Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 24
liafa orðið svo auðsæ, að menntamenn og skáld hafa
ekki getað verndað það ldutleysi, sem þau höfðu þrá-
sinnis áður að yfirvarpi. Þau komust á engan hátt hjá
þvi að taka stéttarafstöðu. Og þá var ekki um annað
að ræða fyrir hvert heiðarlegt skáld en ganga í lið með
verklýðsstéttinni. André Gide sagði i sumar á Alþjóða-
þingi til varnar menningunni: „Við, sem vaxnir erum
upp í borgaralegu þjóðfélagi, vitum, að hið dýrmæt-
asta, sem vð getum gefið öðrum, verður einungis til í
andstöðu við venjuna, lýgina og grotnunina i hinu borg-
aralega þjóðfélagi. Samfélag við borgarastéttina? Nei,
slíkt kemur ekki til mála. Samfélag við verklýðsstétt-
ina er leiðin, sem við verðum að fara.“ Á þennan hátt
komast skáldin inn á algerlega nýja braut, sem þau
hafa allt af forðast áður. Allar starfsaðferðir þeirra
verða aðrar og allur skilningur þeirra annar á gildi
og tilgangi listarinnar. Þau voru gengin til fylgis við
nýja stefnu í bókmenntasögunni, hvort sem þau höfðu
viljað eða ekki, knúin til þess af rás viðburðanna, af
staðreyndum tímanna. Með öðrum orðum, þau þrosk-
uðust yfir í menn með nýjum sjónarmiðum, sem farn-
ir eru að starfa samkvæmt þeim, oft áður en þeir
sjálfir vissu. Þróun þessara skálda, sem verða til og
mótast með hinum nýja tíma, verður nú lýst nánar í
næsta kafla.
II.
Skáld hinnar nýju stefnu.
Hið fyrsta, ef við viljum skilja skáld hinnar nýju
stefnu, er að kynnast sambandi þeirra við veruleik
okkar tíma, miklu nákvæmar en lýst liefir verið. Þau
skáld, sem þróuðust og urðu ný með tímunum, eru fyrst
og fremst veruleikans menn. Þau liafa horfzt í augu
við staðreyndirnar og kynnzt alvarleik þeirra. Auðvit-
að hefðu þau heldur kosið gleði og meira samræmi við
drauma æskunnar. En staðreyndirnar urðu ekki um-
24