Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 20
En þá skellur yfir viðburður, sem næst eftir heims-
styrjöldina miklu veldur mestri röskun á hugmyndum
og lífi hvers manns í auðvaldslöndunum. Það er heims-
kreppan mikla, sem byrjaði 1929, og staðið hefir óslit-
ið síðan. Menn vakna óttaslegnir upp við hana, eins og
jarðskjálfta. Hún liristir jafnvel mest, svo liggur við
hruni, hið trausta vígi auðvaldsins, Ameríku, þar sem
eilíf blómgun kapítalismans var óbifanlegt trúaratriði
manna. Iiún grípur um bvert landið af öðru. Fjárhag-
ur sterkustu ríkjanna. riðlar. Atvinnulíf hrynur í rúst-
ir, og milljónir manna eru sviftar lífsmöguleikum.
Menningarskilyrði eru brotin niður, svo að tekur fyrir
andlegan vöxt á öllum sviðum menningarlífsins. Allt
þetta rumskar óþyrmilega við mönnum, jafnvel þeim,
sem létu sig einskis skipta þjóðféiagsmál áður. Bern-
hard Shaw hefir i leikriti sínu, Too True to be Good,
gefið snjalla lýsingu á örvæntingu gamals, trúaðs Eng-
lendings, er hann sér allan þann grundvöll hrynja, er
hann liefir byggt á líf sitl og skoðanir. Öll lögmál bafa
raskazt og allar gamlar kenningar, jafnt í nátlúruvis-
indum og félagsfræði. Ekkert er eftir af þeim, nema tætl-
ur og tötrar. „Heimurinn er orðinn óskiljanlegur, ég
liefi villzt og sturlazt í honum“, lætur Shaw m. a. Eng-
lendinginn lirópa. Spekingur hins hrynjandi auðvalds,
Oswald Spengler, lýsir tímum heimskreppunnar þann-
ig: „Við lifum óheyrilegt eldgos. Það er skollin yfir
nótt, jörðin skelfur og eldhraun flæða yfir heilar þjóð-
ir“ (Jahre der Entscheidung). Uggur fer um borgara-
stétlina. Sókn verkalýðsins harðnar. Ólga byltingartím-
anna rís að nýju. Samanburður er gerður á Sovétríkj-
unum og auðvaldsheiminum: annars vegar vöxtur, liins
vegar hrörnun. Andi stéttabaráttunnar altekur beiminn.
Hvorumegin skiparðu þér? er spurning, sem ekki verð-
ur lengur umflúin. Trúin brestur á framtíð auðvalds-
skipulagsins. Fylking hinna borgaralegu skálda riðlast.
Hvert þeirra af öðru gengur til ákveðins fylgis við verk-
20