Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 36
Skáld úr borgarastétt.
Mikill fjöldi þeirra skálda, sem bera hæst merki hinn-
ar nýju stefnu, eru komin úr millistétt eða borgarastétt.
Þroskaleið þeirra yfir til verklýðshreyfingarinnar er
mjög margvísleg. Um langan tíma hafa skáld af þess-
um stéltum verið aðalfulltrúar listarinnar. Hin beztu
þeirra liafa í eðli sínu verið byltingarmenn. Þau hafa
gagnrýnt liið borgaralega þjóðfélag, en gagnrýni þeirra
hefir einungis farið fram á menningarsviðinu. Þau réð-
ust á kirkjuna, smásálarskapinn, menningarleysið, en
þjóðskipulagimi sjálfu, scm orsök allra þessara
meinsemda, datt þeim ekki í hug að lirófla við. Að-
eins einstalcar raddir létu til sín heyra, eins og Bern-
liard Sliaw og Upton Sinclair. Skáldin voru einangr-
uð frá verkalýðnum, litu yfirleitt niður á liann, og létu
sig ekki dreyma um, að endurnýjun listarinnar kæmi
frá honum eða þau jæðu að taka höndum saman við
hann til að bjarga við menningunni. Á siðustu árum
hefir orðið skyndileg hreyting í þessum efnum. Hvert
borgaralega stórskáldið á fætur öðru hefir gengið til
liðs við verklýðshreyfinguna. Mörg þeirra liefir það kost-
að langa og harða baráttu, áður en þau gætu losað sig
við lífsskoðanir horgarans, en ást þeirra á listinni, mann-
úð eða frelsisþrá hefir verið það innra afl, sem hefir
borið þau í faðm marxismans. Hinar ytri ástæður liafa
verið raktar hér að framan.
Merkast allra þessara skálda er Romain Rolland. Hann
var um skeið mjög dáður af borgarastéttinni. Hún var
hreykin af þessum mikla persónuleika, er vaxið hafði
upp í skauti hennar. En Rolland átti hærri kröfur en
þjóðfélag liennar gæti uppfyllt. Mannúðin var það dýpsta
í eðli hans. Hann hlaut því að fordæma það þjóðskipu-
lag, sem stofnaði til styrjalda og fasisma og viðhélt þján-
ingu mannkynsins. í hinu mikla ritverki, Jean Christo-
phe, er mannúðarliugsjónin grunntónninn. En hugsjón
sína um sigur mannúðarinnar í heiminum sá hann fyrst
36