Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 23
brunanum. Hetjan Dimitroff hlaut viðurkenningu og
samúð alls heimsins. Langt inn í raðir borgarastéttar-
innar var litið á Dimitroff sem glæsilegasta fulltrúa
liins nýja tíma. Menn dáðust að honum og viðurkenndu,
að sigur lians táknaði um leið sigur kommúnismans yf-
ir fasismanum, þó að fullnaðarúrslitin yrðu að bíða
nokkur ár. Og þegar við sigur Dimitroffs bættust álirif
rithöfundaþingsins í Moskva 1934, en menningarniðsla
fasismans var í balcsýn, þá riðlaðist meir en nokkru
sinni fyrr fylking liinna borgaralegu ritliöfunda og
menntamanna, en máttur verldýðshreyfingarinnar og
menningarfulltrúa hennar óx. Aulc meginþorra af beztu
skáldum Þýzkalands, skipaði sér fjöldi rithöfunda af
öðrum þjóðum til liðs við verklýðshreyfingmia, eða
a. m. k. til andstöðu við fasismann.
Yfirlit.
Allir þessir heimsviðburðir, sem svo gagnger áhrif
hafa haft á líf hverrar þjóðar og jafnvel hvers ein-
staklings innan þjóðfélaganna, eru að dýpstu rótum
tákn hinna miklu átaka, sem eiga sér stað allt þetta
tímabil milli borgarastéttar og verklýðsstéttar, milli hins
gamla og hins nýja tíma. Hið gamla, sem er að
hrynja, það eru tímar auðvaldsins, hið nýja, sem er að
vaxa fram, það er verklýðshreyfingin og sósíalisminn.
Þvi lengra sem líður á þetta tímabil, þvi meir dregur
til úrslita milli liinna tveggja meginafla, því skýrar
koma í ljós átölc stéttanna. Með verklýðslireyfingunni,
liinum nýja rísandi tíma, kemur fram ný tegund slcálda
og ný bókmenntastefna. Efling hins nýja tíma annars
vegar, þar sem Sovétríkin eru ljósasta dæmið, og hins
vegar hrörnun gamla tímans, eins og heimsstyrjöldin,
kreppan og fasisminn bera glöggt vitni um, hefir liaft
þau áhrif á mikinn fjölda hinna borgaralegu skálda,
að þau hafa snúið baki við stétt sinni. Átök tímanna
23