Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 33
off, Vera Inber, Boris Pilnjak, Tretjakoff, lljenkoff, Sost-
sjenko, Babel, allt höfundar, sem þýtt er eftir á erlend
mál. í persónuleika hinna nýju skálda Sovétrikjanna
húa töfrar, sem við ekki þekkjum, en allir felast í einu
hugtaki: nýhygging sósíalismans, þvi hugtaki, sem all-
ar Sovétþjóðirnar eru gagnteknar af.
Yerklýðsstéttar skáld.
I öðrum löndum svipar aðstöðu verklýðsskáldanna til
þess, er var á Rússlandi fyrir hyltinguna. Þau verða
að lifa í baráttu við þjóðskipulagið og eiga allan þroska
sinn undir högg að sækja. Þó er aðstaða þeirra eins
og verkalýðsins yfirleitt mjög misjöfn eftir stjórnarfar-
inu. í fasistalöndunum húa þau við liin ægilegustu lífs-
skilyrði, fá verk sín ekki útgefin, verða að starfa leyni-
lega, eru ofsótt, sitja í fangelsum og eiga dauðadóma
yfir sér — fyrir það eitt, að liafa kveðið um réttlæti,
frelsi og mannúð, eins og þeirra eigið eðli, sjálfur upp-
runaleiki lífsins í hrjósti þeirra, sagði til um. En eins
og verklýðslireyfingin sjálf, magnast þessi skáld við
hverja raun, og eftir þroska stéttabaráttunnar í hverju
landi fer þroski þeirra, því að þau vaxa og eflast með
lienni. Þau eru elzt og þroskuðust í Þýzkalandi, Austur-
ríki, Ungverjalandi, Japan og Kína, en spretta nú upp
af mildum gróðri í hverju landi af öðru, Bandarikjun-
um, Frakklandi, Spáni, Ástralíu o. s. frv. Þessi skáld,
börn verklýðsstéttarinnar, eru steypt úr sérstöku efni
og bera um allan heim ákveðið stéttarmót. Þau eru
fersk og upprunaleg, með sterkan lífsvilja, heillynd
og liarðgerð. Þroskasaga þeirra er víðast svipuð. Lifs-
reynslan sjálf er skóli þeirra flestra. Hún lcenndi þeim,
að alþýðan væri beitt ranglæti og kúgun. Allt eðli þeirra
gerir uppreisn gegn þessari kúgun, og því liggur leið
þeirra, ef þau eru samkvæm sjálfum sér, óhjákvæmi-
lega yfir til byltingarstarfsemi og í kenningu marxism-
33