nýja dag i hókmenntasögu heimsins. Það riki eru
Sovétlýðveldin, er stofnuð voru með sigri rússnesku
byltingarinnar 1917.
Áhrif þessa viðburðar voru þegar djúptæk á alþýðu
17