Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 22
armerki þessa yfirvofandi hruns var valdataka fasism-
ans á Þýzkalandi 1933. Þinghallarbruninn var táknrænn
atburður. Til allra menntamanna talaði þó annar at-
burður jafnvel enn skýrara máli um eyðingareðli fas-
ismans: bókabrennan 10. maí 1933, og flæming heims-
frægra fulltrúa þýzkrar menningar frá menntastofnun-
um þjóðarinnar. Burtrekstur Heinrichs Mann úr for-
setastóli þýzka skálda-akademísins var ögrandi viðvör-
un til frjálslyndra menntamanna um allan heim, enda
risu þegar sterk mótmæli. Fasisminn hafði reyndar birt
eðli sitt áður, á Ítalíu og í Japan. Vorið 1932 var t. d.
hafin skipulögð árás á marga beztu fulltrúa japanskr-
ar menningar, 20. febr. 1933 var Kobajasi, einhver efni-
legasti rithöfundur Japans, myrlur í Tokio. Áhrif þessa
viðburðar voru takmörkuð. En þegar í sjálfu „hjarta
Evrópumenningarinnar" gerðust slíkir atburðir eins og
á Þýzkalandi, varð ekki lengur lokað augunum fyrir
þeim. Enn einn heimsviðburðurinn hratt svo við mönn-
um, að jafnvel einangraðir vísindamenn, sem aldrei
komu áður út í dagsljós félagslífsins, vöknuðu af hlut-
leysissvefni sínum og liófu upp raust sína. Ástand
heimsmenningarinnar var vegið að nýju, endurskoðað
og íliugað. Hvaða andleg verðmæti hafði fasisminn á
Italíu skapað? 1 gagnrýni þeirra sjálfra heyrðist ekk-
ert nema kvartanir um andleysi og menningardauða.
Hvað var um Sovétríkin? Var þar raunverulega að skap-
ast ný menning? Hver sigurinn af öðrum á ýmsum
sviðum vísinda og lista virtist sanna það. Hafði þjóð-
skipulagið þá gagnger áhrif á menninguna? Hugsun
manna lilaut að beinast inn á þessar brautir. Og fregn-
irnar frá Þýzkalandi verða stöðugt liryllilegri. Ofsókn-
ir, fangelsanir, og einhverjar ægilegustu pyndingar, sem
veraldarsagan kann að greina. Viðbjóður og skelfing,
meiri en orð fái lýst, grípur hvern hugsandi mann í
heiminum. Alþjóðlegar mótmælaöldur rísa, hver af ann-
ari, hæst í sambandi við málaferlin út af þinghallar-
22