Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 18
annara landa. Hann beindi henni leiðina út úr ófriðn-
um og gaf kröfum hennar um nýja tíma ákveðið form.
Byltingar fóru jafnvel fram í nokkrum löndum. Þó tókst
að draga úr mætti þessara álirifa og villa miklum iiluta
alþýðunnar sýn á þeim athurðum, sem gerðust í Sovét-
ríkjunum. Á fjórða ár héldu auðvaldsríkin sameinuð
uppi stríði gegn þeim, án þess að alþýðan gerði veru-
lega kröftug mótmæli. I hópi menntamanna og skálda
áttu þau fáa málsvara. Þó lýsa þar nokkur nöfn,
hinna djúpskyggnustu og göfugustu manna. Ameríski
rithöfundurinn, John Reed, skrifar sögu byltingarinnar
af sjaldgæfum skilningi á samtíma viðhurði*). Ander-
sen-Nexö var málsvari Sovétrikjanna frá byrjun. Sama
var um Rolland, en þó skildi jafnvel ekki hann á þeim
tímum, hvað stofnun þeirra í raun og veru táknaði í
sögu heimsins. Bernhard Sliaw og H. G. Wells liéldu
einnig háðir uppi vörnum fyrir Sovétríkin, en ekki þarf
annað en lesa hók Wells, Russia in the Shadows, er
liami skrifaði eftir ferð sina til Sovétrikjanna 1920, lil
þess að sannfærast um, liversu liraparlega hann hrast
skilning á því, sem þar var að gerast.
Á þjóðirnar innan Sovétríkjanna hafði byltingin þeg-
ar gagnger áhrif. Hún táknaði lausn úr ánauð fyrir
verkalýð og bændur, og framrás nýrra krafta á öllum
sviðum þjóðlifsins. Hún sneri vitfirring stríðsins upp í
tilgangsríkt starf í þágu alls vinnandi lýðs. Eftir sjálft
umrót byltingaráranna liefst hin volduga nýhygging
sósíalismans. Nýtt félagslíf skapast og ný félagsleg átök,
sem engin dæmi þekkjast til áður i veraldarsögunni.
Samfara þessum félagslega vexti sprettur nýr menning-
argróður, sem alltaf vex liærra og hærra. Skáld verka-
lýðs og bænda ltoma fram í hverri sveit og horg: nýir
menn, jafn ófimir fyrst í stað í orðsins list eins og að
liandleika einföldustu tæki vélamenningarinnar, en þeir
eiga kraft upprunaleikans og takmark að keppa að.
*) Ten Days that Shook the World.
18