Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 30
menntunum hinir frægu rithöfundar aöalsins og borg-
arastéttarinnar. Gorki var af fátækum foreldrum, lifði
frá bernsku æfintýralifi, liraktist viðsvegar um Rússland,
vann fyrir sér með alls konar liætti, varð margoft að
þola skort og illa meðferð, kynntist margs konar fólki,
betlurum, flækingum, afhrotamönnum, fátæklingum af
öllu tagi. Þessu fólki, réttlátu, kjarkmiklu og uppruna-
legu, lýsti Gorki í sögum sínum. Hann var frá upphafi
skáld alþýðunnar. Dostojevski hvarf af sviðinu með
hrópið: „Beygðu þig, stolti maður“. Tolstoj prédikaði:
„Berstu ekki á móti hinu illa með valdi“. Og Tsjechoff
dró upp listfengar myndir af þreytlum og uppgefnum
mönnum, er beygðu sig i auðmýkt fyrir örlögunum.
Móti lífsskoðun þessara slcálda bar Gorki fram liugsjón-
ina um hið félagslega frclsi alþýðunnar, og móti per-
sónunum í verkum þeirra tefldi hann djörfum, lieil-
steyptum viljamönnum, ólgandi af lífskrafti og frelsis-
þrá. Gorki óx með verklýðshreyfingunni. Verk hans
eiga sér sömu uppsprettu og hún, í djúpi mannúðar
og réttlætis, og sama tilgang, og það býr í þeim sami
krafturinn, sem sigur rússnesku alþýðunnar 1917 grund-
vallaðist á. Eftir byltinguna verður það mótun þessa
fólks, umsköpun þess í nýtt form, sem Gorki berst fyr-
ir. Þetta hamingjusama skáld, einliver mesti persónu-
leiki sögunnar, verður í senn skáld, bardagamað-
ur og foringi voldugustu bókmenntahreyfingar heims-
ins.
Merkilegt dæmi þess, livernig hin gömlu skáld njóta
fyrst fullkomins þroska eftir byltinguna, er Fjodor
Gladkoff (f. 1883). Hann var smábóndasonur, lenti
strax átta ára á flæking með foreldrum sínum, varð
einlægt að berjast við fátækt og naut sama og engrar
menntunar. Hann tók þátt í báðum byltingunum 1905
og 1917. Hann vissi fyrir hverju liann harðist. Við hin
nýju lífsskilyrði, í uppbyggingarstarfinu, blómgast hæfi-
leikar hans, og hann semur liina fyrstu heimsfrægu
30