Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 26
ist geta rofið, þangað til allt í einu að koma, eins og
tilefnislaust, út úr þessari óbifanlegu þögn nokkur sund-
urslitin orð, eins og einhvers staðar langt að innan, úr
djúpi, er þau vissu ekki, að til væri i manninum, og
þegar þau koma, þá smjúga þau inn i hjarta skálds-
ins og vekja þar tilfinningar, sem ekki voru áður, og nýj-
an skilning á veruleik lífsins. Þau hafa sjálf, af þvi þau
voru úr verklýðsstétt, orðið að þola staðreyndir skorts
og atvinnuleysis, vitað sjálf af þeim, ekki einhvers stað-
ar i útjaðri horganna eða i öðru landi, heldur á eigin
heimili eða af eigin reynslu, og eftir það liöfðu Ijóðin
um fegurð og fögnuð lífsins minna gildi en áður. Og
skáldin sáu samtímis, hvernig menn urðu rikir og mátt-
ugir af því að svikja aðra eða ryðja þeim úr vegi, og
áður en þau vita af, eru liugsanir þeirra um mennina
orðnar hreyttar og ást og hatur farið að greinast skýr-
ar að í hrjósti þeirra. Allar þessar staðreyndir, sem
sjaldnast koma ein og ein, heldur margar saman, þess-
ar hversdaglegu staðreyndir, sem skáldin gátu ekki um-
flúið, af því þau eru veruleikans menn og verða að hlíta
lífsskilyrðum fjöldans, rufu smátt.og smátt þoku gam-
alla blekkinga, er þau ef til vill áttu, um réttlæti og
persónulegt frelsi i þjóðfélaginu. Það eru þessi einföldu
atvik úr persónulegri reynslu, sem opnað hafa augu
þeirra fyrir hinum þyngstu staðreyndum, hinum al-
mennu, um þjáningu, ranglæti og vonsvik lífsins. Stund-
um var það aðeins fátækleg, algeng ósk, sem menn höfðu
oft heyrt, en ekki veitt athygli, fyrr en einn dag, að
hún er sögð með nýjum hreim og það fylgir henni eitt-
hvað í svip eða handtaki, svo að hún rennur saman við
manns eigið blóð. Svo djúptæk verða áhrif þessara stað-
reynda, að hjarta skáldanna fer að brenna af þrá eftir
réttlátara og miskunnsamara lífi og titra af samúð með
öllum, sem þjást, og finna til með öðrum mönnum, eins
og hluta af sjálfum sér.
Og þó eru þau ekki enn orðin skáld hinnar nýju stefnu.
26