Rauðir pennar - 07.12.1935, Qupperneq 25
flúnar, því að líí’ið sjálft kom með þær. Þau áttu þrá til
að vaxa og starfa og vera frjáls, en er þau ætluðu sér
að lifa eftir henni, þá kom striðið og kreppan og fasism-
inn og fyrirskipuðu þeim manndráp og aðra fásinnu.
Þau gátu ekki fundið vit í þessum hlutum og höfðu gert
sér allt aðrar hugmyndir um lífið. Þó eru það ekki hinir
stærstu viðburðir, sem taka til alls heimsins og eru eins
og samnefnarar allra þjáninga, er skáldin lifa svo djúpt,
að þau verða upp l'rá því nýir menn. Ógn þeirra er ein-
staklingnum óskiljanleg. Það eru hinar einfaldari stað-
reyndir, brot þessara ógna, er á margvíslegan hátt snerta
manns eigin reynslu, hinar smáu, hversdagslegu stað-
reyndir, er veittu skáldunum hæfileikann til að skynja
dýpt hinna stærri viðburða. Þjáning eigin brjósts, órétt-
læli framið fyrir augum þeirra sjálfra, gaf þeim skiln-
ing á þjáningu annara manna og óréttlæti því, sem auð-
valdslieimurinn er fullur af. Skáld hinnar nýju stefnu
eru flest vaxin upp meðal fjöldans, hafa orðið að lifa
lífinu, eins og það kom fyrir, ekki getað umflúið stað-
reyndir þess, ekki múrað sig inni og lokað hliðinu út
til mannanna, sem þjást, eða keypt sig frá lífsskilyrð-
um fjöldans og sál sinni. Þau urðu sjálf að fara í stríð-
ið með verkamönnunum, sáu slaðreyndir skotgrafanna,
sundurtætt lík félaganna, en skynjun þeirra var köld,
þangað til einn dag, að þau athuga augu vinar síns og
sjá, hvað þau eru orðin víð og fjarræn og hvernig þau
horfa inn í sjálf sig, svo liræðilega alvarleg, eins og
hinnzta spurning um tilgang í lífinu, og frá þeim degi
er öll sjón þeirra breytt. Þau hafa sjálf, af þvi þau
voru fátæk eða sungu um vaxlarþrá lífsins, reynt ein-
liver þjáningaratriði fasismans, verið rekin frá störfum,
varpað í fangelsi eða flæmd úr landi, séð saklausa menn
beitta órétti, séð andlit félaga sinna afskræmd af pynd-
ingum og kvölum, og þó er það ef til vill ekki neitt
af þessu, sem haft hefir dýpst áhrif á þau, heldur að-
eins þögn, sem settisl að vini þeirra og ekkert vald virt-