Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 34
ans finna þau þá úrlausn, sem líf þeirra sjálfra heimt-
ar. Oft hefir lífsnauðsynin sjálf knúið þau til að yrkja.
Ungverska skáldið, Bela lllés, hóf t. d. skáldsagnagerð,
er hann fékk ekki birtar eftir sig greinar um ungversku
byltinguna í blöðunum í Vín. Skáldsagnaformið var að-
eins ný bardagaaðferð, er hann beitti. Hlutina varð að
segja. Bela Illés átti svo margt til frásagnar, úr sinni
eigin reynslu, að það varð að korna fram. Og með túlk-
unarþörfinni kom frásagnarhæfiieikinn. Bela Illés þyk-
ir gott skáld, og er frægur um allan heim. En þessi
skáld nota ekki auð reynslu sinnar til að gerast reyfara-
höfundar, eins og menn eiga að venjast um borgara-
skáldin. Þýzka skáldið, Theodor Plivier, liefir lýst því,
livað mikið tilefni reynsla sín hafi gefið til ævintýra-
skáldskapar. Hann er verkamannssonur úr Berlín, fædd-
ur 1892. Hann byrjaði 12 ára að vinna fyrir sér, hrakt-
ist frá einu starfi til annars, varð síðan sjómaður, sigldi
víðsvegar um heim og lenti í mörgum svaðilförum. í
styrjöldinni var hann í sjóhernum þýzka, og tók síð-
an þátt í byltingunni 1918. En Theodor Plivier kaus ekki
að gerast ævintýraskáld, til skemmtunar þeim, sem vant-
ar innihald i líf sitt, heldur mat liann hæfileika sína
og skáldskap til þess gagns, er hann gæti með þeim
unnið stétt sinni, með því að knýja fram hjá henni þá
orku og þann byllingarhug, sem þarf til að hrinda af
henni oki auðvaldsins og slcapa henni frelsi og velmeg-
un. Og svona er um öll heztu skáld verkalýðsins. Þau
yrkja fyrir stétt sina, fórna fyrir hana starfskröftum
sínum og lífi, ef á þarf að halda. Og þó nauðsynin hafi
knúið þau af stað til að yrkja, hefir listin síðan heill-
að þau, og þótt þeim væri mál og form erfitt í fyrstu,
liafa þau venjulega fljótt unnið bug á þeim erfiðleik-
um. Willi Bredel, verkamannssonur úr Hamborg, er gott
dæmi þess, hve hröðum þroska þessi skáld geta tekið.
Með síðustu sögu sinni, Die Priifung, er gerist í fanga-
búðum nazista, hefir hann skipað sér í röð hinna beztu
34