Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 29
Sovétskáld.
Um all-langt skeið höfðu aðalsskáldin sett mestan svip
á rússneskar bókmenntir. Áður en byltingin varð, voru
þau farin að úrkynjast, og með henni hurfu þau af svið-
inu. Sem dæmi um síðustu fulltrúa þeirra má nefna
Bunin (f. 1870) og Alexej Tolstoj. Bunin hneigðist um
tíma til marxisma, en fór úr landi 1918 og hefir siðan
lifað erlendis. Fegurð liaustsins býr í skáldskap hans,
og viðurkenning þeirrar fegurðar voru Nobelsverðlaun-
in, er liann hlaut nýlega. Tolstoj átli Iieilhrigðari eðlis-
kjarna. Hann hefir fylgt verkalýðnum í haráttu lians og
sigrum, og er eitt af þroskuðustu skáldum Sovétríkjanna.
Rússneska ljorgarastéttin var yngri en aðallinn og hafði
ekki náð fullum blóma, er byltingin varð. Skáld lienn-
ar voru gróskumeiri og ekki eins bundin venjunni.
Sum þeirra Iiurfu úr landi, en önnur sömdu sig fljótt
að hinu nýja. Miklu betur voru sett hin menntuðu skáld,
er lifðu í einhvers konar andstöðu við þjóðfélagið og
aðhyllzl liöfðu hinar nýju evrópisku stefnur i hókmennt-
um, svo sem symbolisma og futurisma. Þau voru næm
fyrir því nýja og gátu orðið hin heitustu skáld bylting-
arinnar, eins og Majakovski og Brjussoff, án þess að
brjóta í bága við eðli sitt. Fyrir þau kom byltingin eins
og sú lausn, er þau höfðu leitað að, þó að þau hefðu
ekki vænzt hennar á þann hátt. En sérstaklega voru
það skáld verkalýðsins og bændanna, þeirra stétta, er
tóku við völdunum, er fögnuðu byltingunni og eignuð-
ust með henni frelsi og skilyrði til að njóta sín. Sum
þeirra höfðu um langt skcið vaxið og þroskazt með verk-
lýðslireyfingunni og unnið að sigri byltingarinnar. Þeirra
allra er Govki merkastur, ennfremur hið mikla og vin-
sæla ljóðskáld, Demjan Bédmj, hinn frægi skáldsagna-
höfundur, Gladkoff o. fl.
Maxim Gorki, fæddur 1(5. (28.) mars 18(38, byrjaði rit-
höfundarstarf sitt um það leyti, sem hin byltingarsinn-
aða fjöldahreyfing verkalýðsins hófst. Þá ríktu í bók-
29