Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 28
allt þetta land og ómurinn yfir því var sigurbragur.
Og upp frá þessari stundu voru skáldin ný. Þau liafa
lifað staðreyndir liins gamla og liins nýja. Þau liafa
fullkomnað alla setninguna, stirb und werde. Nú litr-
ar ekki einungis lijarta þeirra af samúð með þeim, sem
þjást, heldur Iiefir einnig hugur þeirra séð ráðin til að
útrýma þjáningunni, nú á líf þeirra tilgang, og allar
hinar upprunalegu óskir um fegurð og frelsi og afrek
lifa og syngja, eins þótt dauðinn og eggjar lians sé yf-
ir höfði þeirra, nú hafa þau fundið sjálf sig og köll-
un sína, að starfa með vaxtaröflum lífsins og fylgja
áfram þróun þess, frá fortíðinni og yfir til framtiðar-
innar. Þetta eru skáld hins nýja dags.
Hin nýju skáld spretta upp um allan heim, við marg-
vislegustu skilyrði. Fjöldi þeirra er vaxinn upp á heim-
ili verkamannsins, við fátækt og þröng lífskjör, en mörg
eru líka komin úr horgarastétt, af heimilum efnaðra
manna, og hafa notið þæginda lífsins. ÖIl eiga þau sam-
eiginlegt, að liafa gengið til liðs við verklýðshreyfing-
una og hrifist af liugsjón eða veruleik sósíalismans, og
eftir það liafa hlutskipti þeirra um allan auðvaldsheim-
inn orðið svipuð: ofsóknir í einliverri mjmd. En þrátt
fyrir það margfaldast tala þeirra, og livers konar höml-
ur, sem lagðar eru á þroska þeirra, þá vaxa þau hin-
um borgaralegu skáldum yfir höfuð, því að þau ausa
af lind upprunaleikans og magnast krafti sókndjarfrar
og sigrandi stéttar. I Sovétríkjunum einum njóta þau
fullkominnar viðurkenningar og frelsis. Þar vaxa þau
örast og ná fyllstum þroska. Þar er upphaf sögu þeirra
og þar er forystulið þeirra.
Það er engin leið að geta hér um nema fá hinna nýju
skálda, og þaðjnjög af liandahófi, þvi að slíkur er fjöldi
þeirra, sem nauðsynlegt væri að minnast á. Svo að yfir-
litið sé gleggra, verða þau greind hér að í þrjá l'lokka.
28